Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 81
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 45 Carlsberg býður þér og vini þínum á Highbury að sjá Arsenal vs Real Madrid 8. mars! Sendu SMS skeytið JA MEF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. EIKUR SMS LEIKUR SMS LEIKUR SMS L EIKUR SMS LEIK Meistaradeildin í 100% beinni! Henry vs. Beckham Arsenal vs. Real Madrid 9. hver vinnur! Ferð þú á leikinn? Léttöl Vinningar verða afhentir í Skífunni Smáralind/Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á leikinn* • PS2 tölvu • PSP tölvu • Fótbolta tölvuleiki • Fullt af DVD og tölvuleikjum og fleira! *Ferðin á leikinn erdreginn úr ölluminnsendum skeytumþann 6. mars.Vinningshafi verðurbirtur á www.gras.is Opið laugardaga 10-14 HUMARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HUMRI Í DAG FÖSTUDAG OG LAUGARDAG. strákar verið nú góðir við konuna og gefið henni gott að borða. Hún á það skilið!!! HANDBOLTI Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segist ekki trúa því að Serbar hafi tapað viljandi fyrir Króöt- um í leik liðanna á EM í Sviss fyrir skemmstu, en sem kunnugt er greindu fjölmiðlar á Spáni og í Serbíu frá því fyrr í vikunni að leikmenn Serba hefðu fengið skipanir frá þjálfara og forráða- mönnum liðsins að tapa leiknum ¿ til þess að eiga greiða inni hjá Króötum í framtíðinni. Sagt var að Arpad Sterbik, markvörður Serba og samherji Ólafs hjá Ciudad Real á Spáni, hefði sagt liðsfélögum sínum frá þessu skömmu eftir að EM lauk en Ólafur sagði við Fréttablaðið í gær að hann hefði að minnsta kosti ekki verið viðstaddur þær umræður á æfingu liðsins. „Ég hlýt að hafa verið ein- hverstaðar annars staðar, að lyfta eða eitthvað þvíumlíkt. Konan mín sagði mér fyrst frá þessu í fyrradag svo að ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Ólafur og hló létt að öllu saman. „En mín persónulega skoðun er að þetta sé ekki rétt. Ég þekki Serba og ég þekki Króata og trúi því bara ekki að þeir myndu taka þátt í svona ráðabruggi. Ég sá líka þennan leik og það var allt á suðupunkti. Þetta væri svipað eins og við myndum tapa viljandi fyrir Noregi, Svíþjóð eða Dan- mörku. Það myndum við aldrei gera,“ segir Ólafur og bætir við að tengslin milli Króatíu og Ser- bíu séu enn sterkari og heitari ef eitthvað er. „Í þessum löndum er það nánast heilög skylda að vinna erkifjendurna og því þykir mér afar ólíklegt að þetta sé rétt.“ Ólafur kveðst annars vera á hægum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á síðuna ein- mitt í leiknum gegn Serbum á EM og hefur hann ekkert spilað með Ciudad eftir að hann sneri aftur þangað. „Ég er að tjaslast saman og spila kannski um helgina. Annars stefni ég á að vera klár í næsta leik okkar í Meistaradeild- inni eftir 10 daga.“ - vig Ólafur Stefánsson trúir því ekki að Serbar hafi tapað viljandi fyrir Króötum á EM Sterbik ekkert sagt við mig ÓLAFUR STEFÁNSSON Sést hér taka við sendingu frá Alexander Petersson í leiknum við Serba á EM í Sviss. Í baksýn sést Veselin Vujovic, þjálfari Serba, sem sagður er hafa skipað lærisveinum sínum að tapa fyhrir Króatíu síðar í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI FÓTBOLTI Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska félag- ið Helsingborg í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Þessi 34 ára gamli markahrókur hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi hjá Barcelona en hann hefur verið mikið meiddur. „Ég hef alltaf verið stuðnings- maður Helsingborg og fyrir mér var aldrei spurning um hvar ég myndi ljúka ferlinum,“ sagði Lars- son við sænska fjölmiðla í gær en hann er hættur við að leggja landsliðsskóna á hilluna og spilar því með Svíum á HM í sumar. Larsson gekk til liðs við Bar- celona árið 2004 frá Celtic í Skot- landi þar sem hann spilaði lengst af á ferli sínum. - hþh Henrik Larsson farinn að undirbúa lok ferils síns: Lýkur ferlinum í Helsingborg HENRIK LARSSON Fer til Helsingborgar í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gary Megson er hættur sem knattspyrnustjóri Notting- ham Forest eftir aðeins þrettán mánuði í starfi. Enska 1. deildar- liðið var undir mikilli pressu með að losa sig við Megson. Stuðn- ingsmenn liðsins hafa mótmælt stjóranum lengi en hann tók við starfinu af Joe Kinnear í janúar á síðasta ári. Stuðningsmenn liðsins hafa þurft að horfa upp á þessa fyrrum Evrópumeistara hríðfalla niður deildina og eftir 3-0 tap gegn Old- ham á miðvikudaginn var mæl- irinn loksins fullur en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu tíu en liðið er einungis fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Stjórn klúbbsins komst að sam- komulagi við Megson um að rifta samningnum en ekkert hefur heyrst af eftirmanni Megsons. Notthingham Forest leitar að knattspyrnustjóra: Megson farinn frá Forest GARY MEGSON Leitar að nýju starfi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.