Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 72
 17. february 2006 FRIDAY36 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ������������������������������������������������� ��������� ����������������� ����������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ���������� �������������������� SPORTBAR RESTAURANT ���������� á Holtakránni Föstudagur Laugardagur - Kl. 12:20 Liverpool - Man. Utd Þriðjudagur - Kl. 19:35 Benfica - Liverpool Miðvikudagur - Kl. 19:30 Chelsea - Barcelona á risaskjá ������� í beinni Pizza & öl 1.500,- Alla daga! Grill / Samlokur / Pizzur / Hamborgara / Hlaðborð á föstudögum / Heimilismatur virka daga á 750,- Öl og skot Frá kl. 20-22 ������� ������� trúbador heldur upp fjörinu að loknu Idol Frítt inn! ������������ ������� Laugardagur Spilar frá kl. 23:30 fram á rauðanótt! Aðgangs eyrir kr. 500,- Kirkjustétt 2-6, Grafarholti, S. 567 8197Húsið opn ar kl. 23:0 0 Eurovisionball LEIKLIST LEIKFÉLAG AKUREYRAR - RÝMIÐ Maríubjallan Höfundur: Vassily Sigarev Þýðandi: Árni Bergmann Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Esther Talia Casey, Álfrún Helga Örnólfsdótt- ir, Þráinn Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson / Leikmynd og búning- ar: Halla Gunnarsdóttir / Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson / Tónlist og hljóðmynd: Hallur Ingólfsson / Leik- stjórn: Jón Páll Eyjólfsson Niðurstaða: Leikhópurinn skilar þessu verki af slíkri fagmennsku og list að unun er á að horfa. Uppsprettur alls sem mannlegt er eru svo sannarlega uppurnar í því verki sem Leikfélag Akureyr- ar valdi til að vígja nýtt leiksvið, Rýmið, í gærkvöldi. Svokallað „blackbox“ eða svartkassa-leik- rými sem flest leikhús vilja búa yfir í dag þar sem það býður upp á nánast óþrjótandi möguleika. Möguleika á að hafa leiksviðið hvar sem er og raða áhorfendum í kring – en ekki síst til að geta gengið mun nær áhorfandanum en gerist og gengur í hefðbundna leikhúsinu þar sem sviðsbrúnin aðskilur leikhóp og áhorfendur. Rýmið á Akureyri er einkar vel heppnað og ástæða til að óska LA til hamingju með það. Við áhorf- endur eigum örugglega eftir að njóta margra frábærra sýninga í því húsi, ef marka má fyrstu frumsýninguna þar. Maríubjallan er eitt magn- að verk – eiginlega verkið sem maður hefur beðið eftir frá því að Kæra Jelena var sviðsett í Þjóð- leikhúsinu um árið. Tími verks- ins er ein nótt þar sem aðskilj- anlegustu karakterar mæta til að ganga frá viðskiptum áður en sonur húsráðanda, Díma, heldur til herþjónustu. Húsið er kallað „Lifendur og dauðir“, vegna þess að það stendur nánast í kirkju- garði, og það eru áhöld um hvort íbúar þess eru á lífi. Þeir eru ekki vissir sjálfir. Að minnsta kosti virðist eini tilgangurinn með líf- inu vera að eyða því sem hrað- ast. Þeir dauðu eru meira virði en lifendur á meðan einhverju er hægt að ræna frá þeim til að selja. Svo gleymast þeir. Þeir sem eru lifandi berjast um mylsnur og maura og leita leiða til að svindla einskisverðu drasli inn á einhvern fyrir aura. Kannski komast þeir í burtu. Svo gleymast þeir líka. En þeir gleymast hvort eð er. Og Guð er nafnið á hundi nágrannans. Spilling þess fólks sem á sér enga framtíð, enga mannlega reisn, hefur engan tilgang og eygir enga von er bæði sár og övæntingarfull. Í þessu ræsi reynir samt hver að upphefja sig yfir hina, dæma og hæða. Allir þurfa að ríghalda í þá tilfinningu að þeir séu ekki það lægsta af öllu lægstu. Það er ekki neitt til að trúa á – nema kannski Maríu- bjallan sem flýgur til himna. Leikhópurinn skilar þessu verki af slíkri fagmennsku og list að unun er á að horfa. Það var ekki síst gleðilegt af þeirri ástæðu að ungir leikarar hafa verið því marki brenndir seinustu árin að eiga í basli með að skila texta sínum skammlaust. Það er ekki vandamál hjá þeim unga leikhópi sem stendur að Maríubjöllunni. Textameðferð er hnökralaus, öll blæbrigði tilfinninganna skila sér og er fylgt eftir með svip- brigðum og hreyfingum. Hver einasti karakter gengur upp. Hvort sem það er hinum blæð- andi Díma (Guðjón Davíð) sem hefur horft á menntun sína og framtíð hverfa í flöskuformi ofan í föðurinn, Posi (Þráinn), Slavik (Guðjón Þorsteinn) sem notaði fyrstu aurana sem hann vann sér inn til að sprauta sig og komast þá leið út úr þessu helvíti, Lera (Esther Talia) sem er svo örvænt- ingarfull að hún lætur blekkjast af sölutrikkum auðvaldsins til að komast út úr þeirri niðurlægingu að vera smáauramella, eða Arkas- ha (Jóhannes Haukur) sem hefur lært að gera sér mat úr eymd allra hinna. Arkasha er dálítið sér á parti þótt hann eigi ekki meiri framtíðarmöguleika en aðrir, allt sem hægt er að selja verður upp- urið innan skamms. Júlka (Álf- rún Helga) hefur einnig sérstöðu. Hún kemur annars staðar frá, úr betri stétt en verður að taka afstöðu í því umhverfi sem hún er stödd í. Þessi litla stúlka sem kemur til leiks feimin og hálf ótt- aslegin, er hreint ekki öll þar sem hún er séð. Henni er ekkert heil- agt fremur en hinum. Og faðirinn Posi (Þráinn) dormar ofan á öllu, heldur eina ræðu í byrjun sem er dásamlega vel flutt. Leikmyndin, lýsing og búning- ar eru áhrifarík. Niðurlæging- in, drullan og draslið fljótandi í kringum blúndugardínur sem hanga til þerris, lýsingin notuð til að beina athyglinni að því sem augað almennt ekki sér í fari fólks og umhverfi. Persónurnar eiga bara þann fatnað sem þær standa í og engin sérstök ástæða til að þvo hann. Það er ekkert að fara að gerast. Tónlistin er sótt í hinn sára tón sem oft má heyra í rússneskri þjóðlagatónlist og undirstrikar söknuðinn yfir því sem hefði getað orðið. Leikstjór- inn hefur haldið einstaklega vel um alla þræði. Allt gengur upp og verður spennandi að fylgjast með verkum hans í framtíðinni. Súsanna Svavarsdóttir ÚR MARÍUBJÖLLUNNI Leikfélag Akureyrar frumsýndi Maríubjölluna í Rýminu, nýju leiksviði sem býður upp á nánast óþrjótandi möguleika. Grafreitur mannlegrar reisnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.