Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 82
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR46 ������������������������������� ������������������������������������� ��������������������������������������������������������� �������������������������������������������������� ��� ����������������������� ����������������������������� ������������������������� ����������������������������������� ������������������� �������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ��������������������� ��������������������������������� ���������������������� ���������������������������������� ������������������������������������ ���������������������� ����������������������������������������������������� �������������������������� ���������������������������� HANDBOLTI Atli Hilmarsson, þjálf- ari FH, verður fjarri góðu gamni næstu fjórar vikurnar þar sem hann er nýbúinn að gangast undir aðgerð vegna brjóskloss í baki. Arnar Geirsson, sem hefur verið hægri hönd Atla í vetur, mun leysa hann af hólmi á meðan en Arnar byrjaði aldeilis vel í fyrsta leik er FH lagði Fylki með einu marki, 28-27. „Ég má hreyfa mig aðeins en er ekki líklegur til neinna stóraf- reka,“ sagði Atli við Fréttablaðið í gær en hann lagðist undir hnífinn á þriðjudag. „Það var ekki hægt að fresta þessari aðgerð lengur enda var ég farinn að verða dof- inn í öðrum fætinum og það er ekki góðs viti,“ sagði Atli sem ótt- ast ekki um starf sitt þótt Arnar hafi byrjað vel í fyrsta leik. „Nei, alls ekki. Arnar er ekki týpan sem grefur undan manni og ég vona að strákarnir taki öll þau stig sem eru í boði á meðan ég er meidd- ur.“ Arnar Geirsson, sonur Geirs Hallsteinssonar og eldri bróðir Loga Geirssonar, mun stýra FH- liðinu í fjarveru Atla en Arnar, sem er 34 ára, kom heim til Íslands fyrir ári síðan eftir tólf ára útlegð í Austurríki og Þýskalandi. „Ég fór upphaflega út til Aust- urríkis og sameinaði þá nám í margmiðlun og handboltaiðkun en ég lék með Bregenz í þrjú ár en það er einmitt lið Dags Sigurðs- sonar. Síðan fór ég til Þýskalands þar sem ég lék með liðum í þýsku 2. og 3. deildinni,“ sagði Arnar en þriðji bróðirinn, Brynjar, hefur einnig leikið í Þýskalandi sem og faðir drengjanna, Geir Hallsteins- son. Arnar þjálfar einnig annan og þriðja flokk FH þannig að það er nóg að gera hjá honum og hann segist ekki hafa neinn sérstak- an áhuga á að velta Atla úr sessi. Hann ber Atla vel söguna og segir gott að vinna með honum. „Menn vildu vinna leikinn gegn Fylki fyrir Atla og sem betur tókst það,“ sagði Arnar kátur. „Það hefur verið gaman að vinna með Atla og við munum sakna hans þann tíma sem hann verður fjarverandi en vonandi náum við að hala inn fleiri stig áður en hann kemur aftur,“ sagði Arnar Geirsson sem vinnur á dag- inn hjá Golfsambandi Íslands sem kerfisstjóri. - hbg Arnar Geirsson leysir Atla Hilmarsson af hólmi sem þjálfari FH: Óttast ekki að hann muni stela af mér starfinu ATLI HILMARSSON Fór í aðgerð á þriðjudag og stýrir FH ekki næstu fjórar vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÍÞRÓTTIR Bandarískt íþróttalíf fór á annan endann þegar skíðakapp- inn Bode Miller greindi frá því að hann hefði skíðað drukkinn og oft verið í vafasömu ástandi efst í skíðabrekkunni. Margir telja hann sér á báti en þegar rýnt er betur í söguna kemur í ljós að svo er alls ekki og að áfengisdrykkja og önnur vímuefnanotkun hefur komið við sögu hjá mörgum bandarískum afreksíþróttamönn- um á úrslitastundu. Frumherji drukkinna banda- rískra íþróttakappa er ruðning- skappinn Max McGee sem lagði jarðveginn í fyrsta Super Bowl- leiknum. Hann fór á svakalegt fyllerí kvöldið fyrir leikinn enda var hann varamaður og treysti á að maðurinn í byrjunarliðinu myndi ekki meiðast. Að sjálfsögðu meiddist byrjunarliðsmaðurinn og McGee, draugþunnur og í raun enn drukkinn, varð að spila leik- inn. Félagar hans sögðu hann hafa verið svo glórulausan að hann hefði varla getað sett á sig hjálm- inn án aðstoðar. Það sem er ótrú- legast við þessa sögu er sú stað- reynd að McGee átti mjög fínan leik og skoraði meðal annars tvö snertimörk. Geri aðrir betur. David Wells, fyrrverandi leik- maður NY Yankees, er einn besti kastari sem komið hefur fram í bandaríska hafnaboltanum. Árið 1998 lék hann „fullkominn leik“ en það ótrúlega við frammistöðu Wells var að kvöldið áður var hann að djamma með fólkinu úr sjón- varpsþættinum „Saturday Night Live“ og hann játaði í ævisögu sinni að hafa orðið haugfullur og svo gott sem ónýtur daginn eftir skrallið. Hann komst í gegnum leikinn með því að drekka mikið kaffi og raða í sig alls kyns verkja- töflum. Skömmu eftir leikinn var hann aftur kominn á djammið. Bandarískir íþróttamenn nota ekki bara áfengi í óhóflegu magni að því er körfuboltamaðurinn Charles Oakley greindi frá árið 2001. „Það eru strákar á vellinum sem eru að spila í vímu eftir að hafa verið að reykja marijúana. 60 prósent leikmanna deildarinnar reykja kannabis,“ sagði Oakley. Afrek David Wells var stór- kostlegt en Dock Ellis, sem kast- aði fyrir Pittsburgh árið 1970, lék líka fullkominn leik en ekki eins glæsilegan og Wells. Hann kast- aði nefnilega aldrei nálægt and- stæðingunum og þeir gengu því allir í fyrstu höfn. Ástæðan fyrir þessu athæfi Ellis var sú að hann hafði tekið LSD um morguninn og sýran sá til þess að hann var vart með meðvitund. Ellis játaði síðar að boltinn hefði stækkað og minnkað í höndunum á honum og á stund- um sá hann ekki gríparann sinn vegna vímunnar. Þessar kúnstir urðu aftur á móti þess valdandi að andstæðingnum tókst ekki að skora. Annars eru hafnaboltamenn mestu fyllibytturnar í bandarískri íþróttasögu og til eru endalaus- ar og ótrúlegar sögur um afrek þeirra undir áhrifum vímuefna. henry@frettabladid.is Miller er ekki fyrsti drukkni íþróttamaðurinn Umdeildasti íþróttamaður heims, Bode Miller, er ekki sá eini í bandarískri íþróttasögu sem hefur keppt undir áhrifum áfengis. STUÐBOLTI Hafnaboltamaðurinn David Wells spilaði „fullkominn leik“ þótt hann hefði verið mjög drukkinn kvöldið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES UMDEILDUR KAPPI Bode Miller gerði allt brjálað á dögunum þegar hann játaði að hafa skíðað undir áhrifum áfengis. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfu- bolta hefur verið refsað harðlega fyrir að hafa notað Dennis Rod- man í einum leik þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kominn með atvinnuleyfi. Brighton var dæmt til að tapa leiknum gegn Guildford 20-0 eftir að hafa unnið leikinn upprunalega 91-88, með Rodman í liðinu. Þá fékk Brighton einnig nokkuð háa fjársekt. Rodman, sem spilaði aðeins tvo leiki í það heila fyrir Brighton, hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA-deildina og segir hann að tvö lið þar hafi þegar boðið honum að koma til æfinga og sýna hvað enn búi í honum. - vig Brighton Bears: Refsað fyrir að nota Rodman DENNIS RODMAN Langar að snúa aftur í NBA-deildina.NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gylfi Sigurðsson kom inná í varaliði Reading sem tapaði 3-1 fyrir sterku varaliði Arsenal á glæsilegu æfingasvæði Skyttanna í London. Gylfi mætti stórstjörn- um á borð við Alexander Hleb og Theo Walcott en auk þeirra voru Manuel Almunia og Johan Djo- urou í Arsenalliðinu sem sigraði leikinn 3-1. Simon Church kom Reading yfir en tvö mörk frá Arturo Lupoli og Fabrice Muamba tryggðu Ars- enal sigurinn. Gylfi fór til Reading árið 2002 en hann lék með Breiðablik á Íslandi. Gylfi hefur vakið mikla athygli hjá Reading en hann hefur verið færður upp í 19 ára liðið hjá Reading þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. - hþh Gylfi Sigurðsson hjá Reading: Spilaði með gegn Arsenal FÓTBOLTI Chris Hutchings, aðstoð- armaður Pauls Jewell hjá Wigan, hefur greint frá því að Henri Camara, sóknarmaður liðsins, hafi beðist afsökunar á því að koma ekki strax til baka frá Afr- íkumótinu. Camara missti af flugi sínu frá Senegal til Frakklands og gat því ekki verið með liðinu í leiknum gegn Liverpool um síð- ustu helgi sem Wigan tapaði 1-0. „Það er mjög gott að fá hann aftur. Málið hefur verið leyst innan klúbbsins og hann verður til taks fyrir leikinn gegn Tottenham á sunnudaginn. Við vorum alls ekki ánægðir með þetta en það er alltaf gott að fá góða leikmenn til baka,“ sagði Hutchings í gær. Camara kom til Wigan frá Wol- ves fyrir þrjár milljónir punda en hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Birmingham þann 2. janúar. Wigan hefur verið í fram- herjavandræðum undanfarið þar sem David Connolly er meiddur auk þess sem Jason Roberts á enn eftir að afplána einn leik af þrem- ur í leikbanni sem hann hlaut í janúar. - hþh Wigan leysir sóknarvandann: Henri Camara kominn aftur HANDBOLTI Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við sautján ára gamlan pilt frá Argentínu um að leika með yngri flokkum félags- ins, með það fyrir augum að hann gangi upp í meistaraflokkinn fljótlega. Juan Pablo Fernandez verður með yngri flokkum ÍBV í vetur en ÍBV komst í kynni við hann í gegnum landsliðsþjálfara Argentínu. „Þetta er duglegur strákur sem hefur burði til að ná langt ef rétt er haldið á spöðunum. Hann verður hér í vetur og svo sjáum við til hvað gerist en mín skoðun er sú að hann geti hjálpað töluvert til í meistaraflokknum án þess að verða kannski lykilmaður,“ sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Fernandez er rétthentur og getur spilað hvort sem er á miðj- unni eða í skyttustöðunni. „Hann getur orðið framtíðarhandbolta- maður ef hann leggur hart að sér og vel er hlúð að honum,“ bætti Sigmar við að lokum um þennan nýja liðsmann Eyjaliðsins. - hþh Handknattleiksdeild ÍBV: Semur við strák frá Argentínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.