Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 83
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 47 SKÍÐI Netmiðillinn Courier-Post í Bandaríkjunum gerði íslensku keppendurna á Vetrarólympíl- eikunum í Tórínó að umfjöllun- arefni í nokkuð stórri grein sem birtist í fyrradag þar sem óspart er gert grín að þeirri staðreynd að á Íslandi vantar ís og snjó til að stunda skíðaíþróttina af þeim krafti sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Blaðamað- urinn ræðir við nokkra af þeim fimm Íslendingum sem taka þátt í leikunum og fær að vita ýmislegt um land og þjóð. „Sindri Pálsson hafnaði í 53. sæti í bruni í alpatvíkeppninni í vikunni, sæti á eftir keppandan- um frá mekka vetraríþrótta, Bras- ilíu,“ segir í upphafi greinarinnar. Blaðamanninum finnst Ísland vera afar blekkjandi nafn í ljósi þess hversu mikill skortur sé á ís um þessar mundir. „Þegar ég var ungur var alltaf snjór í fjöllunum. Nú er snjór í kannski tvo mánuði á ári. Annars eru það bara steinar sem eru í fjöllunum,“ segir Sindri í viðtali við Courier-Post og á eftir fylgir útskýring á því hvernig golfstraumurinn veldur hækkandi hita við strendur Íslands. Í greininni kemur einnig fram að það sé handboltalandsliðið sem fái langmesta athygli fjölmiðla á Íslandi og að stærsti íþróttavið- burður sem hér hafi farið fram sé skákviðureign hjá Bobby Fischer fyrir mörgum árum. Þá finnst blaðamanninum augljóslega spaugilegt að keppendur Íslands, landsins sem ætti nafnsins vegna að standa framarlega í vetrarí- þróttum, séu aðeins fimm talsins. „Þeir kæmust því fyrir í fólksbíl,“ segir blaðamaðurinn. „Við höfum ekki svo mik- inn tíma til að stunda íþróttir á Íslandi,“ segir Guðmundur Jak- obsson, fararstjóri íslenska hóps- ins, í viðtali við Courier-Post. „Íslendingar láta atvinnu sína í forgang. Þannig er einfaldlega lífið heima,“ bætir hann við. - vig Íslensku keppendurnir á ÓL í Tórínó vekja heimsathygli: Það vantar meiri snjó á Íslandi HVAÐ Á ÍSLAND SAMEIGINILEGT VIÐ JAMAÍKA? Þetta er ein af þeim spurningum sem blaðamaður Courier-Post veltir fyrir sér í grein sinni. Svarið er snjóleysi! FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES HANDBOLTI Handknattleikssam- band Evrópu, EHF, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sam- bandið lýsir því yfir að það hafi hafið rannsókn á leik Serba og Króata á EM enda hafi leikmenn Serba lýst því yfir að þeim hafi verið skipað að tapa leiknum. EHF lítur málið mjög alvarleg- um augum og mun kalla menn í viðtöl vegna málsins og taka á því komi í ljós að ásakanirnar séu á rökum reistar. Handknattleikssamband Evrópu: Rannsakar leik Serba og Króata ARPA STERBIK Opnaði málið með yfirlýs- ingum sínum. SKÍÐI Landslið Íslands í skíðaí- þróttum var kallað í lyfjapróf rétt fyrir áramót og liggja niðurstöður úr prófinu fyrir. Engin ólögleg efni fundust í sýnum skíðamannanna okkar að því er fram kemur á heimasíðu ÍSÍ. Skíðalandsliðið: Stóðst lyfjapróf FÓTBOLTI KR beið lægri hlut fyrir rússneska félaginu Krylia Sov- etov í gær en leikurinn er liður í æfingamóti sem fer fram á La Manga á Spáni um þessar mundir. Garðar Jóhannsson var fremstur meðal jafningja í KR-liðinu en hann skoraði bæði mörk liðsins, annað úr vítaspyrnu eftir að brot- ið var á Rógva Jakobssyni og hitt af miklu harðfylgi eftir útspark Kristjáns Finnbogasonar, mark- manns KR. „Liðið spilaði mjög vel á köflum en datt niður þess á milli. Annað og þriðja markið sem við fengum á okkur voru virkilega slök en síðan náðum við að minnka mun- inn í 3-2. Skömmu síðar gera þeir fjórða markið og gerðu þannig út um leikinn og eftir það sáum við aldrei til sólar,“ sagði Teitur Þórð- arson þjálfari KR við Fréttablaðið eftir leikinn en Andrey Kanchel- skis spilaði ekki með Krylia í leiknum. „Þetta er klárlega besta liðið í riðlinum okkar og við bjuggumst við erfiðum leik. Okkur gekk mjög illa að skapa okkur færi en ég er samt óánægður með niðurstöðuna í leiknum þar sem við fengum á okkur tvö mjög slæm mörk,“ sagði Teitur. Grétar Ólafur Hjartarson fór meiddur af velli í byrjun leiks en Teitur sagði að sú meiðsli væru líklega ekki alvarleg, líklega væri um krampa eða væga tognun að ræða í lærinu á Grétari. Það ætti að koma í ljós fljótlega hversu alvarleg meiðslin eru. Þetta er annar tapleikur KR í mótinu en norska liðið Tromsö vann 1-0 sigur á Vesturbæjar- liðinu í fyrsta leik mótsins en þá skoraði Arash Talebinejad eina mark leiksins. Lokaleikur KR er svo á mánudaginn þegar Teitur Þórðarson mætir sínum gömlu félögum í Brann frá Noregi. - hþh Annað tap KR á æfingamótinu á La Manga: Teitur Þórðarson ósáttur við tapið GARÐAR JÓHANNSSON Skoraði bæði mörk KR gegn Krylia. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Keppni í deildabikar KSÍ hefst um helgina með leik KA og ÍA í Boganum á Akureyri í kvöld klukkan 19 en sextán lið taka þátt í mótinu að þessu sinni. Leikstað- ir eru fjórir fyrst um sinn, Egils- höll í Reykjavík, Fífan í Kópavogi, Reykjaneshöllin og Boginn en leikið verður úti á nokkrum gervi- grasvöllum þegar vora tekur. KR á titil að verja í deilda- bikarnum en þeir lögðu Þrótt í úrslitaleiknum í fyrra. Deildabik- arkeppnin er tekin mun alvarlegar en Reykjavíkurmótið, sem er að ljúka, enda leggja lið þá lokahönd á knattspyrnusumarið sem hefst skömmu eftir að úrslitaleikur. Deildabikar KSÍ: Keppni hefst um helgina KA-MENN Hafa ekki fagnað mikið á undirbúningstímabilinu og töpuðu meðal annars fyrir Völsungi um daginn. GOLF Ólafur Már Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, sem báðir eru í GR, komust ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Valencia á Spáni í gær. Ólafur var einu höggi frá því að komast áfram en mikið vantaði upp á hjá Stefáni. Þeir tóku einnig þátt í móti um síðustu helgi og komust þá ekki heldur í gegnum niðurskurðinn. Íslenskir kylfingar: Úr leik á Spáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.