Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 83
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 47
SKÍÐI Netmiðillinn Courier-Post
í Bandaríkjunum gerði íslensku
keppendurna á Vetrarólympíl-
eikunum í Tórínó að umfjöllun-
arefni í nokkuð stórri grein sem
birtist í fyrradag þar sem óspart
er gert grín að þeirri staðreynd
að á Íslandi vantar ís og snjó til
að stunda skíðaíþróttina af þeim
krafti sem þarf til að ná árangri á
alþjóðlegum vettvangi. Blaðamað-
urinn ræðir við nokkra af þeim
fimm Íslendingum sem taka þátt í
leikunum og fær að vita ýmislegt
um land og þjóð.
„Sindri Pálsson hafnaði í 53.
sæti í bruni í alpatvíkeppninni í
vikunni, sæti á eftir keppandan-
um frá mekka vetraríþrótta, Bras-
ilíu,“ segir í upphafi greinarinnar.
Blaðamanninum finnst Ísland
vera afar blekkjandi nafn í ljósi
þess hversu mikill skortur sé á ís
um þessar mundir. „Þegar ég var
ungur var alltaf snjór í fjöllunum.
Nú er snjór í kannski tvo mánuði
á ári. Annars eru það bara steinar
sem eru í fjöllunum,“ segir Sindri
í viðtali við Courier-Post og á eftir
fylgir útskýring á því hvernig
golfstraumurinn veldur hækkandi
hita við strendur Íslands.
Í greininni kemur einnig fram
að það sé handboltalandsliðið sem
fái langmesta athygli fjölmiðla á
Íslandi og að stærsti íþróttavið-
burður sem hér hafi farið fram sé
skákviðureign hjá Bobby Fischer
fyrir mörgum árum. Þá finnst
blaðamanninum augljóslega
spaugilegt að keppendur Íslands,
landsins sem ætti nafnsins vegna
að standa framarlega í vetrarí-
þróttum, séu aðeins fimm talsins.
„Þeir kæmust því fyrir í fólksbíl,“
segir blaðamaðurinn.
„Við höfum ekki svo mik-
inn tíma til að stunda íþróttir á
Íslandi,“ segir Guðmundur Jak-
obsson, fararstjóri íslenska hóps-
ins, í viðtali við Courier-Post.
„Íslendingar láta atvinnu sína í
forgang. Þannig er einfaldlega
lífið heima,“ bætir hann við.
- vig
Íslensku keppendurnir á ÓL í Tórínó vekja heimsathygli:
Það vantar meiri snjó á Íslandi
HVAÐ Á ÍSLAND SAMEIGINILEGT VIÐ JAMAÍKA? Þetta er ein af þeim spurningum sem
blaðamaður Courier-Post veltir fyrir sér í grein sinni. Svarið er snjóleysi!
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
HANDBOLTI Handknattleikssam-
band Evrópu, EHF, sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem sam-
bandið lýsir því yfir að það hafi
hafið rannsókn á leik Serba og
Króata á EM enda hafi leikmenn
Serba lýst því yfir að þeim hafi
verið skipað að tapa leiknum.
EHF lítur málið mjög alvarleg-
um augum og mun kalla menn í
viðtöl vegna málsins og taka á því
komi í ljós að ásakanirnar séu á
rökum reistar.
Handknattleikssamband Evrópu:
Rannsakar leik
Serba og Króata
ARPA STERBIK Opnaði málið með yfirlýs-
ingum sínum.
SKÍÐI Landslið Íslands í skíðaí-
þróttum var kallað í lyfjapróf rétt
fyrir áramót og liggja niðurstöður
úr prófinu fyrir.
Engin ólögleg efni fundust í
sýnum skíðamannanna okkar að
því er fram kemur á heimasíðu
ÍSÍ.
Skíðalandsliðið:
Stóðst lyfjapróf
FÓTBOLTI KR beið lægri hlut fyrir
rússneska félaginu Krylia Sov-
etov í gær en leikurinn er liður
í æfingamóti sem fer fram á La
Manga á Spáni um þessar mundir.
Garðar Jóhannsson var fremstur
meðal jafningja í KR-liðinu en
hann skoraði bæði mörk liðsins,
annað úr vítaspyrnu eftir að brot-
ið var á Rógva Jakobssyni og hitt
af miklu harðfylgi eftir útspark
Kristjáns Finnbogasonar, mark-
manns KR.
„Liðið spilaði mjög vel á köflum
en datt niður þess á milli. Annað
og þriðja markið sem við fengum
á okkur voru virkilega slök en
síðan náðum við að minnka mun-
inn í 3-2. Skömmu síðar gera þeir
fjórða markið og gerðu þannig út
um leikinn og eftir það sáum við
aldrei til sólar,“ sagði Teitur Þórð-
arson þjálfari KR við Fréttablaðið
eftir leikinn en Andrey Kanchel-
skis spilaði ekki með Krylia í
leiknum.
„Þetta er klárlega besta liðið í
riðlinum okkar og við bjuggumst
við erfiðum leik. Okkur gekk mjög
illa að skapa okkur færi en ég er
samt óánægður með niðurstöðuna
í leiknum þar sem við fengum á
okkur tvö mjög slæm mörk,“ sagði
Teitur.
Grétar Ólafur Hjartarson fór
meiddur af velli í byrjun leiks en
Teitur sagði að sú meiðsli væru
líklega ekki alvarleg, líklega væri
um krampa eða væga tognun að
ræða í lærinu á Grétari. Það ætti
að koma í ljós fljótlega hversu
alvarleg meiðslin eru.
Þetta er annar tapleikur KR
í mótinu en norska liðið Tromsö
vann 1-0 sigur á Vesturbæjar-
liðinu í fyrsta leik mótsins en þá
skoraði Arash Talebinejad eina
mark leiksins. Lokaleikur KR er
svo á mánudaginn þegar Teitur
Þórðarson mætir sínum gömlu
félögum í Brann frá Noregi.
- hþh
Annað tap KR á æfingamótinu á La Manga:
Teitur Þórðarson
ósáttur við tapið
GARÐAR JÓHANNSSON Skoraði bæði mörk KR gegn Krylia. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Keppni í deildabikar KSÍ
hefst um helgina með leik KA og
ÍA í Boganum á Akureyri í kvöld
klukkan 19 en sextán lið taka þátt
í mótinu að þessu sinni. Leikstað-
ir eru fjórir fyrst um sinn, Egils-
höll í Reykjavík, Fífan í Kópavogi,
Reykjaneshöllin og Boginn en
leikið verður úti á nokkrum gervi-
grasvöllum þegar vora tekur.
KR á titil að verja í deilda-
bikarnum en þeir lögðu Þrótt í
úrslitaleiknum í fyrra. Deildabik-
arkeppnin er tekin mun alvarlegar
en Reykjavíkurmótið, sem er að
ljúka, enda leggja lið þá lokahönd
á knattspyrnusumarið sem hefst
skömmu eftir að úrslitaleikur.
Deildabikar KSÍ:
Keppni hefst
um helgina
KA-MENN Hafa ekki fagnað mikið á
undirbúningstímabilinu og töpuðu meðal
annars fyrir Völsungi um daginn.
GOLF Ólafur Már Sigurðsson og
Stefán Már Stefánsson, sem báðir
eru í GR, komust ekki í gegnum
niðurskurðinn á móti í Valencia á
Spáni í gær. Ólafur var einu höggi
frá því að komast áfram en mikið
vantaði upp á hjá Stefáni.
Þeir tóku einnig þátt í móti um
síðustu helgi og komust þá ekki
heldur í gegnum niðurskurðinn.
Íslenskir kylfingar:
Úr leik á Spáni