Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 32
17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR6
Gerum nú
ennþá betur
Heilsuhitapoki fylgir
hverju sófasetti
Gildir til 25. febrúar eða á meðan birgðir endast.
útsala
útsala
útsala
útsala
útsala
útsala
Opnunartími:
Virka daga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
Sunnudaga frá kl. 13-16
Verið velkomin að Dalvegi 18.
Gallerí Húsgögn
Sími 554 5333
Póstverslanir eru ein leið til
að kaupa föt á lægra verði.
Verslunarstjóri H&M Rowells
á Íslandi segir viðskiptahópinn
sem nýtir sér þennan mögu-
leika sífellt vera að stækka.
Á landi þar sem fataverð er nokk-
uð hátt eru margir farnir að leita
nýrra leiða við að kaupa fötin á
aðeins lægra verði. Margir nýta
sér netið í auknum mæli og panta
skó og aðrar flíkur gegnum sér-
stakar heimasíður. Aðrir nýta sér
vörulistana og panta sinn fatnað
gegnum póstverslanir.
Fólk ehf. er umboðsaðili H&M
Rowells á Íslandi, en hjá þeim er
einnig er rekin póstlistaverslun
þar sem fólk hefur möguleika á að
panta flíkur úr vörulista. Claudia
Ólafsson, verslunarstjóri H&M
Rowells á Íslandi, segir þann hóp
viðskiptavina sem nýtir sér póst-
verslunina sífellt vera að stækka.
„Við veitum ákveðna þjónustu við
okkar kúnnahóp,“ segir Claudia.
„Allir sem versla hjá okkur eru í
gagnaskránni okkar. Við sendum
viðskiptavinunum okkar boðskort
á forútsölu í hvert skipti sem koma
nýjar vörur. Þar getur fólk einnig
fengið ókeypis póstlista til að
versla upp úr og við sendum tvisv-
ar á ári frían lista fyrir þá sem búa
úti á landi.“
Verðmunurinn á því að kaupa
vörur í fatabúðum hérlendis eða í
gegnum póstlista getur verið tölu-
verður og tekur Claudia sem dæmi
að hægt sé að fá gallabuxur, flott-
an bol og jakka á innan við tíu þús-
und krónur. Listaverðið er endan-
legt verð en þegar sent er út á land
er rukkað sendingargjald. Auk
þess eru þær flíkur sem seldar
eru í versluninni ekki með neinni
álagningu umfram listaverðið.
Claudia segir vera nóg að gera
hjá þeim í H&M Rowells. „Við
erum búin að halda úti starfsemi
í fimmtán ár,“ segir Claudia. „Við-
skiptahópurinn er alltaf að stækka
og við erum með þónokkuð stóran
hóp sem nýtir sér póstverslunina.“
Ódýrari flíkur með pósti
Claudia Ólafsson, verslunarstjóri H&M Rowells á Íslandi, segir að verðmunur á póstlistaverði og almennu verði geti verið nokkuð mikill.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
TÓNLIST OG KVIKMYNDIR ERU Á
GÓÐUM AFSLÆTTI Í MÚSÍK OG
MYNDUM OG HAGKAUPUM.
Geisladiskar og
DVD-myndir eru á
hálfvirði í versluninni
Músík og myndum,
Hamraborg. Sem dæmi
má nefna að nýjasti
diskur Emilíönu Torrini
kostar eingöngu 999 kr.
og diskur Ragnheiðar
Gröndal sömuleiðis.
Trabantdiskurinn sem
út kom fyrir jól er á
sama verði.
Í Hagkaupum er
stórútsölumarkaður
um helgina. Þar má
fá geisladiska frá 99
krónum, VHS myndir á
499 kr., úrval DVD-mynda á 899 kr.
og DVD-tónlistardiska á 999 kr.
Stórútsala
Ný gleraugnaverslun verður
opnuð í verslunum Lyfja og
heilsu sem ber heitið Auga-
staður. Í tilefni þess verða
stórgóð tilboð á gleraugum.
Gleruaugnaverslunin Augastaður
er með opnunartilboð um helg-
ina. Gleraugnaverslunin verð-
ur í verslunum
Lyfja og heilsu
í Hamraborg og
JL húsinu. Á opn-
unartilboðinu má
fá gleraugu á góðu
verði auk þess sem
sjónfræðingur verður á stað-
unum til leiðbeiningar um val á
réttum gleraugum.
Á tilboði má fá barnagleraugu
fyrir tæpar átta þúsund krónur og
gleraugu fyrir fjærsýna og nær-
sýna, einn styrkleika, frá 11.900
krónum. Auk þess má fá marg-
skipt gleraugu með glampavörn
frá 20.900 krónum og gleraugu
með glampavörn og gleri sem
dökknar í sól frá 22.900 krónum.
Ekki er úr vegi að fá sér ný og
betri gleraugu á jafn
góðu verði og fá
nýja sýn á heiminn
og tilveruna.
Opnunartilboð í
Augastað
Góð tilboð eru nú á öllum
gerðum af sófum í Húsgagna-
höllinni á Bíldshöfða.
Tuttugu til fimmtíu
prósenta afslátt-
ur er nú á sófum í
Húsgagnahöll-
inni á Bílds-
höfða og úrval-
ið er mikið.
Um er að ræða
hornsófa, tveggja
sæta og þriggja sæta sófa
ásamt tungusófum með margskon-
ar áklæðum í ýmsum litum. Allir
eru þeir þó einlitir. Sem dæmi um
verð má nefna sófa af gerð sem
heitir Salvador en slíkur þriggja
sæta er nú á 49.980 en var áður
á 99.980 og tveggja sæta
kostar nú 39.980 en
var á 89.980.
Séu þeir
keypt i r
s a m a n
er 10
þ ú s u n d
króna viðbót-
arafs lát tur.
Hjartalaga, rauð- ur og rómant-
ískur svefnsófi kostar nú 39.980
en var á 52.800.
Sófaveisla í Hús-
gagnahöll
Gleraugnaverslunin Augastað-
ur býður tilboð á gleraugum
í tilefni af opnun verslunar-
innar.
UM HELGINA VERÐA GÓLFEFNI Á
GÓÐU TILBOÐI HJÁ HÚSASMIÐJ-
UNNI.
Húsasmiðjan verður í helgarskapi
fram á sunnudag. Sannkölluð helgar-
sprengja verður á gólfefnum.
Veittur verður 20 til 40 prósenta
afsláttur af öllum flísum. 30 prósenta
afsláttur er af undirlagi og parketlist-
um og hægt verður að fá plastparket
frá 790 krónur fermetrann. Gott
tilboð sem ætti að nýtast vel fyrir þá
sem vilja fegra heimilið.
Gólfefni á tilboði
Húsasmiðjan er með helgarsprengju á
gólfefnum.
Diza
Ingólfsstræti 6 • www.diza.is
opið 11-18 virka daga • 12-16 laugardaga
Diza ehf er lífsstílsverslun sem selur bútasaumsefni, prjónagarn
og fatnað fyrir konur sem vilja skapa sér og sínum huggulegt
umhverfi og fallegan fatnað til að njóta þess í.
Afsláttur á Lopa
og værðarvoðum
Nýjar bútassaumsbækur
Ný Bútasaumsefni