Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 36
2 Birkir ekur um á Jeep Wrangler, árgerð 1991. Bíllinn er á 38“ dekkj- um en Birkir segir hann pínkulítinn í samanburði við alla hina. Hann er þó með 4ra lítra bensínvél enda er bíllinn umfram allt leiktæki. „Ég er búinn að eiga hann og annan svona í 6 ár. Sá gamli valt og ég bjó til þennan úr brakinu. Tryggingarnar neituðu að borga fyrir breytinguna svo það var vænlegasti kosturinn,“ segir Birkir. Það besta við jeppamennskuna finnst Birki vera að komast út fyrir dreifikerfi GSM síma. „Þá er maður laus við hversdagsleikann, skilur hann eftir. Styttri ferðirnar að minnska kosti eru líka svo afslapp- aðar, ekkert stress. Maður endur- nærist á þessu.“ Birkir fékk áhuga á jeppamennsku í gegnum Lada Sport sem fjölskylda hans átti. „Við fórum á henni út um allt land og reyndum fyrir okkur í snjónum. Þannig datt ég inn í þetta. Ég ætlaði reyndar aldrei að fá mér jeppa en bróðir minn benti mér á gamla bílinn minn. Það var topp- eintak svo ég keypti hann, byrjaði í þessu á fullu og hef ekki hætt síðan,“ segir Birkir. Uppáhaldsferðamáti Birkis er vetrarferðir í litlum hópi. „Það er gott að ferðast í þéttum hópi. Þá hjálpast allir að og það er ekk- ert vesen. Allir þekkja alla og ef eitthvað kemur upp á halda allir ró sinni. Það er erfiðast að finna ferðafélaga sem maður þekkir og veit að eru góðir, líka þegar allt er farið til fjandans,“ segir Birkir og leggur áherslu á orð sín. „Það gerist margt í svona ferð- um, flest skemmtilegt. Stundum kemur eitthvað upp á en það redd- ast alltaf. Við höfum meira að segja lent í bílveltu og slysum á fólki. Góður hópur reddar málunum án þess að það sé neitt vesen. Það er ómetanlegt.“ Fram undan er grillferð í Land- mannalaugar. „Það er gott að fara í svona afslappaðar ferðir á milli erf- iðari ferðanna. Annars er Dranga- jökull eini jökullinn sem ég á eftir að koma á, hann er líka á stefnu- skránni en ég kemst sennilega ekki á hann í vetur.“ Aðspurður um skemmtilega ferða- sögu stendur ekki á Birki. „Við vorum að koma úr Landmannalaugum og erum að keyra við Kirkjufellsvatn. Kærastan var með mér í bílnum og skyndilega kallar hún upp að ég eigi að passa mig. Ég rykkti samstundis í stýrið en passaði mig í vitausa átt og við lentum úti í á. Þð tók fimm tíma að brölta fjörutíu metra í gegn- um ísinn í ánni því ég komst ekki upp á bakkann aftur,“ segir Birkir að lokum. Skilur hversdagsleikann eftir Birkir Jónsson fer ekkert í grafgötur með það að jeppinn hans er leiktæki. Hann notar hann til að komast út fyrir dreifikerfi GSM. Tveir góðir á Snæfellsjökli. Eins og jeppamanna er siður segist Birkir alveg hafa getað farið hærra, hann hafi bara ekki nennt því þennan dag. MYND/BJÖRN ÞÓR JÓNSSON Birkir Jónsson hefur keyrt tvo Wrangler-bíla sína í sjö ár. Núverandi bíll er smíðaður upp úr þeim eldri, sem skemmdist eftir veltu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4x4 Ferðaklúbburinn 4x4 er mjög vin- sæll og heldur uppi frábærri heima- síðu. Mjög athyglisverðar ferðir eru skipulagðar af félaginu, sem dæmi er Heimskautaferð til Kanada. Árgjaldið í félagið er 4.200 krónur. Vefsíða: www.f4x4.is Íslandsrover Félagsskapur fyrir alla Land Rover- eigendur. Skipuleggja ferðir með eigendum Land Rover-bíla og halda úti heimasíðu með gagnlegum upp- lýsingum fyrir þá. Vefsíða: http://www2.ecweb. is/islandrover Stormsveitin Starfsmenn Flugmálastjórnar halda úti Jeppaklúbbi sem kallast Stormsveitin. Vefsíða: http://that.is/jeppaklubbur Heimsgir hf Innan félagsins starfa ýmsar deildir samkvæmt heimasíðu þeirra. Lands- þing félagsins er haldið ár hvert á Þingvöllum. Félagið hefur farið skipulagðar ferðir til útbreiðslu boðskaparins til ýmissa landa úti í hinum stóra heimi. Vefsíða: heimsgir.org 4x3 á flugi Almennur jeppa- og vélsleðaklúbbur í Vík í Mýrdal. Markmið klúbbsins er að stunda heilbrigða og skemmti- lega ferðamennsku uppi um fjöll og firnindi, halda úti heimasíðu um herlegheitin og umfram allt, hafa gaman af lífinu. Félagsgjöld eru eru 500 kr. á ári en um fimmtíu manns eru í félaginu. Vefsíða: www.4x3aflugi.com Gemlingarnir Ungliðar 4x4 klúbbsins hafa heima- síðu þar sem þeir fá að vera áfram ungir og óábyrgir. Á síðunni má finna myndir, spjall o. fl. Vefsíða: www.gemlingarnir.com Jeppaklúbbar Á LANDINU MÁ FINNA MÖRG FÉLÖG SEM TENGJAST JEPPA- MENNSKU. HÉR MÁ SJÁ DÆMI UM NOKKUR FÉLAGASAMTÖK OG KLÚBBA SEM HALDA UPPI HEIMASÍÐUM. Ferðafélög landsins eiga skála sem eru flestir stórir og vel búnir. Yfir sumartímann eru umsjónarmenn í þeim að vetrinum geta ferðamenn haft afnot af þeim gegn vægu gjaldi. Í skálunum eru eldhúsáhöld og þá er olíukynding í þeim flestum. Marg- ir skálar eru í einkaeign og leyfa eig- endur þeirra oft afnot af þeim. Það er þó mjög mikilvægt að þeir sem fá þá lánaða gangi vel um. ALGENGAR REGLUR: – Ganga frá skálanum eins og þið mynduð vilja koma að honum sjálf. – Reykingar eru bannaðar innan dyra. – Ganga vel frá gluggum (ath. að allir gluggar séu vel lokaðir.) – Reisa allar dýnur upp svo vel lofti undir þær og ganga frá dýnum á svefnloftum. – Skrúfa vel fyrir gas á eldavél í eldhúsi, olíu á rafstöð og olíu á olíuofna. – Hreinsa snjó úr útidyrafalsi og ganga vel frá hlerum fyrir dyrum. – Allt rusl og drykkjarumbúðir skal taka til byggða. – Þrífa og læsa salernishúsi. – Slökkva á ljósavél og læsa gámi. – Dýrahald er bannað nema með samþykki annarra skálagesta. – Svefnkyrrð skal vera í skálanum frá kl, 24.00 til kl. 7.00. Skálar á hálendinu Skálaferðir geta verið notaleg ferðalög. Það þurfa samt allir að ganga vel um. Góður félagsskapur er eitt það skemmtilegasta við jeppasportið. ENGIN BYGGÐ ER Á HÁLEND- INU OG ÞAÐ ER ÞVÍ KJÖRIÐ TIL AÐ LENDA Í ALLS KONAR ÆVINTÝRUM. ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Veður og færð á hálendi Íslands eru óútreiknanleg. Auk þess leyn- ist margt undir snjóhulu og því er vissara að vita hvert er verið að fara. GPS-tæki eru tæki sem reikna út staðsetningu sína út frá boðum frá gervitunglum. Skekkjumörkin eru yfirleitt sem nemur hálfri eða heilli bíllengd. Með GPS-væðing- unni opnaðist nýr möguleiki fyrir ferðafólk. Hægt er að tengja tækin við fartölvu með kortagrunni og sum tækin eru meira að segja með innbyggðu korti. Þannig er hægt að sjá jafnóðum hvar maður maður er staddur og í hvaða átt maður er að ferðast. Enn fremur er hægt að nota fyrir fram skilgreinda punkta og ferla til að þræða ákveðnar leiðir af töluverðri nákvæmni. GPS-tæki vara ekki við mis- fellum, klettabrúnum eða öðru slíku. Því getur verið hættulegt að styðjast við það í blindni, til dæmis ef skyggni er ekkert. Enn fremur ættu gott kort og áttaviti alltaf að vera með í för. Sá búnað- ur verður aldrei rafmagnslaus og bilar aldrei. Til hvers er... GPS-tæki? Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. gömlu tryggingafélögin eru með heilsárs binditíma. elísabetu finnst það vera rosalega 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.