Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 28
[ ]Sætar kartöflur eru alltaf að verða vinsælli hjá Íslending-um. Kartöflurnar má matreiða á ýmsan hátt og það er um að gera að skoða uppskriftir eða prófa sig bara áfram. Nei, hér er ekki vín frá framleiðanda Valencia-súkkulaðsins á ferðinni, heldur flauelsmjúkt vín frá Castillo Montroy í Valencia-héraði á Spáni. Vínið passar reyndar mjög vel með súkkulaði, er frekar létt með mildu ávaxtabragði og gott eitt og sér eða með einhverju smánasli á borð við súkkulaði og osta. Vínið er blanda úr hinum dæmigerðu spænsku þrúgum tempranillo og monastrell. Castillo Montroy Valencia Reserva er geymt í þrjá mánuði á eik- artunnum. Vínið er með fallegum rúbínrauðum lit, eðal- bragði sem er kröftugt en þó mjúkt og aðlaðandi. Gott með rauðu kjöti, bragðmiklum réttum og svo auðvitað ostum og súkkulaði eins og áður hefur komið fram. Verð í Vínbúðum er 890 kr. CASTILLO MONTROY: Súkkulaðivín frá Valencia! Er veisla í vændum? 1 flaska 750 ml innan við kr 453* 30 flöskur úr Ámunni = 13.590 kr *flaska + tappi + miði + hetta + 750 ml af þrúgu Sambærilegar léttvín frá ÁTVR 1250 kr flaskan 30 flöskur úr ÁTVR = 37.500 þú sparar 23.910 kr Skeifunni 11d - 108 Reykjavík - Sími: 533-1020 Reykjavíkurvegi 64 - 220 Hafnarfirði - Sími: 533-3070 www.aman.is Fimmtudaginn 30. mars fer fram keppni um titilinn Mat- reiðslumaður ársins 2006 á sýningunni Matur 2006. Fimm kokkar keppa um titilinn og á næstu vikum munu þeir gefa lesendum Fréttablaðsins girnilegar uppskriftir að ýms- um réttum. Fyrsti kokkurinn er Daníel Ingi Jóhannsson á Skólabrú. Daníel hefur ekki keppt áður um titilinn Matreiðslumaður ársins. „Það var alveg kominn tími á það að taka þátt í keppninni en ég hef tekið þátt sem aðstoðarmaður og keppt um titilinn Matreiðslunemi ársins,“ segir Daníel. Daníel kláraði kokkanámið fyrir tæpum þremur árum síðan og hefur unnið á Skólabrú síð- ustu tvö ár. „Það er mjög gott að vera á Skólabrú,“ segir hann. Uppáhaldshráefnið hans Dan- íels er grænmeti. „Ég hef mjög gaman af því að útbúa meðlæti úr grænmeti,“ segir hann. Dan- íel segist líka gera meira af fisk- réttum en kjötréttum. „Ég hef til dæmis mjög gaman af hörpuskel og flatfiski. Svo hef ég gaman af kryddjurtum og nota basil og rós- marín og þess háttar mikið. Ég nota líka chilli mikið, en ferskt krydd er í uppáhaldi hjá mér.“ Daníel segist reyna að vera duglegur að elda heima hjá sér. „Það gefst ekki alltaf tími til þess því við búum bara tvö saman og vinnum bæði mikið.“ Daníel segir að þegar hann eldi heima sé eldamennskan mun einfaldari en þegar hann er í vinnunni og meðfylgjandi er uppskrift að hörpuskelsþynnum með Miðjarðarhafsgrænmeti og blómkálsmauki sem allir ættu að geta eldað. Hörpuskelsþynnur 10 stk. stór hörpuskel Snöggsteikið hörpuskelina á mjög heitri pönnu í olíu. Skerið hverja hörpuskel í þrjár þunnar sneiðar. Blómkálsmauk 2 blómkálshausar 75 g smjör 150 ml vatn 1 sítrónubörkur Blómkálið skorið smátt og svitað í smjöri í 3 mín. með loki. Bætið vatni og sítrónuberki í og sjóðið í 12-15 mín. Maukið í bland- ara og kryddið til. Miðjarðarhafsgrænmeti 1 kúrbítur (zucchini) 1 gul paprika 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 rauður chilli 1/2 fennel 1 rif hvítlaukur 1 knúpur engifer olífuolía Skrælið papriku og kjarn- hreinsið. Skerið allt grænmeti mjög smátt. Eldið fenniku og hvít- lauk í olífuolíunni, bætið engifer út í og síðast papriku og kúrbít. Sítrus sósa 1 egg 1 eggjarauða 100 ml ljós ólífuolía 100 ml Lesieur sítrus ólífuolía 1 msk. sykur eða hunang safi úr 1/2 sítrónu Börkur af 1/2 sítrónu Salt og pipar Hrærið allt nema olíur saman í skál. Þegar allt er vel blandað, hellið þá olíum ofurvarlega út í og pískið hratt þannig að úr verði þykk sósa. Kryddið. Gott er að nota töfrasprota í staðinn fyrir písk þegar verið er að hella olíun- um út í. Gott er að hafa með þess- um rétti smátt rifið jurtasalat úr ferskum kryddjurtum og góðu salati. Grænmeti, fiskur og ferskt krydd í uppáhaldi Daníel Ingi Jóhannsson er kokkur á Skólabrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hörpuskels þynnur með miðjarðarhafsgrænmeti og blómkálsmauki (uppskrift er fyrir ca: 5 manns) Hörpuskelsþynnur með Miðjarðar- hafsgrænmeti og blómkálsmauki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentarNFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.