Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 47
EKIÐ UM ÓBYGGÐIR Bókin Ekið um óbyggðir eftir Jón G. Snæland kom út árið 2003. Í inngangskafla bókarinnar er hægt að finna góðar upplýsingar um ýmislegt sem nauðsynlegt er að vita áður en haldið er til fjalla. Í bókinni er fjallað um bæði þekktar og óþekktar hálendisleiðir, mynd- skreyttar og alls 82 að tölu. Í leið- arlýsingunum er fjallað um mark- verð kennileiti, gistimöguleika, aksturstíma og hverjum leiðarnar eru færar. Lesendur fá því upplýsingar um hvort þeir þurfa breytta jeppa eða komast leiðar sinnar á venjulega jepplingnum. Í bókinni er einnig að finna GPS-punkta og myndskreytta skálaskrá sem telur 115 skála ásamt vaðlýsingum. Í bókinni eru í heildina 400 myndir og fylgir nýja hálendiskort Máls og menningar. UTAN ALFARALEIÐA Í bókinni Utan alfaraleiða eftir Jón G. Snæland er hægt að finna góðar og gagnlegar upplýsingar fyrir alla jeppaeigendur. Bókin er ætluð byrjend- um í jeppamennsku jafnt sem þrautreyndum jeppa- eigendum. Fjallað er í máli, myndum og kortum um 60 spennandi jeppaleiðir, bæði vinsælar og óþekktar. GPS-punktar, aksturstími, þjóðlegur fróðleikur og fleira er einnig að finna í bókinni. Jón er einnig höfundur bókarinnar Ekið um óbyggðir sem fékk góðar viðtökur. Í þessari bók er aðaláherslan lögð á jeppaleiðir í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins sem hægt er að keyra bæði á sumrin og veturna. HÁLENDISHANDBÓKIN Í þessari veg- legu bók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson er að finna öku- leiðir, gönguleiðir og myndksreyttar lýsingar á áfanga- stöðum á hálendi Íslands. Í bókinni eru 350 litprentað- ar ljósmyndir ásamt 30 kortum og ýmsum öðrum gagnlegum upplýsing- um. Bókin leggur áherslu á að kynna óspillta náttúru hálendis Íslands ásamt því að gefa jeppaeigendum góð ráð. Þessi bók hentar mjög vel í hanskahólfið á jeppanum. 13 Einfalt tappasett samanstendur af nál og töppum, sitt á hvað lím- húðuðum eða þá að límið fylgir aukalega. Komi gat á dekk er sárið hreinsað og nálin notuð til að þræða tappa í gatið. Þeir límast svo og bindast við dekkið. Hægt er að gera við frekar stórar rifur með þessum hætti ef þær liggja rétt. Þá eru margir tappar settir í sama gatið og þeir límast hver við annan, auk dekksins. Sumar rifur skyrpa töppunum út jafn- óðum, sökum lögunar þeirra og staðsetningar. Þó að tappar geti verið varanleg lausn á mjög litl- um götum halda stórar viðgerðir sjaldnast lengi. til hvers er... Tappasett? Nýju Magellan GPS-tækin eru nú með íslensku stýrikerfi. Á þetta við Magellan eXplorist 210, eXplorist 500 og eXplorist 600. Allar aðgerðir, hjálparaðgerðir svo og tækniskammstafanir eru nú á íslensku. Mun auðveldara er að læra á tækin þar sem hjálp- araðgerðirnar leiða notandann áfram skref fyrir skref. Segja má að nú sé lítill leiðarvísir inn- byggður í tækin. Einnig er búið að leggja tals- verða vinnu í að íslenska stýrikerfi annarra GPS-tækja frá Magellan og eru þær þýðingar væntanlegar fljótlega. Gefst þá þeim sem eiga eldri Magellan-tæki kostur á að uppfæra þau með íslensku stýri- kerfi. Nánari upplýsingar um íslensk- un tækjanna má finna á heima- síðu AMG Aukaraf ehf á www. aukaraf.is. nýtt } Driflæsingar, spil og teygjuspottar eru allt gagnleg verkfæri. Það geta þó komið upp aðstæður þar sem ekkert annað dugar en gamla góða skóflan. Gott er að hafa skóflu í hverjum bíl, til að hægt sé að hjálpast að við að moka upp bíl, lækka árbakka eða hvað annað sem nauðsyn krefur. Járn- eða álkarlar þurfa ekki að vera eins margir en koma þó oft að notum. Það er súrt að þurfa að að snúa heim eða skilja bílinn eftir vegna lítilvægilegrar bilunar. Oft má laga ótrúlegustu hluti með einföld- um verkfærum, að minnsta kosti þannig að það haldi til byggða. Skrúfjárn í nokkrum stærðum, fastir lyklar, topplyklasett, hamar og tangir eru algjör grunnbúnaður. ekki gleyma... Skóflu og verkfærum ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { jeppaferðir } ■■■■ Bækur um jeppaferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.