Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 65
Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Frítt greiðslukort fyrsta árið Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur, óbundinn með hærri innlánsvöxtum SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu Afsláttur á lántökugjaldi Sérstök bílalán á betri kjörum Vildarþjónusta fyrirtækja Vildarþjónusta fyrirtækja Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! AR G U S 06 -0 05 2 Alltaf að vinna? Fiat lux Í upphafi skapaði Dagur Reykjavík. Reykjavík var þá auð og tóm, og myrk- ur grúfði yfir hundrað og einum, og andi Dags sveif yfir Vatnsmýrinni. Dagur sagði: „Verði ljós í hundrað og einum!“ Og það varð ljós í hundrað og einum. Dagur sá, að ljósið var gott, og Dagur greindi ljósið frá myrkrinu. Og Dagur kallaði ljósið Dag, en myrkrið kallaði hann Vilhjálm. Flugufótur Deiglunnar á deiglan.com Álgerður Álið er orðið hluti af henni [Valgerði Sverr- isdóttur], rétt eins og þessi hvíti verk- takahattur, hún er orðin Álgerður sem með reglulegu millibilli er í kerskálunum að fagna. Allt hennar líf og starf snýst um ál en samt hefur hún enga skoðun á því að eigin sögn, Alcoa og Alcan vilja álið en hún bregst við eins og fröken Rapp- esen, einkaritari Jóakims andar, dugmikil og ómissandi en í raun ekkert pólitísk, skoðanir gera fólk veikt og hún er sterk. Hún er kjarnakona nútímans. Hún gefst aldrei upp og breytir aldrei um stefnu. En henni er alveg sama. Hún ræður en samt þjónar hún, hún er valdamikil og hefur þó engin völd því að völd eru svolítið ljót í lýðræðinu. Þess vegna getur hún ekki brosað öðruvísi en Móna Lísa. Ármann Jakobsson á kistan.is Lítill glamúr Það er ekki mikill glamúr yfir blaða- mennsku á Íslandi, ónei. Allavega ekki ef marka má tilnefningar til blaðamanna- verðlauna sem afhent verða á pressu- balli 18. febrúar. Þarna er vandlega gætt að hafa jafnvægi milli fjölmiðla (DV þó ekki með), en annars virðist vera ein- dregin tilhneiging í þá átt að verðlauna þungar greinar um einhver alvörumál - greinar sem eru alls góðs maklega en maður getur ekki ímyndað sér að neinn hafi nennt að lesa. Það er vissulega virðingarvert þegar blaðamenn setja sig inn í flókin og erfið mál, en þegar það gerist virðist nánast vera regla fremur en hitt að framsetn- ingu sé mjög ábótavant - að maður tali ekki um stíl. Sumt af þessu minnir fremur á skýrslur en blaðagreinar. Það er stóreinkennilegt hvað það er lítils metið í fjölmiðlunum að kunna að tjá sig á skemmtilegri íslensku. Stingur hróplega í stúf við allt blaðrið um ræktun tung- unnar. Egill Helgason á visir.is Það kann að vera að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla frekar um skopmyndamálið en mig langar samt til að gera það. Ég ætla ekki að fjalla um tjáningarfrelsið og stöðu þess í dag heldur lýsa því hvern- ig umfjöllun dagblaða Ruperts Murdoch í Ástralíu um stríðið gegn hryðjuverkum hefur haft áhrif á skoðanir tveggja vina minna syðra. Sá fyrri er íranskur mennta- maður og framkvæmdastjóri. Hann hefur haft áhuga á stjórn- málum allt frá því að molotov- kokteilar voru hafðir við höndina á æskuheimili hans í Íran vildi svo til að liðsmönnum Saddams tækist að brjótast yfir víglínuna og að þorpinu hans. Hann er þó hófsamur í skoðunum og t.a.m. alls ekki á móti Bandaríkjunum, þótt hann minni stundum á að Rumsfeld hafi látið Saddam hafa ólögleg vopn í stríðinu við Íran, og þau orð Kissingers að hann vonaði að Íranir og Írakar héldu áfram að drepa hvorn annan. Hann er gagnrýnnn á stjórnarhætti í Íran og sárnar þegar ég segi honum frá því að íranskur nemandi vin- konu minnar óttist að samlandar hennar í Ástralíu njósni um hana. Hann kveðst trúlaus en er þó afar mótfallinn efnistökum dagblaða Murdochs, sem hafa yfirburða- stöðu syðra, um þátt íslamstrúar í stríðinu gegn hryðjuverkum, sem hann segir hafa alið á neikvæðum staðalímyndum um múslima. Um afstöðu Murdochs til innrásinn- ar í Írak er það að segja að hann studdi við hana á þeim forsendum að í kjölfar hennar myndi olíuverð lækka og þannig stuðla að aukinni framleiðslu og auknum auglýs- ingatekjum fyrir fjölmiðlaveldi hans News Corporation. Í þessu sambandi langar mig til að benda á greinina „Murdoch‘s War“ eftir prófessor Peter Manne á vef Þjóðarhreyfingarinnar (01/12/05). Hinn vinur minn er frá sama heimshluta en kom sem pól- itískur flóttamaður til Ástralíu og var því settur í einangrunarstöð við komuna eins og aðrir slíkir. Þar sá hann m.a. hvernig íslömsk menntakona örkumlaðist í kjölfar aðgerða sem tryggja áttu að hún sæi ekki eitthvað sem gæti endað á prenti. Hefur mörgum ofboðið meðferð ástralskra stjórnvalda á flóttafólki og hefur Malcolm Fraser, forsætisráðerra landsins 1975-83, gagnrýnt John Howard, flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra, fyrir stefnu sína í þeim málum. Sjálfur missti þessi vinur minn bróður sinn í klær ógnarstjórnar og er búinn að sætta sig við að þeir muni aldrei sjást framar. Hann valdi Ástralíu til hugsanlegrar búsetu, þar sem hann taldi að landið væri eitt hið frjálslyndasta og mannúðlegasta í heiminum. Því miður hefur hann orðið fyrir vonbrigðum og er t.d. ósáttur við það sem hann álítur skrumskælingu dagblaða Mur- dochs á íslamskri menningu og sögu. Hann er rólegur maður en skiptir þó skapi þegar talið berst að stríðinu gegn hryðjuverkum, því hann telur að raunveruleg markmið þess séu allt önnur en yfirlýstur tilgangur. Ég tek fram að ég hef ekki rætt við þessa vini mína síðan skopmyndamálið kom upp. Ég leyfi mér þó að fullyrða að þeir myndu aldrei gera flugu mein vegna þessara mynda, því að það væri andstætt hugsjón þeirra um betri og lýðræðislegri heim. Höfundur er fjölmiðlafræðing- ur. Af Murdoch, skrumskælingu og skopmyndum AF NETINU UMRÆÐAN BALDUR ARNARSSON SKRIFAR UM MYND- BIRTINGAR JÓTLANDSPÓSTSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.