Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 71
Færeyski kammerkórinn Tarira
heldur tónleika í Kristskirkju við
Landakot á sunnudaginn. Ein-
leikari á tónleikunum verður hinn
efnilegi íslenski hornleikari Stef-
án Jón Bernharðsson Wilkinson.
Kórinn hefur starfað í tæp fjög-
ur ár og sérhæfir sig í endurreisn-
artónlist og nútímatónlist. Hann
hefur sungið verk eftir færeyska
rithöfundinn William Heinesen,
sem og önnur færeysk og norræn
ljóðskáld, en í þetta sinn eru tón-
leikarnir helgaðir harmaljóðum
upp úr heilagri ritningu. Kórinn
flytur De Lamentatione Jeremi-
ae, eða Harmatölur Jeremíasar, í
þremur mismunandi útgáfum.
Tvö verkanna, sem kórinn flyt-
ur við þennan texta, eru eftir enska
sextándu aldar tónskáldið Thomas
Tallis, en hið þriðja er eftir Robert
White, sem eins og Tallis var uppi
á endurreisnartímanum.
Auk þess flytur kórinn nútíma-
verk eftir skoska tónskáldið James
MacMillan, A Child‘s Prayer, sem
tónskáldið hefur tileinkað fórnar-
lömbum harmleiksins í Dunblane
árið 1996. Þetta sorgarverk er
skrifað fyrir tvo einsöngvara og
blandaðan kór. Kórinn myndar
örlagaþrungið, suðandi baktjald
yfir bænum barnanna, er berast
frá angurværum sópranröddum
einsöngvaranna.
Síðast á efnisskránni er verk
Benjamins Brittens, Prayer II,
sem er hið fyrsta í röð fimm
verka, er Britten samdi við ljóð
Gerards Manleys Hopkins.
Stjórnandi kórsins er Sunleif
Rasmussen, en hann er fyrst og
fremst þekktur utan Færeyja
fyrir tónverk sín. Árið 2003 fékk
hann tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs fyrir fyrstu færeysku
symfóníuna: Symfoni nr 1 „Ocean-
ic Days“.
Tónleikar kórsins í Kristskirkju
hefjast klukkan 16 á sunnudag-
inn.
Færeyskur kór
flytur harmaljóð
FÆREYSKI KÓRINN TARÍRA Nafnið er fengið úr smiðju Williams Heinesen, þar sem kven-
lega draumadísin Tarira er tákn leiks, fegurðar og lista.