Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 13 Rooibos frá Afríku - þrjár tegundir Í rauninni er Rooibos alls ekki te. Það búið til úr rauðum runna sem vex í Cedarberg-fjöllunum í Suður-Afríku. Rooibos er lagað eins og venjulegt te. Djúp-rauður liturinn og mildur ilmur með krydduðum keimi gera tedrykkjuna að notalegri upplifun. Rooibos inniheldur ekki kaffín. RINGGO URRAR Súmötru-tígurinn Ringgo, sem er ættaður frá Súmötru, berar tennurnar í dýragarði í Jakarta. Verð á tígrisdýrabeinum, sem er mjög eftirsótt sem lækningameðal í Austur-Asíu, hefur margfaldast vegna fækkunar dýranna og bættrar verndunar þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-KÓREA, AP Leiðtogi Norður- Kóreu, Kim Jong Il, varð 64 ára í gær og því mikið um hátíðahöld, tónleika og sýningar í kommún- istaríkinu, á sama tíma og spenn- an vex vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Þetta er einn mesti hátíðisdag- ur landsins, en alþjóðadeilur um kjarnorkuáætlun þess og refsiað- gerðir Bandaríkjanna setja mark sitt á hann. Ríkisstjórnin og yfirmenn hersins hafa hvatt almenning til að sýna leiðtoganum stuðning í baráttunni gegn Bandaríkjunum. Í fyrra ákvað Bandaríkjastjórn að beita landið viðskiptaþving- unum og ásakaði norðurkóreskan banka og fyrirtæki um peninga- þvætti, peningafölsun og vopna- framleiðslu. Norður-Kórea hefur ítrekað neitað þessum ásökunum. Jafnframt eru Bandaríkin eitt ríkjanna fimm sem eiga í við- ræðum við Norður-Kóreustjórn um kjarnorkuáætlun landsins, en ríkisrekin fréttastofa sagði þing- mann nýverið hafa lýst því yfir að ekkert yrði frekar úr þeim við- ræðum breyti Bandaríkin ekki stefnu sinni. Kim tók við völdum sem leið- togi landsins eftir föður sinn, Kim Il Sung, en sjálfur hefur hann enn ekki útnefnt arftaka sinn. - smk Hátíðahöld í Norður-Kóreu, en fátækt og alþjóðadeilur skyggja á gleðina: Afmælisveisla leiðtogans Kim Jong Il FJÖLDAFAGNAÐUR Mynd frá hátíðahöldum í Pyongyang í tilefni af afmæli leiðtogans árið 2003. NORDICPHOTOS/AFP VERSLUN Hlutfallslega mestur vöxtur í sölu nýrra bifreiða varð á Íslandi milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt tölum frá erlendum samtökum sem utan um slíkar upplýsingar halda. Sala nýrra bifreiða hérlendis jókst það ár um rúm 40 prósent, heilum 20 prósentum meira en í Danmörku sem kom næst. Sé litið til síðasta árs jókst sala á öllum helstu markaðssvæðum Evrópu þó að heildarsala hafi verið örlít- ið minni en árið 2004. Bifreiðir af Volkswagen-tegund seldust mest en Renault kom þar skammt á eftir. - aöe Bílasala í Vestur-Evrópu: Mestur vöxtur á Íslandi BÍLASALA Jókst um rúm 40 prósent milli áranna 2004 og 2005.. SÖGURITUN Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Hjaltason sagnfræðingur skrif- uðu í vikunni undir samning um ritun fimmta bindis af Sögu Akur- eyrar en Jón er einnig höfundur fyrri bóka í ritröðinni. Efnistök fimmta bindisins mið- ast við árabilið frá 1940 til 1962 og er stefnt á að bókin komi út árið 2010. Jón segir að við ritun fyrri binda af Sögu Akureyrar hafi hann einkum notast við skrifaðar heimildir. Fimmta bindið verði hins vegar að megni til um Akur- eyringa sem enn eru á lífi og því muni hann taka viðtöl við fjölda fólks. - kk Samningur undirritaður: Sagan til ársins 1962 skráð GENGIÐ FRÁ SAMNINGNUM Jón Hjalta- son og Kristján Þór Júlíusson ganga frá samningi um ritun fimmta bindis af Sögu Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Cheney ábyrgur Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whitt- ington, um síðustu helgi. Cheney skaut á Whittington, svo höglin lentu í andliti hans, hálsi og bringu. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.