Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 8
8 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR KOSNINGAR Fjórir framboðslistar eru komnir fram í Árborg: B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri grænna. Bæjar- stjórn er skipuð níu fulltrúum. Gífurleg fólksfjölgun hefur átt sér stað í Árborg á kjörtímabilinu og var hún 6,7 prósent árið 2005. Leiðtogar listanna eru sammála um að helstu vandamál Árborgar séu afleiðingar vaxtarverkja íbúa- fjölgunarinnar. Framsóknarflokk- ur og Samfylking hafa setið saman í bæjarstjórnarmeirihluta á kjör- tímabilinu og hafa meðal annars flýtt áætlunum í skólamálum til að bregðast við fjölguninni. Sjálf- stæðisflokkur hefur setið einn í minnihluta á kjörtímabilinu og gagnrýnir meirihlutann fyrir að hafa ekki brugðist nógu skjótt við fjölguninni. Einnig segja sjálfstæð- ismenn ekki nóg að kenna ríkis- valdinu um og sveitarfélagið verði að taka ábyrgð á vextinum. Aðspurðir um ágreining milli flokka segja allir hinir leiðtogarnir að lítið sé um ágreining en allir gagnrýna þeir D-lista. Jón segir sjálfstæðismenn vera með óábyrga stefnu um skattalækkanir. Þor- valdur segir þá hafa skammast yfir jarðakaupum bæjarstjórnar sem miði að því að tryggja byggingar- land og Ragnheiður segir gagnrýni sjálfstæðismanna á nýtt skipulag vera málatilbúnað. Miklar breytingar eru á efstu sætum lista Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hjá D-lista eru nýir menn í öllum efstu fimm sætum og hjá V-lista eru nýir menn í öllum sætum nema öðru sæti. Hjá Samfylkingunni kemur einn maður nýr inn á lista sem skipar fjórða sætið og oddviti listans dregur sig í hlé. Hjá Framsóknarflokknum kemur einnig nýr maður inn í fjórða sætið og sú sem þar sat seinast færist upp í þriðja sæti. sdg@frettabladid.is SELFOSS Á BÖKKUM ÖLFUSÁR Selfoss er stærsti byggðarkjarninn í Árborg og fjölgaði íbúum þar um 7,9 prósent árið 2005. Fjórir flokkar hafa boðað framboð í Árborg: Íbúum hefur fjölgað mikið síðustu ár ÁRBORG Árborg varð til árið 1998 með sameiningu Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps, Sand- víkurhrepps og Selfoss. Íbúafjöldi sveitarfé- lagsins var 7.002 12. janúar. Sveitarstjórnarkosningar 2002 4.277 á kjörskrá vorið 2002. 3.564 greidd atkvæði, 83,3 % þátttaka. 100 auð eða ógild atkvæði. Listi Framsóknarflokksins (B) 963 atkv., 3 fulltr. Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 869 atkv., 2 fulltr. Listi Samfylkingarinnar (S) 1.412 atkv., 4 fulltr. Listi Vinstri hreyfing.- græns framb. (U) 220 atkv., 0 fulltr B-listi Framsóknarflokks og S-listi Samfylkingarinnar mynda meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn: 9 Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks Þorvaldur Guðmundsson Einar Pálsson Margrét K. Erlingsdóttir Bæjarfulltrúar Samfylkingar Ásmundur S. Pálsson Torfi Áskelsson Ragnheiður Hergeirsdóttir Gylfi Þorkelsson Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks Páll Leó Jónsson Halldór Valur Pálsson Bæjarfulltrúar vinstri grænna Enginn, náðu ekki inn manni KOSNINGAR 2006 Efstu menn B-lista 1. Þorvaldur Guðmundsson b.fulltrúi, kennari 2. Margrét K.Erlingsd. b.fulltrúi, atvinnurek. 3. Björn Bjarndal Jónsson framkvæmdastjóri 4. Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri 5. Helgi Haraldsson svæðisstjóri Efstu menn S-lista 1. Ragnheiður Hergeirsd., b.fulltrúi, framkv.stj. 2. Gylfi Þorkelsson, b.fulltrúi, kennari 3. Þórunn Elva Bjarkad. stjórnmálafr., kennari 4. Böðvar Bjarki Þorsteinsson aðst.skólastj. 5. Torfi Áskelsson b.fulltrúi, framkvæmdastjóri Efstu menn D-lista 1. Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri 2. Þórunn Jóna Hauksdóttir framhaldsskólak. 3. Snorri Finnlaugsson svæðisstjóri 4. Elfa Dögg Þórðardóttir garðyrkjufræðingur 5. Grímur Arnarson framkvæmda- stjóri Efstu menn V-lista 1. Jón Hjartarson, fyrrverandi framkvæmdastj. 2. Hilmar Björgvinsson, aðstoðarskólastjóri 3. Sigrún Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari 4. Alma Lísa Jóhannsdóttir, deildarstjóri 5. Andrés Rúnar Ingason, húsvörður Ragnheiður Hergeirsdóttir S-lista: Viðhalda aðdráttaraflinu Ragnheiður Hergeirsdóttir framkvæmda- stjóri skipar efsta sæti lista Samfylkingar og hefur setið í bæjarstjórnarmeirihluta ásamt Framsóknarflokknum. Fjölskyldumálin eru efst á baugi hjá S-lista. „Við viljum setja aðgerðaáætlun í málefnum aldraðra,“ segir Ragnheiður og bætir við að S-listinn vilji að málefni aldraðra færist til sveitarfélaga því ekki fari vel á að þjónustan sé á hendi tveggja stjórnsýslustiga. „Það er alvarlegt ástand í málefnum aldraðra í dag.“ S-listinn vill að sögn Ragnheiðar fara í framtíðaruppbygg- ingu á frístundasvæðum ásamt viðhaldi á þeim sem fyrir eru. „Í skipulagsmálum þarf að taka mið af því að byggð geti þróast í öllu sveitarfélaginu svo það hafi áfram það aðdráttar- afl sem það hefur haft.“ Ragnheiður segir S-lista vilja efla nám á öllum stigum og háskólamálin séu þar ofarlega á baugi. Núna velti það á samkomulagi við ríkið að íbúar Árborgar geti stundað háskólanám í heimabyggð. Jón Hjartarson fyrrverandi framkvæmda- stjóri er efstur á lista Vinstri grænna. Helstu stefnumál V-lista eru umhverfis- og skipulagsmál, menntamál og fjölskyldumál og telur Jón mikið verk að vinna í þessum málaflokkum. Jón segir þörf á heildstæðri stefnumótun í umhverfismálum og segist sjá fyrir sér að Árborg geti orðið leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum. „Við viljum gera úttekt á stöðu umhverfismála í Árborg til að sjá hver staðan er.“ V-listi vill stofna háskólasetur Suðurlands í Árborg sem verði sjálfseign- arstofnun. „Setrið gæti orðið nokkurs konar regnhlíf fyrir allar vísinda- stofnanir á Suðurlandi.“ Jón segir mikið af úrlausnarefnum fylgja þeirri bylgju fólksfjölgunar sem hefur verið í Árborg og mikilvægt sé að auka atvinnustarfsemi á svæðinu. „Við leggjum áherslu á eflingu matvælaframleiðslunnar á grundvelli þess að við erum í miðju öflugasta landbúnaðarhéraðs Íslands. Jón Hjartarson V-lista: Stofnun háskólaseturs Eyþór Arnalds D-lista: Vilja lágmarka álögur Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Árborg, segir að markmið Sjálfstæðisflokksins sé að fara úr því að vera minnsti flokkurinn í bæjarstjórn yfir í að verða sá stærsti en Eyþór hefur setið einn í minnihluta á kjörtímabilinu. Þau þrjú mál sem D-listi setur á oddinn í kosningabaráttunni snúa að því að taka á fólksfjölguninni og lækkun álagna á heimili og fyrirtæki og taka aðalskipulagið til endurskoðunar. Eyþór segir bæjarstjórnar- meirihlutann hafa stórlega vanmetið íbúafjölgunina. Þörf sé á endurskoðun aðalskipulags til að mæta þessari fólksfjölgun. „Við viljum taka á móti þeim straumi sem er að koma til Árborgar og bjóða upp á viðeigandi þjónustu.“ Einnig vilja sjálfstæðismenn lágmarka álögur á heimili og fyrirtæki svo þau verði samkeppnisfær við vaxtarsvæðin í Reykjanesbæ og á Akranesi. Þorvaldur Guðmundsson B-lista: Öflug uppbygging áfram Þorvaldur Guðmundsson framhaldsskóla- kennari leiðir lista Framsóknarflokks í Árborg. Þorvaldur hefur setið í meirihluta bæjar- stjórnar á kjörtímabilinu ásamt Samfylking- unni og segir stefnu B-lista að halda áfram þeirri uppbyggingu sem verið hafi á nánast öllum sviðum. „Okkur hefur tekist að gera þetta sveitarfélag mjög eftirsótt og hröð uppbygging hefur til dæmis átt sér stað í skólamálum.“ Þorvaldur segir að biðlistar á leikskóla séu horfnir og með nýjum leikskóla sem er í bygg- ingu verði leikskólarými tryggt til nokkurra ára. Auk mennta- mála leggur B-listi áherslu á fjölskyldumál, öldrunarmál og skipulags- og umhverfismál. „Við höfum nýlokið við nýtt aðalskipulag sem er framsækið og áhugavert. Aðalnýungin er svonefnd búgarðabyggð sem er alveg nýr valkostur í búsetu.“ Þorvaldur segir mikla samvinnu hafa verið við ríkið og nefnir sérstaklega hjúkrunarmál og samgöngumál. Árborg SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 UMHVERFISMÁL Niðurstöður umfangs mikilla rannsókna á loft- dreifingu og umhverfisáhrifum frá álverinu sem nú er verið að byggja á Reyðarfirði sýna að áhrif útblásturs frá álverinu séu innan allra viðmiðunarmarka og staðla sem miðað er við. Þetta kemur fram í frummats- skýrslu sem var kynnt í gær á blaðamannafundi. Niðurstöðurnar sýna að áhrif útblásturs á heilsufar fólks séu hverfandi. Vistfræðileg áhætta fyrir fugla og spendýr er einnig hverfandi en hætta er á lítilshátt- ar breytingum á gróðri í næsta nágrenni við álverið. - sdg Áhrif útblásturs álvers Alcoa: Innan viðmið- unarmarka BANDARÍKIN, AP Al-Kaída leiðtogar misstu einhverja stjórn á hryðju- verkanetinu á síðasta ári vegna handtöku og dauða nokkurra helstu skipuleggjenda þess, en netið er samt eftir sem áður helsta hryðjuverkaógnunin sem steðjar að Bandaríkjunum og bandamönn- um þess, kom fram í skýrslu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í gær. Ráðuneytið stendur að útgáfu þessarar skýrslu árlega, en hún tiltekur hryðjuverk um allan heim og hættuna sem Bandaríkjamenn telja af þeim stafa. Í nýju skýrsl- unni eru sex lönd skilgreind sem stuðningsaðilar hryðjuverka: Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Súdan og Sýrland. Af þeim er Íran sagt vera virkast í stuðningi við hryðjuverkamenn og er fullyrt að Byltingarvörðurinn og innanríkis- og varnarmálaráðuneyti Írana hafi beinlínis staðið að skipulagn- ingu og stuðningi við hryðjuverk. Í skýrslunni kom fram að um 11.000 hryðjuverk hafi verið fram- in um heim allan í fyrra og í þeim hafi 14.600 manns farist. Þó töl- urnar hafi nær fjórfaldast frá árinu 2004 segja höfundar aukn- inguna liggja í nýrri aðferð við að telja harmleikina. Höfundar skýrslunnar vara jafnframt við því að stríð Banda- ríkjanna gegn hryðjuverkum muni líklega standa í fjölmörg ár, því ungir róttæklingar noti netið við skipulagninguna og „óvinur- inn“ sé fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum. - smk Ný skýrsla Bandaríkjastjórnar um hryðjuverk: Spá löngu stríði HRYÐJUVERK Árásirnar á Bandaríkin í sept- ember 2001 hafa haft víðtæk áhrif. VEISTU SVARIÐ 1 Af hvaða tilefni eru íslensku forseta-hjónin í Svíþjóð? 2 Hvað hagnaðist Landsbankinn um marga milljarða vegna sölu á hlut sínum í Carnegie? 3 Hvaða lið leika til úrslita í Evrópu-keppni félagsliða í fótbolta? SVÖRIN ERU Á BLS. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.