Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 72
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR40 Það er komið sumar... sól í heiði skín... Sumarið er tími gleðinnar og góða skapsins. Þá brjóta menn upp daglegt mynstur, breyta út af vananum og gera eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu. Fréttablaðið forvitnaðist um sumarplön nokkurra Íslendinga og gefur hér einnig nokkrar hugmyndir af hlutum sem gaman er að taka sér fyrir hendur í sumar. Fjölþjóðleg sumarbústaðavist „Í júní ætla ég að eyða tíma með börnum, tengdabörnum og barna- börnum en ég á orðið mjög alþjóð- lega fjölskyldu. Sonurinn minn sem býr í Englandi með franskri konu kemur þá til landsins og dótt- ir mín sem á enskan mann verður einnig í fríi á þessum tíma og saman ætlum við í fjölþjóðlega- sumarbústaðavist í Borgarfjörð. Annars mun ég að mestu nýta sumarið í golf og í það að halda við hinum stóra garði mínum. Í haust er svo stefnan tekin suður á bóg- innn en ég hef haft það fyrir sið að fara í sólina á haustin. Þá les maður bók á dag og slappar af fyrir jólabókarvertíðina. Ég hugsa að stefnan verði tekin á Króatíu eða Tyrklands að þessu sinni.“ Sigurður Svafarsson, útgáfu- stjóri Eddu Húsbyggingar og lundaveiði „Sumarið byrjar á ferð til Rúss- lands og Tallín með lögreglukórn- um þar sem kórinn mun taka þátt í kóramótum á báðum stöðum og halda tónleika. Sumarfríinu mun ég annars að mestu eyða á Grund- arfirði þar sem ég ætla að hjálpa syni mínum við húsbyggingar. Síðan ætla ég til Vestmannaeyja á lundaveiðar í Bjarnarey. Svo er aldrei að vita nema maður fari nokkrar ferðir út á land með felli- hýsið.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn Ævintýraleg bátsferð og sýning „Sumarið fer að mestu í að undir- búa sýningu sem ég stend fyrir ásamt fjórum öðrum listamönnum á eylandi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verður stór ævintýrasýning og eitt af mínu framlagi á þessa sýninguna verða myndir af vitum sem ég hef verið að taka síðastlið- in þrjú ár. Þar sem ég er mikill ævintýramaður þá er ég líka að skipuleggja stóra ævintýraferð sem felst í því að sigla hringinn í kringum Íslands á sjóspýttbát og slá þannig hraðamet. Jafnvel er hugmyndin að sigla frá Skotlandi til Íslands á þessum sama báti en það er verið að smíða hann þar.“ Friðrik Örn Hjaltested, ljós- myndari Legoland og fjarðarbyggð „Ég ætla ferðast vítt og breitt um Austurland því þar er svo margt spennandi sem við eigum eftir að prófa. Við ætlum t.d. að reyna að kom- ast í gönguferð í Stórurðina sem er staðsett við rætur Dyrfjalla og er ein af mörgum földum perlum Austurlands. Svo eru siglingar og stanga- veiði að hefjast í Fjarðabyggð og það gæti verið gaman að fara með fjölskylduna í siglingu. Síðan langar okkur að ganga upp að Hengifossi og jafnvel Strútsfossi. Seinna í sumar höfum við hugsað okkur að prófa að ferð- ast með ferjunni frá Seyðisfirði til Danmerkur og taka þar sumar- hús á leigu og ferðast um landið á eigin bíl Það hefur lengi verið draumur að fara með börnin í Legoland og fleiri skemmtigarða og skoða sig betur um í Dan- mörku.“ Katla Steinsson, hjá markaðs- stofu Austurlands ����������������� ��������������������� H ö n n u n , m y n d l i s t , a r k i t e k t ú r ? Fornámsdeild umsóknarfrestur er til 26.mars Myndlistaskólinn í Reykjavík b••ur upp á árs nám skólaári• 2004- 2005 til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. Námi• er 39 einingar og skipulagt me• hli•sjón af a•alnámsskrá framhaldsskóla. Umsækjendur skulu vera or•nir 18 ára og hafa loki• framhalds- skólanámi e•a 104 einingum í almennum greinum. Inntökupróf fara fram 24. og 25. apríl 2004. Æskilegur undirbúningur: námskei• í myndlistaskóla e•a áfangar úr framhaldsskóla s.s. SJL 103 og SJL 203, módelteikning, hlutateikning e•a lita/formfræ•i. Umsóknarey•ublö• fást á skrifstofu og heimasí•u skólans. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14-18 og fös.kl.14-17. Sími 551 1990 og 551 1936. Fax 551 1926. Netfang: mynd@myndlistaskolinn.is.Veffang: myndlistaskolinn.is H Ö N N U N , M Y N D LI ST , A R K IT EK T Ú R ? MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK býður upp á heilsdagsnám í tveim deildum skólaárið 2006 – 2007, til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. KERAMIKKJÖRSVIÐ 21 einingar, í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík. MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM 39 einingar, skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla. Inntökupróf fyrir Myndlista- og hönnunarsviðið verður haldið laugardaginn 27. maí. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 17. MAÍ Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði deildanna er að finna á heimasíðu skólans. og KERAMIKKJÖRSVIÐ www.myndlistaskolinn.is • mynd@myndlistaskolinn.is • fornam@myndlistaskolinn.is Allir kennarar skólans eru starfandi mynd- listamenn, hönnuðir eða arkitektar. MÓDEL- TEIKNING 5 daga námskeið, 15. - 19. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.