Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 10
10 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LY F 32 43 5 0 4/ 20 06 Á námskeiðinu er farið yfir grundvallar- atriði þess hvernig þú öðlast heilbrigða matarlyst, grennist og viðheldur kjörþyngd, lærir að meðhöndla hráefni og matreiða bragðgott heilsufæði, uppgötvar hvernig rétt næring virkar í líkamanum, færð leiðbeiningar um notkun bætiefna, frábærar uppskriftir og leiðbeiningar um mataráætlun. 10 grunnreglurTM Tveggja daga námskeið fyrir byrjendur Bókun í síma 692 8489 eða á namskeid@10grunnreglur.com Nánari upplýsingar á www.10grunneglur.com Kennarar: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþera- pisti D.E.T. og Umahro Cadogan, matlistamaður af guðs náð. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 2. og fimmtudaginn 4. maí frá 19.00 til 23.00 í Heilsuhúsinu Smáratorgi. Verð aðeins 10.000 kr. Innifalinn er dýrlegur málsverður, gögn, uppskriftir, góð ráð og afsláttur í Heilsuhúsinu. HEILBRIGÐISMÁL Skuldir Landspít- ala - háskólasjúkrahúss voru greiddar niður um hálfan milljarð á síðasta ári. Jafnvægi náðist í rekstri spítalans, að því er fram kom á nýafstöðnum ársfundi hans. Fjárheimildir og sértekjur árs- ins námu tæpum 29 milljörðum og heildargjöld rúmum 29 milljörð- um á árinu 2005. Gjöld umfram tekjur voru 33 milljónir. Þá kom fram að raunkostnaður við rekstur LSH hefði verið óbreyttur í sex ár. Heimsóknum á dag- og göngu- deildir spítalans hefur fjölgað árlega í takt við fækkun innlagna á sólarhringsdeildir spítalans og styttri meðallegutíma. Þá hefur heimsóknum á slysa- og bráðamót- tökur spítalans einnig fjölgað á hverju ári. Skurðaðgerðum hefur fjölgað ár frá ári og hjartaþræðing- um og kransæðavíkkunum hefur fjölgað umtalsvert. Meiri afköst spítalans skila sér í styttingu nán- ast allra biðlista eftir þjónustu hans. Í mörgum sérgreinum er alls engin bið, í öðrum er vinnulisti sem er styttri en þrír mánuðir og í örfá- um sérgreinum er bið of löng þótt hún hafi styst umtalsvert. - jss Rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss í jafnvægi: Greiddu 500 milljóna skuldir 2000 6.229.705 2001 6.454.168 2002 6.534.318 2003 7.024.599 2004 6.730.474 2005 6.981.865 * Á föstu verðlagi 2005 í þús. kr. Rekstrargjöld 2000-2005 ÁRSFUNDUR 2006 Þau kynntu rekstr- arstöðu Landspítalans f.v. Jóhannes M. Gunnarsson, Anna Lilja Gunnarsdóttir og Magnús Pétursson. JERÚSALEM, AP Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, vill að gerðar verði miklar breytingar á Atlantshafsbandalag- inu með það að markmiði að banda- lagið geti beint kröftum sínum gegn herskáum íslamistum. Aznar vill meðal annars að þrem- ur ríkjum, Ísrael, Japan og Ástral- íu, verði veitt aðild að bandalaginu til þess að auðveldara verði að ná fram þessu markmiði. Aznar viðraði þessar hugmynd- ir sínar í grein sem birt var í ísra- elsku tímariti á fimmtudag, sama dag og leiðtogafundur NATO hófst í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Þar hittust utanríkisráðherrar allra NATO-ríkjanna, þar á meðal Geir Haarde. „NATO verður að átta sig á þeim breytta veruleika sem við búum við í hernaðarmálum, að við eigum í stríði vegna þess að óvinir okkar hafa lýst því yfir gegn okkur,“ skrifar Aznar, sem var forsætisráðherra Spánar árin 1996 til 2004. Andstæðingurinn sem Aznar talar um er herská samtök ísla- mista á borð við al-Kaída. „Það er nauðsynlegt að vernda gildismat okkar og lífsmáta gegn nýrri hættu: íslamskri öfgastefnu og hryðjuverkastefnu,“ segir Aznar í grein sinni. - gb Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar: Vill Ísrael í NATO LEIÐTOGAFUNDUR NATO Í BÚLGARÍU Fyrrverandi forsætisráðherra Spánar vill að NATO beini kröftum sínum fyrst og fremst gegn herskáum íslamistum og hryðjuverkasamtökum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ef þú tryggir þér nýjan Camp-let tjaldvagn fyrir 15. maí fylgja aukahlutir að verðmæti 25.000 með. Enn ein ástæðan til að tryggja sér þennan einstaka tjaldvagn. Nýr Camp-let tjaldvagn á sérstöku tilboði! Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is ��������������� ����������� �������������� ���������� ����������������� ����������������������� ������������������� ���������� �������������������� ������������ ������������������������ ���������������� ������������������ �������������������� ����������������� STJÓRNMÁL Nýr Reykjavíkurflug- völlur verði byggður í austurjaðri borgarinnar, á Hólmsheiði, með góðum tengingum við Suðurlands- veg, Reykjanesbraut og Vestur- landsveg. Staðsetning og umfang nýs Landspítala - háskólasjúkra- húss verði endurmetin og Mikla- braut verði lögð í stokk milli Snorra- brautar og Kringlumýrarbrautar. Þessi atriði eru meðal stefnu- mála umfangsmikillar málefna- skrár sem frambjóðendur Vinstri grænna til borgarstjórnarkosninga kynntu á fundi með blaðamönnum í gær. „Hvað varðar Landspítalann hafa á undanförnum mánuðum komið fram athugasemdir, sérstak- lega frá heilbrigðisstarfsfólki, um þessa miklu uppbyggingu sem fyr- irhuguð er,“ sagði Árni Þór Sigurðs- son. „Nær sé að nota þessa fjármuni frekar í uppbyggingu grunnþjón- ustu, svo sem í heilsugæslunni, á hjúkrunarheimilum og þess háttar. Við teljum að þessi sjónarmið eigi það skilið að farið sé yfir þessa hluti aftur. Íbúasamtök í næsta nágrenni hafa bent á að umfang byggingar- innar sé allt of mikið og passi ekki inn í þann mælikvarða sem gamla byggðin í Þingholtunum er.“ Á meðal annarra stefnumála Vinstri grænna er að efla hjólreið- ar í höfuðborginni og leggja braut- ir meðfram öllum meginleiðum. Jafnframt verði stuðlað að stór- bættum almenningssamgöngum. Á fundinum kom fram að nágranna- sveitarfélögin, utan Hafnarfjarðar, hefðu ekki gengið í takt við Reykja- víkurborg hvað varðaði aukin útgjöld vegna bættrar þjónustu Strætó bs. Í máli Þorleifs Gunn- laugssonar kom fram að vilji stæði til þess hjá Vinstri grænum að endurvekja Strætisvagna Reykja- víkur ef ekki yrði breyting á í þess- um þætti samstarfs þeirra sveitar- félaga sem standa að rekstri Strætó bs. Svandís Svavarsdóttir, oddviti listans í borgarstjórnarkosningum, lagði áherslu á að málefnaskrá VG byggði á félagslegu réttlæti og aðgengilegu samfélagi þar sem tak- markið væri að allir fengju lifað með reisn alla ævi. „Lykilorð Vinstri grænna eru þátttaka, lýðræði, aðgengi,“ sagði hún og bætti við að mikill slagkraft- ur væri í framboði VG til borgar- stjórnarkosninganna komandi. jss@frettabladid.is FRAMBJÓÐENDUR VINSTRI GRÆNNA Efstu menn á lista frambjóðenda vinstri grænna til borgarstjórnarkosninganna komandi kynntu stefnuskrá sína á fundi með fréttamönnum í gær. Flugvöll á Hólmsheiði Frambjóðendur vinstri grænna í borgarstjórnarkosningum vilja að nýr flugvöll- ur verði settur niður á Hólmsheiði. Þá vilja þeir Miklubrautina í stokk, endur- mat á staðsetningu byggingar Landspítala og eflingu almenningssamgangna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.