Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 33
Fuglaskoðunarferð verður farin á vegum Ferðafélags Íslands í samvinnu við Fuglavernd þann 13. maí næstkomandi. Jóhann Óli Hilmarsson verður fararstjóri og skoðað verður fuglalíf í Hafnarfirði og á Reykjanesi. Nánari upplýsing- ar má nálgast hjá Ferðafélaginu. Rýmingarsala stendur nú yfir í Tölvulistanum á sýningarfartölvum og fartölvum sem eru lítillega útlitsgallaðar. Vélarnar vinna þó fullkomlega og eru allar með tveggja ára ábyrgð. Kjörið tækifæri til að fá sér ódýra fartölvu eins og virðist vera til á öðru hverju heimili. Rýmingarsalan stendur á meðan birgðir endast. Bestu bílarnir með tilliti til eldsneytisneyslu, hagkvæmni og notagildi í öllum stærðar- flokkum voru nýlega valdir af CNN-fréttastofunni. Niðurstöðurnar eru fróðlegar og má nálg- ast á heimasíðunni cnn.com/AUTOS. Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 29. apríl, 119. dagur ársins 2006 Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.07 13.25 21.45 Akureyri 4.40 13.10 21.42 ALLT HITT [ FERÐIR, HEIMILI OG BÍLAR ] Jón Kr. Stefánsson er sölustjóri nýrra bíla í Bílabúð Benna. Þar hefur hann unnið í rúm tíu ár. Áður en Jón gekk til liðs við Benedikt í Bíla- búð Benna rak hann eigin bílasölu á Bílds- höfða. Í nokkur ár hafði hann selt notaða bíla sem Benedikt hafði áskotnast. „Benni hringdi svo í mig um áramótin ´95-´96 og spurði mig hvort ég vildi taka þátt í nýju verkefni sem hann var að fara út í,“ segir Jón. „Hann var að hefja innflutning á Musso bifreiðum og vildi fá mig með sér í það.“ Úr varð að Jón seldi bílasöluna og hóf störf hjá Bílabúð Benna. Það er ákvörðun sem hann segist ekki sjá eftir. Af þeim 3.000 bílum sem Jón hefur kynnt og átt þátt í að selja er ein tegund sem lætur aðrar tegundir fölna í samanburði. „Það er ósanngjarnt gagnvart öðrum framleiðendum að bera bíla þeirra saman við Porsche,“ segir Jón. Hann keyrir samt sem áður ekki um á Porsche. Jón er fjölskyldumaður og ferðast mikið með alla hersinguna þvers og kruss um landið. „Ég á Musso jeppa en ég er búinn að keyra allar gerðir slíkra jeppa, sjálfskipta, beinskipta og alla vega breytta. Ætli þetta séu ekki orðnir 500.000 km á tíu árum í Musso,“ segir Jón. Eftirminnilegasta atvikið á ferli Jóns var þegar hann fór í kynnisferð til Portúgals á vegum Porsche. „Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert var þegar ég, nafni minn Eyj- ólfsson, og Benni fórum í smá kappakstur. Við vorum allir á Porsche og keyrðum níu hringi á braut sem fram til 1999 var notuð í Formúlu 1 kappakstri en er nú notuð í Formúlu 3000,“ segir Jón. Það vildi þannig til að Jón var á rás- pól og Benedikt var í næsta bíl. „Svo var bara kappakstur,“ segir Jón. Þó svo að Benedikt vilji meina að þetta hafi ekki verið mikill kappakstur, of fáir hringir og að Jón hafi byrj- að á undan var Jón óumdeilanlega fyrstur yfir endamarkið. „Það er ólýsanleg tilfinning,“ segir Jón. „Það ættu allir að fá að prófa þetta. Keyra yfir endalínuna á Porsche á 250 km hraða með yfirmanninn á eftir sér.“ tryggvi@frettabladid.is Á 250 km hraða Jón Kr. Stefánsson segir sitt eftirminnilegasta atvik í bíl vera þegar hann keyrði Porsche á 250 km hraða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. BÆTTIR AKSTURSEIGINLEIKAR Megane II phase 2 línan frá Renault er frumsýnd hjá B&L í dag. BÍLAR 2 RÚMIN LÁTA FÓLKI LÍÐA VEL Vönduð rúm og springdýnur eru aðalsmerki fyrirtækisins RB rúm sem framleitt hefur þessa vöru í sextíu ár. HEIMILI 5 TAKTU NÆSTA SKREF ATVINNUHÚSNÆ‹ISLÁN F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa á atvinnuhúsnæ›i. Lánin eru ver›trygg› og geta numi› allt a› 75% af kaupver›i fasteignar. fiú velur húsnæ›i› sem hentar flér – okkar markmi› er a› veita framúrskarandi fljónustu á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. fiú vinnur betur í eigin húsnæ›i! ALLT A‹ LÁNS HLUTFALL 75%LÆGRILÁNTÖKU KOSTNA‹UR fiEKKING & fiJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.