Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 76
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR44 Fyrsta gervigreindarhátíðin á Íslandi verður haldin í Borgarleikhúsinu í dag. For- sprakkar hátíðarinnar eru Krist- inn Þórisson og bróðir hans Hrafn Þorri Þórisson ásamt nemendum úr Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík. Kristinn er með dokt- orsnafnbót í gervigreind frá MIT í Bandaríkjunum og Hrafn Þorri er formaður ISIR, Félags Íslands um gervigreind, sem verður stofnað formlega á hátíðinni. „Við höfum reynt að safna saman fulltrúum allra þeirra sem eru að vinna í gervigreind á land- inu,“ segir Kristinn, sem stýrir gervigreindarsetri HR en þar eru um fimmtán nemendur að rann- saka og þróa gervigreind. Gervigreindin er að ryðja sér til rúms í hinum ýmsu kimum mannlífsins og Kristinn segir að verkefnin séu býsna fjölbreytt. „Þetta er hálfgerður vísinda- skáldskapur en það gerir þetta svo spennandi og með Gervigreindar- hátíðinni erum við að vekja athygli á því að „framtíðin er núna“, þótt hún birtist manni ekki alltaf í þeirri mynd sem maður hafði ímyndað sér. Það er nú þegar farið að selja gervigreind vélmenni inn á heimili og gervigreindin leynist í hinum ýmsu heimilistækjum eins og ljósmyndavélum og þvottavél- um. Gervigreindin er samt ennþá talsvert mikið undir húddinu, ef svo má að orði komast, en húddið mun opnast á næstu þremur til fimm árum og fólk fara að sjá gervigreind á ólíklegustu og meira áberandi stöðum. Möguleikarnir eru óþrjótandi og allt miðar þetta ekki síst að því að gera líf okkar léttara og þægilegra.“ Kristinn segir Gervigreindar- setrið einbeita sér að fjórum áherslusviðum. „Við vinnum með leiki, rauntímasamskipti við vélar, sýndarheima og sýndarveruleika og róbóta og svo vélmenni sem eru beinlínis vélar í mannslíki. Þetta eru allt ákaflega spennandi vaxtarbroddar.“ Forláta vélhundur og róbot halda til á Gervigreindarsetrinu og eru þangað komnir frá Japan. „Japanir smíða fyrirmyndar verk- færi hvað vélbúnaðinn varðar en það kemur í okkar hlut að bæta vitinu við. Oft felur þetta í sér áhugavert samstarf þeirra sem hafa unnið mikið með vélbúnað og svo okkar sem erum í raun að búa til heilann í tækin.“ Gervigreind kemur oft við sögu í vísindaskáldskap og kvikmynd- um og þá oftar en ekki í neikvæðu ljósi og nægir í því sambandi að nefna myndirnar um Tortímand- ann þar sem vélarnar snúast gegn skapara sínum og reyna að útrýma mannkyninu. Kristinn hefur þó takmarkaðar áhyggjur af þessu. „Línurnar eru alltaf að skýrast varðandi ógn þekkingar okkar á þessum sviðum og við erum nú farin að sjá raunveruleg dæmi um þessi fyrirbæri úr vísindaskáldsög- um og bíómyndum. Við þurfum að hafa það í huga að það er reginmun- ur á gervigreind og til dæmis líf- tækni hvað varðar hættur og ógnir. Munurinn er svipaður og á nagla- byssu og hundi. Gervigreindin er eins og naglabyssan en líftæknin eins og hundurinn sem er með innra eðli sem við skiljum ekki alltaf og getur gert ófyrirsjáanlega hluti. Naglabyssan gerir mjög lítið af slíku þannig að hér er um eðlismun að ræða. Óttinn við að gervigreind- in fari úr böndunum er fyrir hendi en það er miklu eðlilegra að byrja á að hafa áhyggjur af líftækninni. Við förum þó að sjá alls konar tæki sem munu geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir á næstu árum, sjálf- stýrandi bíla til dæmis, en það er okkar hlutverk að upplýsa þjóðfé- lagið um möguleikana sem felast í gervigreindinni og þær hættur sem vissulega eru fyrir hendi þar sem þetta er öflug tækni. Við vonum því að sem flestir leggi leið sína í Borg- arleikhúsið í dag, þar sem dagskrá- in byrjar klukkan 13.“ Nánari upplýsingar má finna á: http://ailab.ru.is/events/2006/hatidin. Gervigreindin verður í askana látin KRISTINN R. ÞÓRISSON Lauk fyrstur Íslendinga doktorsprófi í gervigreind og fæst við spenn- andi verkefni henni tengd ásamt nemendum í Háskólanum í Reykjavík. BESTI VINUR MANNSINS Þessi gervigreindi hundur er ekki líklegur til þess að bíta húsbónda sinn enda álíka hættulegur og rafmagnstannbursti. Hann verður til sýnis á gervigreindarhátíðinni í Borgarleikhúsinu. RÓBÓTINN Er frá Japan en Kristinn og hans fólk hafa aukið greind hans í gervigreindar- setrinu. Gervigreind er stöðugt að ryðja sér til rúms í daglegu lífi og mun verða enn almennari á næstu árum þegar heimilistæki fara í auknum mæli að taka sjálf- stæðar ákvarðanir. Hinir ýmsu angar gervigreindarinnar verða kynntir í Borgar- leikhúsinu í dag. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Kristin Þórisson, sem fer fyrir Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.