Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 32
Inga Dóra er forseti kennslu-fræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík en deildin tók til starfa síðasta haust. Eins og nafnið bendir til eru kennslu- og lýðheilsufræði kennd við deildina og er markmið hennar að mennta kennara og annað fag- fólk sem vill sinna stefnumótun, stjórnun og rannsóknum í lýð- heilsu og hafa með því áhrif á hag og líðan fólks. Sérstök áhersla er lögð á málefni barna og ungmenna. Meginhlutverk Háskólans í Reykjavík er að efla samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs og segir Inga Dóra nýju deildina falla vel að því hlutverki. „Menntun barn- anna okkar og efling heilsu þeirra og velferðar er grunnur samfé- lagsins. Það blómstra engin við- skipti ef einstaklingarnir eru ekki heilbrigðir.“ Inga Dóra segir að við uppbyggingu deildarinnar hafi það verið haft að leiðarljósi að reyna ekki að finna upp hjólið. Kannað var hvar í heiminum best væri staðið að kennslu á þessum sviðum og efnt til samstarfs við viðkom- andi skóla. „Við leggjum áherslu á að læra af því sem best er gert annars staðar og fáum marga kennara að utan til liðs við það góða fólk sem hér starfar. Náið samstarf er á milli deildarinnar og Columbia háskóla í New York og þaðan koma margir kennaranna.“ Fyrsta starfsár deildarinnar er senn að baki og hefur gengið vel. „Það er heilmikil vinna fólgin í að setja nýja deild á laggirnar og við bætist að lýðheilsufræðin er nýtt svið á Íslandi.“ Beðin um að útskýra í stuttu máli um hvað lýð- heilsufræði fjalla segir Inga Dóra þau í raun vera viðsnúning á hugs- uninni um heilbrigði. „Í staðinn fyrir að einblína á sjúkdóma og stöðu mála þegar við erum orðin veik, eflum við heilbrigðið áður. Reynum að koma í veg fyrir veik- indi.“ Vopnin í slíkri baráttu eru rannsóknir og þekking á að vinna með niðurstöður þeirra. Þrífst á rannsóknum Innan kennslufræði- og lýðheilsu- deildar starfar rannsóknarstofnun sem heitir Rannsóknir & greining, sem er stofnuð upp úr Rannsókn- arstofnun uppeldis- og mennta- mála. Þar var Þórólfur Þórlinds- son, prófessor við Háskóla Íslands, helsti forvígismaður og vann Inga Dóra við stofnunina hjá sínum gamla kennara. Rannsóknir & greining hefur unnið að rannsókn- um í þágu stefnumótunar sem snýr að því að bæta hag og líðan ungs fólks og eru niðurstöður rannsókn- anna notaðar í flestum sveitarfé- lögum landsins. Það eru einmitt slíkar rannsóknir sem eru líf og yndi Ingu Dóru. „Ég þrífst á rann- sóknum,“ segir hún og bætir við að hún sé hugsjónarmanneskja, drif- in áfram af hugmyndinni um betra samfélag. „Í rannsóknum á þróun vímu- efnaneyslu á tíunda áratugnum sáum við að umtalsverð aukning var á neyslu áfengis og ólöglegra vímuefna. Við settumst því niður með stefnumótunaraðilum og fólki sem vann á vettvangi með börnum og unglingum og mótuðum stefnu sem ætlað var að ná eyrum for- eldra. Skilaboðin áttu að vera skýr; útivistarreglur ber að virða, eftir- litslaus partí eru óæskileg og magn þess tíma sem börn og foreldrar verja saman skiptir máli, ekki bara gæði hans.“ Unnið var að verkefn- inu í samstarfi ríkis og sveitar- félaga og árangurinn er mælan- legur. „Við höfum sannanlegar vísbendingar um að vímuefna- neyslan minnkaði um leið og sam- verustundum með fjölskyldunum fjölgaði.“ Góður árangur þessa forvarn- arstarfs hefur vakið athygli utan landsteinanna þar sem það er kall- að „Íslenska módelið“. Í hönd fer framkvæmd þess í tíu borgum Evrópu: Helsinki, Osló, Stokk- hólmi, Belgrad, Istanbúl, Péturs- borg, Sófíu, Vilníus, Kaunas og Klaipeda. „Við búum vitaskuld að því hér að það er auðvelt að koma skila- boðum á framfæri vegna þess hve fá og upplýst við erum. Við vitum hins vegar ekki hvernig þetta virk- ar í stórum borgum. En það er fyllilega þess virði að reyna, ungl- inganna vegna.“ Kannanir verða gerðar í haust og svo aftur árin 2008 og 2010 og í millitíðinni verð- ur unnið með heimafólki að því að reyna að hafa áhrif á hegðan ung- mennanna með svipuðum hætti og gert var hér. Ólafur Ragnar Gríms- son er verndari verkefnisins og Actavis fjárhagslegur bakhjarl þess. Trúuðum líður betur Á síðustu árum hefur Inga Dóra komið að fjölmörgum rannsóknum á hegðun og viðhorfum ungs fólks og veit hvað klukkan slær í þeim efnum. „Ég hef helst rannsakað þann hóp barna sem er undir álagi vegna erfiðra heimilisaðstæðna og meðal þess sem ég sé er að skilnað- ur foreldra hefur út af fyrir sig ekki slæm áhrif á líðan barna. Átök- in sem oft verða á undan og eftir segja á hinn bóginn til sín. Það er því ástæða til að brýna fyrir for- eldrum sem á annað borð ætla að skilja að gera það í sátt því þannig líður börnunum betur.“ Inga Dóra nefnir aðra rannsókn sem sýndi að námsárangur barna er betri í þeim skólum þar sem for- eldrar mynda með sér sterkt tengslanet. Skiptir þá ekki máli hvort allir foreldrar tengist þessu sterka neti eða ekki, sé það til stað- ar er líklegt að árangur allra barna verði betri. Bækur og greinar eftir Ingu Dóru hafa birst á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Nú síðast var samþykkt grein um rannsókn hennar á áhrifum trúar á sálarlíf unglinga sem búa við erfiðar aðstæður. „Ég skoðaði hvort trúin geti haft áhrif á líðan barna og dregið úr líkum á þunglyndi og reiði. Það eru greinilega mjög sterk tengsl þar á milli, trúin virk- ar. Unglingum sem eru trúaðir líður betur og þeir eru ólíklegri til að brjóta af sér,“ segir Inga Dóra en það var rík trú annarrar dóttur hennar sem vakti áhuga hennar á viðfangsefninu. Í gagnabönkum Rannsókna & greiningar eru til upplýsingar um líðan ungs fólks allt frá árinu 1992. Viðtekin skoðun er að krökkum líði verr í dag en áður, enda mikið fjall- að um að þunglyndi hafi aukist, neysla lyfja vaxið hratt og algeng- ara en fyrr að börn séu send til sál- fræðinga, geðlækna og félagsráð- gjafa. Inga Dóra segist vera að vinna að samantekt á efninu og fyrstu niðurstöður bendi til að líð- anin hafi ekki versnað á umræddu tímabili. Of snemmt sé þó að full- yrða nokkuð um það. Hættur steðja að Íslenskt samfélag hefur breyst mikið á skömmum tíma, hraðar en almennt gerist um samfélög. Þeim miklu breytingum fylgja bæði tækifæri og ógnir og segir Inga Dóra að margar hættur steðji að æskunni. „Það er hættulegra að vera unglingur í dag en fyrir nokkrum áratugum. Allt hefur breyst og heill kúltúr gerir út á að hafa áhrif á hegðun unglinga. Það er miklu meira í boði en var, til dæmis fleiri tegundir vímuefna.“ Meðal þess sem er öðruvísi en áður er að nú búa stórfjölskyld- urnar ekki undir sama þaki. Áður nutu börn þess oft að hafa afa og ömmur á heimilinu og þannig var gildum miðlað á milli kynslóða. „Nú eru oft og tíðum afi og amma á dvalarheimilum aldraðra, pabbi og mamma í vinnunni og börnin í skólanum,“ segir Inga Dóra og tekur undir að fjölmargir hafi í raun falið stofnunum uppeldi barna sinna. „Við höfum varpað ábyrgðinni yfir á aðra og horfum um leið á skólann sem einangrað fyrirbæri eins og þar spretti börn- in út úr veggjunum. Þar komi vandamálin upp og þar eigi að leysa þau. Auðvitað er þetta ekki þannig. Það sem gerist innan skól- ans má að verulegu leyti rekja til þátta sem liggja utan hans og það gildir um flest, einnig námsárang- ur barna. Hann ræðst mjög af þátt- um sem liggja utan skólans sjálfs. Það þarf því að huga að börnum og unglingum sem einstaklingum, ekki bara nemendum. Foreldrar þurfa að passa upp á börn sín sem aldrei fyrr og við verðum að sjá til þess að þeim sem starfa í þágu barna og ungmenna, bæði innan og utan skóla, standi afbragðsmenntun til boða.“ Inga Dóra er þó ekki viss um að áhugi á uppeldi hafi almennt dvín- að og telur fæðingarorlof feðra stuðla að því gagnstæða. Hún sá hins vegar íslenskt samfélag í nýju ljósi þegar hún bjó í Penns- ylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hún nam við Penn State háskól- ann. „Mér brá óneitanlega tals- vert. Þarna vann fólk mun styttri vinnudag en við gerum og fór að honum loknum heim til að sinna börnunum sínum. Þetta var nýtt fyrir mér því hér er þetta allt öðruvísi. Við þurfum að gæta miklu betra jafnvægis og ef við ætlum að byggja upp heilbrigðar kynslóðir þurfum við að sinna börnunum okkar.“ Dæturnar stóra áhugamálið Inga Dóra Sigfúsdóttir er ekki bara í vinnunni þegar hún situr við skrifborðið sitt í Háskólanum í Reykjavík. Starfið er góður vett- vangur til að vinna að hugsjóninni um betra samfélag. „Þetta er sann- kallað ævintýri. Að fá að byggja upp þessa deild er tækifæri lífs míns.“ Hugsjónin er svo sprottin af brennandi áhuga á að fólki líði vel. „Þetta er kannski eigingirni en mér líður ekki vel nema fólkinu í kringum mig líði vel,“ segir hún og hlær. Aðsókn í námið er góð og telur Inga Dóra að því muni fylgja fjölmörg atvinnutækifæri í fram- tíðinni. „Fólk með lýðheilsumennt- un verður lykilfólk í fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum því þau munu vilja efla heilbrigði starfsmanna, íbúa og samfélags. Frumkvöðlahópurinn, sem hóf nám hjá okkur í haust, er mjög sterkur og það verður áhugavert að fylgjast með honum og næstu árgöngum að námi loknu. Innan hópsins er fólk með mismunandi bakgrunn, heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, viðskiptafræðingar, félagsvísindafólk og svo mætti áfram telja.“ Utan vinnunnar á Inga Dóra eitt stórt áhugamál, sem eru tvíbura- dæturnar Erla og Sonja sem eru tíu ára. „Við verjum miklum tíma saman, öllum þeim tíma sem ég á afgangs.“ Af öðrum áhugamálum nefnir hún íþróttir og lestur. Fyrir rúmum áratug kynntist Inga Dóra innviðum stjórnmálanna þegar hún vann með nokkrum ráð- herrum – var aðstoðarmaður Ólafs G. Einarssonar og vann ýmis verk- efni fyrir Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Björn Bjarnason. Hún segist búa að þeirri reynslu og dýrmætt sé að hafa fengið inn- sýn í stjórnkerfið. Inga Dóra hefur margþætta menntun að baki, fyrst lærði hún stjórnmálafræði og síðar sálfræði og félagsfræði. Lengst af var hún í Háskóla Íslands en einnig í Penn State skólanum í Pennsylvaníu. Og hún unir sér vel á skólabekk. „Mér finnst mjög gaman í skóla og á tímabili hélt ég að ég myndi aldrei þrífast á vinnumarkaði. En nú er ég komin hingað og finnst það alveg frábært.“ Og Inga Dóra hefur auðvitað mótað sér sýn á framtíðina þegar lýðheilsurannsóknir eru annars vegar. „Við getum orðið fremst þjóða í slíkum rannsóknum, for- vörnum og lýðheilsu og eigum að setja okkur það markmið.“ ■ 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR32 Knúin áfram af áhuga á að fólki líði vel Forvarnir eru nýjasta útflutningsvara Íslendinga. „Íslenska módelinu“ verður ýtt úr vör í tíu borgum Evrópu í haust og öfugt við annan útflutning verður árangurinn ekki mældur í peningum heldur betri samfélögum. Inga Dóra Sigfúsdóttir fer fyrir verkefninu og í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segir hún frá hugsjónum sínum og baráttunni fyrir bættri líðan fólks. SANNKALLAÐ ÆVINTÝRI Inga Dóra Sigfúsdóttir segir það tækifæri lífs hennar að fá að byggja upp kennslufræði- og lýðheilsudeild við Háskólann í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.