Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 18
29. apríl 2006 LAUGARDAGUR
ERTU BURÐAR-
DÝR FYRIR
UNGLINGINN?
KAUPUM EKKI ÁFENGI
FYRIR FÓLK UNDIR
LÖGALDRI.
Þeir sem lýsa Arn-
óri Sighvatssyni
segja gjarnan að
þar fari traustur,
heilsteyptur og
hógvær maður. Svo
vægt sé til orða
tekið, hnýtti einn
við sem þekkir vel
til aðalhagfræðings
Seðlabanka Íslands.
Arnór nýtur mikill-
ar virðingar meðal
kollega sinna;
þykir samkvæmur
sjálfum sér og
stefnufastur.
Arnór ritaði ýtar-
lega grein í
Fréttablaðið þar
sem hann svaraði
gagnrýni á stefnu
bankans. Þar
færði hann skýr
og greinargóð rök
fyrir grunni
stefnunnar, en
velti um leið upp
mikilvægum
álitaefnum um
grunn þeirrar
stefnu. Meðal
þess sem hann lét
í ljós voru efa-
semdir um að
sjálfstæð mynt
og peningastefna
samrýmdust hug-
myndum manna
um stöðugleika.
Sú lýsing, þótt
sett væri fram
með fyrirvörum,
vakti athygli sem
honum sjálfum
þótti meiri en
efni stóðu til.
Sjálfur hefur
hann oft áður lýst þeim sjónar-
miðum sem komu fram í grein-
inni, en jarðvegur umræðunnar
er frjórri nú vegna þess að ein-
kenni ójafnvægis eru skýrari nú
en áður þegar Arnór hefur sett
fram fræðilega sýn sína á hag-
kerfið og peningastefnuna. Hlut-
verk Seðlabankans er jú einu
sinni það að flytja tíðindi sem
enginn vill heyra þegar þau eru
sett fram. Arnór hefur ásamt
samstarfsmönnum sínum þrá-
faldlega varað við þeirri hættu
sem nú blasir við í hagkerfinu.
Þá var bara of gaman í veislunni
til að nokkur nennti að hlusta.
Frá menningarheimili
Arnór er sagður sverja sig í ætt
sína, sem þykir yfirveguð og með
báða fætur á jörðinni. Það er líka
kannski eins gott að í sæti aðal-
hagfræðings Seðlabankans sitji
maður sem lætur fátt raska ró
sinni og er ekki ginnkeyptur
fyrir glysi heimsins. Það mæðir
mikið á Seðlabankanum um þess-
ar mundir, enda lítt studdur í við-
leitni sinni til að halda aftur af
þenslu í samfélaginu.
Arnór er alinn upp í sveit.
Móðir hans var þýsk og flutti til
Íslands eins og þó nokkrar löndur
hennar af sömu kynslóð sem
komu í atvinnuleit og giftust og
festu rætur hér.
Heimilið á Miðhúsum þar sem
Arnór ólst upp var mikið menn-
ingarheimili. Hann er alinn upp
við klassíska íslenska bókmenn-
ingu í bland við miðevrópska
hámenningu. Arnór er unnandi
tónlistar og alinn upp við klass-
íska tónlist. Bróðir hans er píanó-
leikari, en hermt er að í iPod-tæki
sem vinnufélagar hans gáfu
honum nýverið í fimmtugsafmæl-
isgjöf hljómi líka suður-amerísk-
ur taktur. Arnór hefur ferðast til
Suður-Ameríku og nálgast frí sín
með því að afla sér þekkingar um
þau lönd sem hann heimsækir.
Afi hans og nafni var mikill skör-
ungur og innblásinn ungmennafé-
lagsanda og íslenskri menningu.
Hann er mikill grúskari og
sterkari á svelli í kenningarhlið
hagfræðinnar en þeirri hátækni-
legu, þótt hann valdi vel þeirri
hlið. Hann fylgist afar vel með í
fræðunum og hefur verið iðinn
við ritun fræði-
legra greina.
Hann er fræði-
maður í eðli sínu
og sækist lítið
eftir athygli.
Hann hefur þó
ekki skorast
undan því að
sinna hlutverki
sínu á opinberum
vettvangi og flyt-
ur mál sitt af
öryggi þegar á
þarf að halda.
Ekki fer á milli
mála að þar fer
vel ritfær maður
sem veldur vel
bæði stíl og fræð-
um.
Hlaup og rót-
tækni
Líkamann van-
rækir hann ekki,
því hann tók upp
á því að hlaupa
sér til heilsu-
bótar. Eftir að
iPodinn komst í
eigu hans getur
hann sameinað
hlaupin tónlistar-
áhuganum. Arnór
hleypur einn og
segist búa yfir
þeim aga að þurfa
ekki hlaupafélaga
til að hvetja sig
til dáða. Frítím-
anum ver hann
með fjölskyld-
unni, en hann er
kvæntur og á
þrjú börn.
Eins og svo
mörg leitandi og
vel gefin ungmenni sinnar kyn-
slóðar lagðist Arnór í kommún-
isma og marxisma á menntaskóla-
árunum. Hann var talsvert
róttækur á þeim árum og bylting-
arsinnaður. Þetta er ekki óþekkt
meðal þeirra sem hafa orðið öflug-
ir hagfræðingar. Nægir þar að
nefna menn eins og Má Guðmunds-
son, fyrirrennara Arnórs, Jónas
Haralz og Benjamín Eríkssons
sem hurfu frá róttækni ungdóms-
áranna inn í djúp hagfræðinnar.
Arnór stundaði meistaranám í
hagfræði í Bandaríkjunum og
lauk doktorsnámi í framhaldi af
því frá Northern Illinois
University. Hann hóf störf hjá
Seðlabankanum árið 1990 og varð
deildarstjóri og staðgengill aðal-
hagfræðings árið 1995. Hann
vann um tíma hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum í Washington og
við kennslu í Bandaríkjunum.
Hann hefur ritað fjölda greina
um efnahagsmál og peningamál,
einn eða í samvinnu við aðra.
Meginviðfangsefni Arnórs í þess-
um greinum hafa verið alþjóðleg
efnahagsmál, alþjóðaviðskipti,
gengismál og peningamál.
MAÐUR VIKUNNAR
Hógvær og hleypur einn
ARNÓR SIGHVATSSON
AÐALHAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS
NFS Í BEINNI Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.