Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 50
10 ■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Listaverk geta kveikt hug- myndir sem nýtast vel inni á heimilinu. Margir fletta glanstímaritum til að fá hugmyndir sem nýtast þeim við útlitshönnun á heimilinu, en líka getur verið gagnlegt að fletta listaverkabókum. Listamenn hafa gott auga fyrir litasamsetningum og uppstillingum, auk þess sem þeir fá oft öðruvísi hugmyndir þar sem þeir hugsa á skjön við aðra. Oft veigrar fólk sér við að hafa liti á heimilinu, fyrst og fremst vegna þess að það áttar sig ekki á því hvaða litir fara vel saman. Mikil litadýrð þar sem ólíkum litum er blandað saman getur verið þreyt- andi, en rétt litasamsetning frísk- andi og jafnvel róandi. Ágætt er að finna hvaða litir höfða til manns með því að skoða listaverkabækur og þegar réttu litirnir eru fundnir er hægt að bera þá saman við lita- spjald frá málara. Til að ná fram réttri litasamsetningu er gott að hugsa um heimilið í heild sinni. Liti í gardínum, púðum, á veggj- um og í áklæði. Gott er að útbúa litaspjald fyrir heimilið og geyma það á góðum stað þar sem gott er að grípa til þess þegar velja á nýtt veggfóður, borðdúk eða rúmteppi. Innblástur sóttur til myndlistarmanna Málverk eftir Egon Schiele. Mosagræni liturinn sem umvefur manneskjurnar er sérstaklega fallegur. Sérstaklega falleg samsetning á gulum og grænum lit. Verk eftir Lucien Freud. Málverk eftir Rothko, en hann þótti ein- stakur snillingur með liti. Mikil litadýrð í málverki eftir Van Gogh. Með sanni má segja að hvítt er það sem ræður ríkjum í baðherbergi langflestra að minnsta kosti þegar kemur að vaski, salerni og baðkari. Litadýrð er ekki algeng en þó getur verið skemmtilegt að brjóta upp hið hefbundna form. Í stuttri könnun blaðamanns kom í ljós að baðker fást einungis hvít, fáein salerni fást með mynstri og litum en eitthvað er til af hand- laugum í lit og þá helst lituðu gleri eins og hægt er að fá í verslun- inni Innréttingum og tækjum í Ármúla. Þar eru einnig til vaskar með mynstri en hægt er að panta salerni í stíl. Hjá Tengi á Smiðjuvegi eru litir ekki í fyrirrúmi enda segja versl- unarmenn að fólk vilji helst hvít hreinlætistæki og noti litina heldur á flísar og málningu. Helst sé að finna liti í merkjum frá suðrænum löndum en í Tengi er hægt að sér- panta sérstaka línu í hreinlætis- tækjum í litum. Þó að úrval lita sé heldur bágbor- ið í verslunum getur verið skemmti- legt að taka til sinna eigin ráða og mála einfaldlega þau tæki sem fyrir eru á baðinu. Þó er mælt með að mála baðkerið einungis að u t an - verðu. Baðið lífnar við Þessa allsérstæðu hönnun á salerni má panta hjá versluninni Tengi. Falleg sægræn handlaug frá Innréttingum og tækjum. Hvíti liturinn er ráðandi í hreinlætistækjum en litir gefa baðherberginu sérstakt útlit. Þessi vaskur frá Innrétt- ingum og tækjum er með skemmtilegu mynstri. Einnig er hægt að panta salerni með samskonar mynstri. Þó að sal- erni fáist í fáum öðrum litum en hvítu er hægt að lífga upp á þau með skemmti- legum kló- settsetum. Þessi hér fæst í Innrétt- ingum og tækj- um. Handlaugar úr lituðu gleri eru smekklegar. Þessar fást í Innréttingum og tækjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R SV EI N SS O N Grænn og vænn vaskur frá Innrétt- ingum og tækjum. Af hverju ekki að hafa páskalegt allt árið? Þetta eru hreinlætistæki frá merkinu Outline Vedere oltre og er hægt að panta hjá Tengi. Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.