Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 �������������������������������� ���������������������������������� ������������������ � ������������� ���������������������� ��������������������������� Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land! Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Kýrskírir vordagar Vorið er komið. Það heyrði ég greinilega á fimmtudaginn. Það var þó ekki lóusöngur eða lækjarniður sem hljómaði um útstæð eyru mín. Ónei, það voru japönsk mótorhjól sem var verið að þenja. Allan lið- langan daginn, í öllum bæjar- félögum sem ég kom við í. Með hækkandi sól fara mótorhjóla- menn og -konur undir bert loft með fáka sína í fyrsta sinn svo mánuðum skiptir og þá er freistandi að sletta aðeins úr klaufunum. Sama gildir reyndar um unga menn á hraðskreiðum bílum. Þessir hópar eru eigin- lega eins og kýr sem er verið að hleypa út á vorin. Með brussugang og rassaköst út um allt. Hvort sem það er vorsólin eða hið aukna hormónaflæði sem einkennir líf unga fólksins að vori, þá verða þeir skyndi- lega meira áberandi í umferð- inni þessa dagana. Og þegar maður er áberandi í umferð- inni á hraðskreiðum bíl, þá er það sjaldnast af góðu. Ég var á heimleið að kvöldi þessa sama dags, með snert af mígreni eftir alla mótorhjóla- þensluna í kringum mig, og rak augun í það fyndnasta, en jafn- framt heimskulegasta, sem ég hef séð í margar vikur. Á Miklubrautinni tóku fram úr mér tveir bílar. Samtímis. Ekki nóg með það, heldur voru þeir nákvæmlega eins. Sama gerð af sportbíl, sami litur, sömu vindskeið, sömu filmur, sömu felgur. Eini munurinn sem ég sá var að annar hafði splæst í einkanúmer. Hinn var með svartan hund hálfan út um afturhurðina. Og þessir ungu menn höfðu sem sagt ákveðið að Mikla- brautin væri hentugur staður til að spyrna. Sem er heimsku- legt á svo marga vegu að ég veit varla hvar á að byrja. Sneiðum fram hjá því augljósa, eins og að þeir hafi vísvitandi verið að stofna lífi og limum annarra vegfarenda í hættu (og hundsins – hvers á hann að gjalda?), og förum beint í það fyndna: Þeir voru að spyrna – á eins bílum. Um hvað voru þeir að keppa? Hvor ökumaðurinn væri feitari? Hvor yrði bensín- laus á undan? Hvor vindskeið- in væri verr skrúfuð á og dytti fyrr af? Hversu mikil loftmót- staða væri af hundinum? En svo fór ég að hugsa um kýrnar. Þeim er auðvitað alveg sama hver þeirra er fyrst út úr fjósinu og hvort þær eru allar eins eða ekki – þær skulu samt sem áður hoppa og skoppa sem óðar væru. Rétt eins og þessir ungu menn á þessu fallega fimmtudagsvorkvöldi. Gallinn er bara sá að Miklabrautin er ekki beinlínis hentugur staður fyrir beljur... TÍMARITIÐ BÍLAR & SPORT BLÆS TIL SÝNINGAR Í LAUGARDALNUM. Dagana 9. til 11. júní næstkomandi mun tímaritið Bílar & Sport standa fyrir stórsýningu bíla og mótorsports á Íslandi. Sýningin mun verða í anda stóru bílasýninganna sem haldnar eru erlendis en á boðstólum verða meðal annars hugmyndabílar, sport- bílar, breyttir jeppar, nýir bílar og fornbílar. Þá munu vélsleðar, bátar, flugvélar og önnur tæki og tól einnig fá sinn skerf. Sýningin verður í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Bílasýning í júní Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að skoða goðsagnakennda bíla á borð við Ford GT með eigin augum. Það var því heldur betur happa- fengur að rekast á einn slíkan í dótabúð Bílabúðar Benna í vik- unni. Samkvæmt starfsmanni þar var bíllinn keyptur fyrir við- skiptavin í Evrópu sem átti erfitt með að finna slíkan bíl sjálfur. Til að leyfa bílaáhugamönnum að skoða bílinn var ákveðið að hann hefði viðkomu hér á landi. Bílabúð Benna hefur selt bíla á borð við Porsche, Ferrari Enzo og Bentley út um allan heim og hefur oft tækifæri til að útvega bíla sem viðskiptavinir ættu erfitt með að nálgast sjálfir. Ford GT bifreiðin hefur vakið óskipta athygli og mun gleðja gesti og gangandi fram yfir helgi. Ford GT á Íslandi Hefur stutta viðkomu á leiðinni til nýs eiganda. Bíllinn stendur í dótabúð Bílabúðar Benna, gestum og gangandi til yndisauka. Lacetti Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 - www.benni.is Chevrolet gæði - frábært verð ! Vel búinn Lacetti st. CDX 1,8 l á aðeins kr. 1.799.000,- Umboðsaðilar: Bílasalan Ós Akureyri - S. 462 1430 - Bílhornið hjá Sissa í Keflavík - s. 420 3300 Nokkrir bílar á gamla genginu ! Weber ferðagasgrill fylgir öllum nýjum Chevrolet. Nokkrir bílar eftir á gamla genginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.