Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 68
Geitungar fluttir inn í gámum
Ekki er langt síðan geitungar voru
nær óþekkt fyrirbæri hér á landi.
En á áttunda áratug síðustu aldar
fór þeirra að verða vart hér. Sum-
arið 2003 var hins vegar fjöldi
geitungadrottninga svo mikill að
það stefndi í geitungafár á höfuð-
borgarsvæðinu. Gaddur geitunga
getur verið allt að 2 millimetra
langur og veldur verulegu angri ef
menn fá að kenna á honum. Til allr-
ar hamingju dró verulegu úr stofn-
inum sumarið eftir.
Alls hafa fjórar tegundir numið
hér land, það eru trjágeitungur,
holugeitungur, húsageitungur og
roðageitungur. Erling Ólafsson,
skordýrafræðingur á Náttúrfræði-
stofnun Íslands, segir að líklegast
hafi gámaflutningar á 8. áratugn-
um átt ríkan þátt í landnámi
geitunga hér á landi. Áður höfðu
menn frekar staflað varningi á
bretti eða beint ofan í lest en það
tók gjörbreytingu á þessum tíma.
„Geitungar leita sér skjóls í myrk-
um stöðum þegar þeir eru að vakna
úr dvala á vorin og þá hafa ein-
hverjir komið sér fyrir í opnum
gámum og svo fljúga þeir út endur-
nærðir þegar hingað er komið,“
segir hann.
Roðageitungur er nýjasti land-
neminn í hópi geitunga en fyrsta
búið hans fannst hér á landi 1998 í
Kópavogi.
Skaðvænlegur landnemi
Spánarsnigillinn er skaðræðis-
skepna sem er landlæg til dæmis á
hinum Norðurlöndunum. Hann
leggst á ýmiskonar gróður og skil-
ur svo eftir sig sviðna jörð. Þessi
rauðleiti snigill getur orðið allt að
12 til 15 sentimetra langur. Hann
fannst hér fyrst sumarið 2003 og
svo gerði hann aftur vart við sig
sumarið eftir. Til allrar hamingju
hefur ekki til hans sést síðan en þó
er ekki útilokað að hann hafi skotið
rótum hér á landi.
Hann hefur tekið sér far hingað
til lands með þeim rótarplöntum
sem hingað eru fluttar til landsins
en hann hefur þá leynst í moldinni.
Flækingar festa rætur
En ekki eru allir komnir til að nema
land þótt þeir láti sjá sig hér ár
eftir ár. Árlega flækist fjöldi fiðr-
ilda af ýmsum tegundum hingað til
lands, aðallega á haustin, en þó í
mismiklum mæli. Sumum þessara
flækinga virðist þó líka við aðstæð-
ur og nema land. Eitt þeirra er svo-
kallaður lerkivefari sem sást hér
endrum og eins en undanfarin ár
hefur hann skipað sér fastan sess í
fiðrildafánu landsins.
Skrautygla er eitt þeirra flæk-
ingsfiðrilda sem hugnast hafa að
setjast hér að. Þær hafa verpt hér
en enn sem komið er hafa fæst
afkvæmin lifað veturinn af en hver
veit nema að næstu kynslóðum
reiði betur af en þeim fyrri með
hlýnandi loftslagi.
Leðurblaka á bæ í Þistilfirði
Sumir flækingarnir sem gera vart
við sig hér á landi vekja þó frekar
ugg með fólki en að vera krydd í
tilveruna. Leðurblaka ein skaut
sveitungum skelk í bringu í Þistil-
firði þegar hún gerði sig heima-
komna þar á bænum Ytra-Álandi
haustið 2004. Flaug hún þar inn í
húsakynnin og þáði þar mat og
vatn hjá húsráðendum. Gesturinn
kjaftstóri var um 15 sentimetrar á
lengd og fékk óblíðari viðtökur en
flestir flækingar hér á landi en leð-
urblökunni var lógað þegar hún
komist í hendur fræðimanna frá
Náttúrufræðistofnun Íslands enda
geta þessi kvikindi borið með sér
hundaæði auk þess sem þær bjóða
ekki af sér mikinn þokka eins og
sést á myndinni.
Skemmdarvargur fer um landið
Þær sveppategundir sem hér gera
vart við sig eru miskærkomnar.
Asparryðsveppur sem fyrst varð
vart á Selfossi og í Hveragerði árið
1999 spillti gleði margra en
ummerki hans eru ryð á asparlauf-
um sem síðan falla. Fer þessi
vágestur hratt um ef lerki er
einnig til staðar en það er eins
konar millihýsi sveppsins áður en
hann berst yfir í öspina. Þegar
hans verður vart hafa því menn
gripið til þess ráðs að fella lerki.
Árið 2004 var sveppurinn farinn
að breiðast út og gerði vart við sig
í Borgarfirði, á Kirkjubæjar-
klaustri og Gunnfríðarstöðum á
Norðurlandi.
Sumarið 2004 skoðaði banda-
ríski sveppafræðingurinn Donald
H. Pfister, prófessor við Harvard
háskóla, íslenska skálsveppi. Eins
og nafnið gefur til kynna eru þeir
yfirleitt skálaga og mynda nokkuð
stór aldin. Fann hann 18 nýjar teg-
undir sem því bættust við þær 80
sem fyrir voru þekktar og var það
öllu kærkomnari uppgötvun en
asparryðsveppurinn.
Nýfleygir nýbúar
Nýjar fuglategundir hafa einnig
verið að bætast í hópinn. Í ágúst í
fyrra kom fjallkjói upp unga í
fyrsta sinn svo að vitað sé. Sá
nýfleygi sást á Mývatnsheiði.
Fjallkjóinn var að næra ungann á
nýfleygum hrossagauki en annars
eru læmingjar helsta fæðan hans
enda heldur hann sig nær ein-
göngu á stöðum þar sem hann er
að finna.
Fjallkjói hefur þó venjulega
sést hér á landi en hann verpir
aðallega á Norðaustur-Grænlandi.
Fleygum nýbúum reiðir misvel
af hér á landi. Til dæmis náði gló-
kollur, sem er minnsti spörfugl
Evrópu, að leggja undir sig nær öll
svæði sem kallast mega kjör-
varplendi, þar sem grenilundir og
þroskaðir lerkiskógar sáu þeim
fyrir æti, árið 2004. Var það gríð-
arleg fjölgun en fyrsta varpið var
staðfest í Hallormsstaðaskógi
fimm árum áður. En árið 2005
sáust aðeins 17 glókollar í vetrar-
fuglatalningu Náttúrufræðistofn-
unar Íslands og í fyrra sást aðeins
einn. Til samanburðar sáust 127
gulir kollar í talningunni 2003.
Telja fræðimenn meðal annars
að skyndilegt kuldakast í nóvem-
ber 2004 hafi sett strik í reikning-
inn hjá þessum landnemum.
29. apríl 2006 LAUGARDAGUR36
Litlu nýbúarnir í íslenskri náttúru
GEITUNGUR VIÐ BÚ SITT Þessi nýbúi nýtti
sér meðal annars gámaflutninga til að
koma sér hingað til lands. Árið 2003
stefndi í geitungafár hér á landi.
UMMERKI EFTIR ASPARRYÐ-
SVEPPI Ryð á laufum eftir
asparryðsvepp sem gert
hefur víðreist um landið með
sínum válegu fylgifiskum.
HREINN ÓSKARSSON
SPÁNARSNIGILL Þessi nýbúi hefur borist hingað með mold sem fylgir plöntum þeim sem hingað hafa verið fluttar til landsins. Ummerki hans eru óskemmtileg.
FJALLKJÓI Þessi flækingur hefur verið tíður
gestur hér á landi og hefur nú fest hér
rætur en nýfleygt afkvæmi hans sást í fyrsta
sinn í ágúst í fyrra. JÓHANN ÓLI HILMARSSON
Ekki er nóg með að tímarnir breytist og mennirn-
ir með heldur tekur flóra, fána og fuglalíf landsins
stöðugum breytingum. Jón Sigurður Eyjólfsson
kynnti sér nokkra nýbúa í íslenskri náttúru.
LEÐURBLAKA Í
ÞISTILFIRÐI Þessi
gestur fékk sér að
éta og drekka á bæ
einum við Þistilfjörð
en við svo búið var
hann aflífaður enda
getur hann borið
með sér hundaæði.
ERLING ÓLAFSSON