Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 12
29. apríl 2006 LAUGARDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.575 -0,79% Fjöldi viðskipta: 312
Velta: 3.022 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 60,50 -0,33% ... Alfesca
3,90 -0,76%... Atorka 6,00 +3,45% ... Bakkavör 49,10 +0,20% ...
Dagsbrún 5,64 +0,00% ... FL Group 19,40 -0,51% ... Flaga 3,77
+9,91% ... Glitnir 17,00 +0,00% ... KB banki 760,00 -1,43% ... Kög-
un 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 22,00 -0,90% ... Marel 72,90
-0,95% ... Mosaic Fashions 18,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás
16,90 -1,17% ... Össur 109,50 -0,45%
MESTA HÆKKUN
Flaga +9,91%
Atlantic Pet. +8,95%
Atorka +3,45%
MESTA LÆKKUN
KB banki -1,43%
Straumur-Burðarás -1,17%
Marel -0,95%
„Sjatnar í eldfjallinu“ er yfirskrift
nýrrar skýrslu greiningardeildar
alþjóðlega fjárfestingarbankans
HSBC um krónuna og horfur í
efnahagsmálum hér. HSBC er einn
af stærstu bönkum í heimi og var
ráðgjafi einkavæðingarnefndar
um sölu ríkisbankanna árið 2002.
Skýrsla greiningardeildarinnar
kom út á þriðjudag í kjölfar heim-
sóknar fulltrúa bankans hingað til
lands, en hér hittu þeir bæði fólk
úr fjármálageiranum og frá hinu
opinbera.
„Eftir heimsóknina er okkar til-
finning að líkur á frekara gengis-
falli krónunnar séu litlar til
skemmri tíma litið,“ segir í skýrsl-
unni. Tekið var fram að mælt væri
með kaupum á krónu og greint frá
því að bankinn hefði keypt krónur
fyrir jafnvirði fimm milljóna doll-
ara í myntkörfu evru og dollara í
hlutföllunum 60-40.
Bankinn segir að þrátt fyrir að
mörg útgefin krónubréf séu til
innlausnar í haust hafi stór hluti
útgefenda þegar innleyst bréf sín
með samningi og því verði lækk-
unaráhrif á krónuna minni. Þá er
vísað til yfirlýsinga Seðlabankans
um áframhaldandi vaxtahækkanir
og að hér virðist menn enn hafa
trú á gjaldmiðlinum. Sömuleiðis
segir bankinn áhyggjur af fjár-
hagsstöðugleika hér ýktar og að
áhrifa af hækkandi heimsmark-
aðsverði olíu gæti í minni mæli
hér en annars staðar. - óká
MERKI HSBC Greiningardeild HSBC segir
áhyggjur af fjárhagsstöðugleika hér hafa
verið ýktar. NORDICPHOTOS/AFP
Veðja á krónuna
Segja tal um fjármálakreppu út úr korti.
Í seinni hluta vikunn-
ar rann út frestur sem
gefinn var til að bjóða
í norsku fjölmiðlasam-
steypuna Orkla Media.
Forstjóri samsteypunnar
gefur ekki upp hve marg-
ir buðu en vitað er um
einn sem hefur áhuga á
Noregshluta starfsem-
innar.
Á fimmtudag rann út frestur til að
bjóða í norsku fjölmiðlasamsteypuna
Orkla Media. Fréttastofan Ritzau
hefur í gær eftir Dag J. Opedal, for-
stjóra Orkla, að ekki verði gefið upp
hversu margir hafi boðið í félagið og
að félagið muni taka sér góðan tíma í
að meta stöðuna.
Opedal segir að ekki verði tekin
afstaða til tilboða fyrr en að aflokn-
um sumarfríum og því tæpast mik-
illa frétta að vænta af sölu félags-
ins að sinni.
Eignarhaldsfélagið Dagsbrún
hefur verið orðað við kaup á Orkla,
en Dagsbrún á meðal annars
Fréttablaðið og aðra miðla 365.
Félagið hefur þegar hafið útrás á
Norðurlöndum með stofnun félags
um útgáfu fríblaðs í Danmörku á
borð við Fréttablaðið. Önnur félög
sem talin eru hafa áhuga á Orkla
eru Bonnier í Svíþjóð, Axel
Springer í Þýskalandi og Agora í
Póllandi. Þá greindi Times frá því
fyrir helgi að Candover, Apex
Partners og Providence Equity
Partners væru að undirbúa tilboð í
Orkla. Verðið er talið munu fara
yfir 90 milljarða íslenskra króna.
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar-
formaður Dagsbrúnar, sagðist
ekkert vilja gefa upp um hvort
félagið hefði boðið eða hygðist
bjóða í Orkla Media. „Þessi loka-
dagsetning sem þarna var sett
fram er hins vegar meira til við-
miðunar og fyrstu tilboð alveg
óbindandi,“ bætti hún við.
Ritzau hefur hins vegar heim-
ildir fyrir einu tilboði sem sent
hafi verið inn í hluta Orkla undir
hatti Fire Store. Það er félagsskap-
ur svæðisritanna Bergens Tidende,
Adresseavisen, Stavanger Aften-
blad og Fædrelandsvennen sem
vill eignast Orkla Dagpresse í Nor-
egi en hefur ekki áhuga á annarri
útgáfu á borð við pólsk og dönsk
dagblöð eða vikublöðum á borð við
Hjemmet. olikr@frettabladid.is
DAG J. OPEDAL, FORSTJÓRI ORKLA MEDIA
HÖFUÐSTÖÐVAR NORSKU FJÖLMIÐLASAMSTEYPUNNAR ORKLA MEDIA Orkla er með víð-
tæka útgáfustarfsemi í Noregi, Svíþjóð, Danmörk, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Litháen
og Úkraínu. MYND/ORKLA MEDIA
Gengið frá sölu Orkla
Media eftir sumarfrí
MUNIÐ
MANCHESTERTÓNLEIKANA
2.600 KR. Í STÆÐI
3.700 KR. Í STÚKU
Í LAUGARDALSHÖLL 6. MAÍ FRÁ KL. 17:30–00:00
Miðasala á midi.is, í BT
og í verslunum Skífunnar.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
2
4
5
2
0
4
/2
0
0
6
FlyMe „hækkar“ um ellefu
þúsund prósent
Ekki er örgrannt um að margir
hluthafar í sænska lággjalda-
flugfélaginu FlyMe hafi fengið
vægt áfall þegar þeir skoðuðu
gengi félagsins í gær. Hafði
félagið hækkað um 11.000
prósent rétt áður en markaðir
lokuðu. Þetta átti sér allt eðli-
legar skýringar þar sem hluta-
bréf félagsins höfðu verið
færð niður hundraðfalt þannig
að hluturinn hækkaði úr fjórum sænskum aurum í um
það bil fjórar sænskar krónur.
Jafnframt var þetta lokahnykkurinn á stórfelldri hluta-
fjáraukningu FlyMe sem hefur valdið miklum heila-
brotum um gjörvallan heim með þeim afleiðingum
að margir hafa stórgrætt á misskilningi – eða glópsku
– annarra. Þannig seldu margir hluthafar í gær þegar
gengið fór úr 0,04 í 3,4, eflaust þar sem þeir hafa hald-
ið að þeir hefðu grætt svo mikið, en svo var auðvitað
ekki. Þeir sem keyptu aftur á
móti stórgræddu því gengið
fór hæst í 5,1 eftir hádegi!
Það er fimmtíu prósenta
sveifla frá lægsta gildi til þess
hæsta.
Toppnum náð
Dagens Industri tínir til fáein
atriði sem benda til þess
sænski hlutabréfamarkað-
urinn fari ekki hærra upp
á við. Skýrt merki um fallið
framundan er að ekki dugi að bóka samdægurs borð
á fínustu veitingastöðum Stokkhóms heldur verði að
panta með tveggja daga fyrirvara. Blaðið nefnir einnig
tæknigreiningu, innstreymi áhættufjármagns, alþjóða-
væðingu, fyrirtækjasamruna og stressið og sveiflurnar
á íslenska markaðnum sem dæmi um að nú fari allt á
versta veg. Síðast en ekki síst bregðast margir lesend-
ur illa við þegar blaðamenn skrifa greinar og vara við
miklum verðhækkunum.
Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTAR...Fríblað Dagsbrúnar í Danmörku á
að heita Nyhetsavisen, sem er bein
þýðing á Fréttablaðinu. Morten
Nissen Nielsen hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri blaðsins.
Lánasýsla ríkisins tilkynnti í
gærmorgun að fyrsta áfanga í upp-
kaupum á RIKB07 væri lokið. Keypt
voru bréf fyrir 2.445 milljarða
króna að markaðsvirði.
Fjármálaeftirlitið veitti í gær
Samson Global Holdings heimild
til að fara með virkan eignarhlut
yfir tuttugu prósentum í Straumi
Burðarási fjárfestingabanka.