Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 12
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.575 -0,79% Fjöldi viðskipta: 312 Velta: 3.022 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 60,50 -0,33% ... Alfesca 3,90 -0,76%... Atorka 6,00 +3,45% ... Bakkavör 49,10 +0,20% ... Dagsbrún 5,64 +0,00% ... FL Group 19,40 -0,51% ... Flaga 3,77 +9,91% ... Glitnir 17,00 +0,00% ... KB banki 760,00 -1,43% ... Kög- un 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 22,00 -0,90% ... Marel 72,90 -0,95% ... Mosaic Fashions 18,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 16,90 -1,17% ... Össur 109,50 -0,45% MESTA HÆKKUN Flaga +9,91% Atlantic Pet. +8,95% Atorka +3,45% MESTA LÆKKUN KB banki -1,43% Straumur-Burðarás -1,17% Marel -0,95% „Sjatnar í eldfjallinu“ er yfirskrift nýrrar skýrslu greiningardeildar alþjóðlega fjárfestingarbankans HSBC um krónuna og horfur í efnahagsmálum hér. HSBC er einn af stærstu bönkum í heimi og var ráðgjafi einkavæðingarnefndar um sölu ríkisbankanna árið 2002. Skýrsla greiningardeildarinnar kom út á þriðjudag í kjölfar heim- sóknar fulltrúa bankans hingað til lands, en hér hittu þeir bæði fólk úr fjármálageiranum og frá hinu opinbera. „Eftir heimsóknina er okkar til- finning að líkur á frekara gengis- falli krónunnar séu litlar til skemmri tíma litið,“ segir í skýrsl- unni. Tekið var fram að mælt væri með kaupum á krónu og greint frá því að bankinn hefði keypt krónur fyrir jafnvirði fimm milljóna doll- ara í myntkörfu evru og dollara í hlutföllunum 60-40. Bankinn segir að þrátt fyrir að mörg útgefin krónubréf séu til innlausnar í haust hafi stór hluti útgefenda þegar innleyst bréf sín með samningi og því verði lækk- unaráhrif á krónuna minni. Þá er vísað til yfirlýsinga Seðlabankans um áframhaldandi vaxtahækkanir og að hér virðist menn enn hafa trú á gjaldmiðlinum. Sömuleiðis segir bankinn áhyggjur af fjár- hagsstöðugleika hér ýktar og að áhrifa af hækkandi heimsmark- aðsverði olíu gæti í minni mæli hér en annars staðar. - óká MERKI HSBC Greiningardeild HSBC segir áhyggjur af fjárhagsstöðugleika hér hafa verið ýktar. NORDICPHOTOS/AFP Veðja á krónuna Segja tal um fjármálakreppu út úr korti. Í seinni hluta vikunn- ar rann út frestur sem gefinn var til að bjóða í norsku fjölmiðlasam- steypuna Orkla Media. Forstjóri samsteypunnar gefur ekki upp hve marg- ir buðu en vitað er um einn sem hefur áhuga á Noregshluta starfsem- innar. Á fimmtudag rann út frestur til að bjóða í norsku fjölmiðlasamsteypuna Orkla Media. Fréttastofan Ritzau hefur í gær eftir Dag J. Opedal, for- stjóra Orkla, að ekki verði gefið upp hversu margir hafi boðið í félagið og að félagið muni taka sér góðan tíma í að meta stöðuna. Opedal segir að ekki verði tekin afstaða til tilboða fyrr en að aflokn- um sumarfríum og því tæpast mik- illa frétta að vænta af sölu félags- ins að sinni. Eignarhaldsfélagið Dagsbrún hefur verið orðað við kaup á Orkla, en Dagsbrún á meðal annars Fréttablaðið og aðra miðla 365. Félagið hefur þegar hafið útrás á Norðurlöndum með stofnun félags um útgáfu fríblaðs í Danmörku á borð við Fréttablaðið. Önnur félög sem talin eru hafa áhuga á Orkla eru Bonnier í Svíþjóð, Axel Springer í Þýskalandi og Agora í Póllandi. Þá greindi Times frá því fyrir helgi að Candover, Apex Partners og Providence Equity Partners væru að undirbúa tilboð í Orkla. Verðið er talið munu fara yfir 90 milljarða íslenskra króna. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Dagsbrúnar, sagðist ekkert vilja gefa upp um hvort félagið hefði boðið eða hygðist bjóða í Orkla Media. „Þessi loka- dagsetning sem þarna var sett fram er hins vegar meira til við- miðunar og fyrstu tilboð alveg óbindandi,“ bætti hún við. Ritzau hefur hins vegar heim- ildir fyrir einu tilboði sem sent hafi verið inn í hluta Orkla undir hatti Fire Store. Það er félagsskap- ur svæðisritanna Bergens Tidende, Adresseavisen, Stavanger Aften- blad og Fædrelandsvennen sem vill eignast Orkla Dagpresse í Nor- egi en hefur ekki áhuga á annarri útgáfu á borð við pólsk og dönsk dagblöð eða vikublöðum á borð við Hjemmet. olikr@frettabladid.is DAG J. OPEDAL, FORSTJÓRI ORKLA MEDIA HÖFUÐSTÖÐVAR NORSKU FJÖLMIÐLASAMSTEYPUNNAR ORKLA MEDIA Orkla er með víð- tæka útgáfustarfsemi í Noregi, Svíþjóð, Danmörk, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Litháen og Úkraínu. MYND/ORKLA MEDIA Gengið frá sölu Orkla Media eftir sumarfrí MUNIÐ MANCHESTERTÓNLEIKANA 2.600 KR. Í STÆÐI 3.700 KR. Í STÚKU Í LAUGARDALSHÖLL 6. MAÍ FRÁ KL. 17:30–00:00 Miðasala á midi.is, í BT og í verslunum Skífunnar. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 2 4 5 2 0 4 /2 0 0 6 FlyMe „hækkar“ um ellefu þúsund prósent Ekki er örgrannt um að margir hluthafar í sænska lággjalda- flugfélaginu FlyMe hafi fengið vægt áfall þegar þeir skoðuðu gengi félagsins í gær. Hafði félagið hækkað um 11.000 prósent rétt áður en markaðir lokuðu. Þetta átti sér allt eðli- legar skýringar þar sem hluta- bréf félagsins höfðu verið færð niður hundraðfalt þannig að hluturinn hækkaði úr fjórum sænskum aurum í um það bil fjórar sænskar krónur. Jafnframt var þetta lokahnykkurinn á stórfelldri hluta- fjáraukningu FlyMe sem hefur valdið miklum heila- brotum um gjörvallan heim með þeim afleiðingum að margir hafa stórgrætt á misskilningi – eða glópsku – annarra. Þannig seldu margir hluthafar í gær þegar gengið fór úr 0,04 í 3,4, eflaust þar sem þeir hafa hald- ið að þeir hefðu grætt svo mikið, en svo var auðvitað ekki. Þeir sem keyptu aftur á móti stórgræddu því gengið fór hæst í 5,1 eftir hádegi! Það er fimmtíu prósenta sveifla frá lægsta gildi til þess hæsta. Toppnum náð Dagens Industri tínir til fáein atriði sem benda til þess sænski hlutabréfamarkað- urinn fari ekki hærra upp á við. Skýrt merki um fallið framundan er að ekki dugi að bóka samdægurs borð á fínustu veitingastöðum Stokkhóms heldur verði að panta með tveggja daga fyrirvara. Blaðið nefnir einnig tæknigreiningu, innstreymi áhættufjármagns, alþjóða- væðingu, fyrirtækjasamruna og stressið og sveiflurnar á íslenska markaðnum sem dæmi um að nú fari allt á versta veg. Síðast en ekki síst bregðast margir lesend- ur illa við þegar blaðamenn skrifa greinar og vara við miklum verðhækkunum. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTAR...Fríblað Dagsbrúnar í Danmörku á að heita Nyhetsavisen, sem er bein þýðing á Fréttablaðinu. Morten Nissen Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri blaðsins. Lánasýsla ríkisins tilkynnti í gærmorgun að fyrsta áfanga í upp- kaupum á RIKB07 væri lokið. Keypt voru bréf fyrir 2.445 milljarða króna að markaðsvirði. Fjármálaeftirlitið veitti í gær Samson Global Holdings heimild til að fara með virkan eignarhlut yfir tuttugu prósentum í Straumi Burðarási fjárfestingabanka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.