Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 30
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR30 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Dansarar landsins draga fram betri skóna í dag á alþjóðlega dansdeginum. Mikið verður um dýrðir í Iðnó þar sem nemar í byrjunarsporunum jafnt sem lengra komnir listdansarar leika listir sínar. „Í tilefni dagsins minnum við á list- dansinn og að við erum til. Við ætlum að hafa það gaman,“ segir Irma Gunnars- dóttir, formaður Félags íslenskra list- dansara. Félagið stendur fyrir dansgleði í Iðnó frá kl.16 en fjölbreytt opin dags- skrá verður í boði fyrir almenning milli kl.16 og 17. „Það verður bryddað upp á ýmsum dansatriðum í tilefni dagsins, ungar dansdísir á aldrinum þriggja til fimm ára ætla að taka nokkur spor. Svo verða atvinnudansarar líka með uppák- omur, meðal annars verður flutt sýnis- horn úr nýju dansverki úr danshöfunda- smiðju Íd.“ Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis en félagar í FÍLD og velunnarar listgreinarinnar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Að dansdagsskrá lokinni verður vorfagnaður FÍLD hald- inn á efri hæðum hússins „Þetta verður bara á léttu nótunum og við ætlum að skemmta okkur á þessum degi.“ Dagurinn hefur verið haldinn hátíð- legur frá árinu 1982 þegar leikhúsmála- stofnun UNESCO ákvað að gera 29. apríl að alþjóðlegum degi dansins, en dagur- inn er tileinkaður fæðingarafmæli dans- frumkvöðulsins Jean-George Noverre sem fæddist árið 1727. „Þetta er líka góður tími til að fagna eftir veturinn því margir listdansskólanna eru að ljúka vetrarstarfi sínu. Dagurinn verður því eins konar uppskeruhátíð í leiðinni því danssýningum er flestum að ljúka um þetta leytið, bæði hjá Íslenska dans- flokknum,skólum og sjálfstætt starfandi dansflokkum. Þetta eru því góð tímamót til að fagna í víðu samhengi.“ Mikið er að gerast í dansinum um þessar mundir og hafa skólamálin verið sérstaklega mikið í umræðunni. „Nú í fyrsta sinn er boðið upp á listdansnám á háskólastigi á Íslandi og útskrifast listdansnemar frá Listaháskóla Íslands nú í vor af diplóma- braut sem er auðvitað sögulegt. Verið er að leggja Listdansskóla Íslands niður í þeirri mynd sem hann hefur verið en verið er að vinna í listdansmálum og koma með nýjar og vonandi betri náms- leiðir.“ Irma er því bjartsýn á framhald listdansins hér á landi. „Mér finnst fram- tíð íslenskra listdansara líta ágætlega út en það á náttúrulega margt eftir að þró- ast og gerjast.“ ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN: HALDINN HÁTÍÐLEGUR Í DAG Dansdísir og atvinnulistdansar IRMA GUNNARSDÓTTIR FORMAÐUR FÍLD Mikið verður um dýrðir í Iðnó í dag þegar Félag íslenskra listdansara stendur fyrir hátíð til að fagna alþjóðlegum dansdegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ JARÐARFARIR 14.00 Frú Þórhalla Gísladóttir, ljósmóðir frá Skógargerði, Bergþórugötu 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Val- þjófsstaðarkirkju. MERKISATBURÐIR 1106 Jón Ögmundsson er vígður fyrsti Hólabiskup. 1429 Franska hetjan Jóhanna af Örk kemur inn í borgina Orléans á dögum hundrað ára stríðsins. 1945 Adolf Hitler giftist Evu Braun. 1945 Bandarísk herlið frelsa fólk úr útrýmingarbúðum Þjóðverja í Dachau. 1967 Breski landhelgisbrjóturinn Brandur strýkur úr Reykja- víkurhöfn með tvo íslenska lögregluþjóna um borð. 1994 Halldór Ásgrímsson tekur við formennsku í Framsóknarflokknum af Steingrími Hermannssyni. 1998 Varðskip kemur með stóra flotkví til Hafnarfjarðar. Flutningur hennar frá Bret- landi tók einn mánuð. SIR ALFRED JOSEPH HITCHCOCK (1899-1980) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég hef ekkert á móti lögreglunni, ég er bara hræddur við hana.“ Kvikmyndaleikstjórinn Alfred Hitchcock leikstýrði yfir sextíu myndum á ferli sínum. Einkaleyfi fékkst á eina handhægustu uppfinningu heims í Bandaríkjunum þennan dag árið 1913. Upp- finningin var hönnuð með það að markmiði að festa saman brúnir á flík eða poka svo hægt væri að opna og loka aftur á einfaldan hátt. Á íslensku er gengur þetta fyrirbrigði undir nafninu rennilás og fæstir geta verið án hans. Rennilásinn er gerður úr tveimur lengjum af efni með tönnum úr plasti eða málmi. Ofan á tönnunum liggur lítill lás sem ýtir tönn- unum í sundur eða saman þegar hann er dreginn eftir röndunum. Vísir að búnaði þessum var fyrst sýndur á sýningu í Chicago árið 1893 af vísindamanninum Whit- comb L. Judson. Rennilásinn hans var aftur á móti með krókum í stað tanna. Það var svo Gideon Sundback, sænskur verkfræðingur sem starfaði í Bandaríkjunum, sem breytti rennilásnum í það sem hann er í dag. Sundback var sá sem fékk einkaleyfið í Bandaríkjunum þennan dag en um svipað leyti fékk Catharina Kuhn- Moos einkaleyfi fyrir svipuð- um búnaði í Evrópu. ÞETTA GERÐIST: 29. APRÍL 1913 Einkaleyfi fæst á rennilásinn RENNILÁSINN ER 93 ÁRA Okkar ástkæra Guðrún Sigþrúður Agnarsdóttir lést á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi hinn 24. apríl. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Landspítalann njóta þess. Gunnhildur Gunnarsdóttir Guðmundur Sigurbergsson Sara Lind Guðmundsdóttir Hildigunnur Guðmundsdóttir Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Daníel Diego og Emma Thorlacius Svava, Agnes, Hjaltlína, Erna, Margrét, Sigmundur og Eyjólfur Agnarsbörn og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Hannesdóttir Hæðargarði 33, Reykjavík, lést 19. apríl sl. á öldrunarlækningadeild Landspítalans á Landakoti. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hennar. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Hrund Jóhannsdóttir Gunnar Jónsson Hanna Birna Jóhannsdóttir Árni Óli Ólafsson Rannveig Auður Jóhannsdóttir Sigurður Rafn Jóhannsson Margrét Runólfsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hreggviðs Hermannssonar læknis, Nónvörðu 14, Keflavík. Lilja Jóhannsdóttir Margrét Hreggviðsdóttir Bjarni Guðjónsson Hermann Hreggviðsson Ágústa Hildur Gizurardóttir Elín Kristín Hreggviðsdóttir Júlíus Sigurðsson Guðmundur Páll Hreggviðsson Sólveig Silfá Karlsdóttir Björn Blöndal Gísli Blöndal Sólveig Leifsdóttir James William Sandridge Jóhann Dalberg Kristín Ruth Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Jóhönnu Þorgeirsdóttur kennara, Hlunnavogi 3. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 12-G á Landspítalanum við Hringbraut. Hjalti Jónasson, Þorgeir Hjaltason, Svanfríður Hjaltadóttir, Elín Hanna Pétursdóttir, Hjalti Geir Pétursson, Jónína Klara Pétursdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Sigurjón Ragnar Grétarsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir, Daníel Bergmann Guðmundsson, Dagný Valgerður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Hjaltason, Berglind Jóhannsdóttir, Jóhann Árnason, Karitas Þorsteinsdóttir. Ástkær og yndislegur sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, Svanberg Ingi Ragnarsson Skólavegi 9, Keflavík, lést þriðjudaginn 25. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Ögmundsdóttir Ragnar Ólafur Sigurðsson Erla Ragnarsdóttir Gunnar Daníel Sveinbjörnsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir Sigurður Bjarni Gunnarsson Kristín Erla Valdimarsdóttir Ögmundur Pétursson Þóra T. Ragnarsdóttir Karen Sigurðardóttir Svanberg Ingi Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.