Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 73
Með saumaklúbbnum til Berlínar „Ég er á leiðinni til Aþenu á Eur- ovision keppnina þar sem ég verð fulltrúi Rásar 2 á staðnum. Við leggjum í hann 11. mai og verðum í 10 daga það verður vonandi frá- bært lærdómsríkt skemmtilegt og mikil vinna. Síðan fer ég í lok mai til Berlinar með saumaklúbbnum mínum sem heitir Tottenham í ferð sem við erum búnar að vera að plana í tvö ár. Við erum allar nýbúnar að eiga stórafmæli og í stað þess að gefa afmælisgjafir þá lögðum við alltaf ákveðna upphæð við hvern afmælisdag inn á banka- bók. Svo fórum við í Kolaportið með allt dótið úr geymslunum og græddum vel á því. Við verðum í fimm daga á lúxushóteli í mið- borginni og ég hlakka mikið til. Ekki skemmir heldur fyrir að ég er altalandi á þýsku eftir að hafa búið í Austurríki í 6 ár þar sem ég var í háskólanámi. Nú síðan eru það allar útilegurnar á Íslandi, ég elska íslenska sumarið og er sann- kölluð útilegurotta.Pollamót og pæjumót og allt það.Í byrjum sept- ember förum við síðan fjölskyld- an til Suður Afríku og hittum fílana eins og 4ra ára sonur minn orðar það. Já það er bara heil- margt á dagskránni hjá mér....“ Hrafnhildur Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 Ferðast um með hústjaldið „Við hjónin festum kaup á hústjaldi í fyrrasumar og planið er að nota það meira í sumar en í fyrra. Tvær ferðir eru nú þegar ákveðnar. Við förum á ættarmót í Aðaldal og svo förum við á Esso fótboltamótið á Akureyri þar sem sonurinn keppir fyrir KR. Síðan langar mig á Snæ- fellsnes en ég uppgötvaði Djúpal- ónssand þarí fyrra sem mér finnst æðislegur staður og verð bara að komast þangað aftur. Síðan er ekki ólíklegt að við förum í hópferð á Þingvelli ásamt góðu fólki en við höfum nokkrum sinnum gert það en þá er tjaldað í hring og mikið fjör.“ Elín Reynisdóttir, förðunar- fræðingur Það er komið sumar... sól í heiði skín... Sumarið er tími gleðinnar og góða skapsins. Þá brjóta menn upp daglegt mynstur, breyta út af vananum og gera eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu. Fréttablaðið forvitnaðist um sumarplön nokkurra Íslendinga og gefur hér einnig nokkrar hugmyndir af hlutum sem gaman er að taka sér fyrir hendur í sumar. Fjölþjóðleg sumarbústaðavist „Í júní ætla ég að eyða tíma með börnum, tengdabörnum og barna- börnum en ég á orðið mjög alþjóð- lega fjölskyldu. Sonurinn minn sem býr í Englandi með franskri konu kemur þá til landsins og dótt- ir mín sem á enskan mann verður einnig í fríi á þessum tíma og saman ætlum við í fjölþjóðlega- sumarbústaðavist í Borgarfjörð. Annars mun ég að mestu nýta sumarið í golf og í það að halda við hinum stóra garði mínum. Í haust er svo stefnan tekin suður á bóg- innn en ég hef haft það fyrir sið að fara í sólina á haustin. Þá les maður bók á dag og slappar af fyrir jólabókarvertíðina. Ég hugsa að stefnan verði tekin á Króatíu eða Tyrklands að þessu sinni.“ Sigurður Svafarsson, útgáfu- stjóri Eddu Húsbyggingar og lundaveiði „Sumarið byrjar á ferð til Rúss- lands og Tallín með lögreglukórn- um þar sem kórinn mun taka þátt í kóramótum á báðum stöðum og halda tónleika. Sumarfríinu mun ég annars að mestu eyða á Grund- arfirði þar sem ég ætla að hjálpa syni mínum við húsbyggingar. Síðan ætla ég til Vestmannaeyja á lundaveiðar í Bjarnarey. Svo er aldrei að vita nema maður fari nokkrar ferðir út á land með felli- hýsið.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn Ævintýraleg bátsferð og sýning „Sumarið fer að mestu í að undir- búa sýningu sem ég stend fyrir ásamt fjórum öðrum listamönnum á eylandi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verður stór ævintýrasýning og eitt af mínu framlagi á þessa sýninguna verða myndir af vitum sem ég hef verið að taka síðastlið- in þrjú ár. Þar sem ég er mikill ævintýramaður þá er ég líka að skipuleggja stóra ævintýraferð sem felst í því að sigla hringinn í kringum Íslands á sjóspýttbát og slá þannig hraðamet. Jafnvel er hugmyndin að sigla frá Skotlandi til Íslands á þessum sama báti en það er verið að smíða hann þar.“ Friðrik Örn Hjaltested, ljós- myndari Legoland og fjarðarbyggð „Ég ætla ferðast vítt og breitt um Austurland því þar er svo margt spennandi sem við eigum eftir að prófa. Við ætlum t.d. að reyna að kom- ast í gönguferð í Stórurðina sem er staðsett við rætur Dyrfjalla og er ein af mörgum földum perlum Austurlands. Svo eru siglingar og stanga- veiði að hefjast í Fjarðabyggð og það gæti verið gaman að fara með fjölskylduna í siglingu. Síðan langar okkur að ganga upp að Hengifossi og jafnvel Strútsfossi. Seinna í sumar höfum við hugsað okkur að prófa að ferð- ast með ferjunni frá Seyðisfirði til Danmerkur og taka þar sumar- hús á leigu og ferðast um landið á eigin bíl Það hefur lengi verið draumur að fara með börnin í Legoland og fleiri skemmtigarða og skoða sig betur um í Dan- mörku.“ Katla Steinsson, hjá markaðs- stofu Austurlands E N N E M M / S ÍA / N M 2 13 7 8 NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI! Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. Verð á Nissan X-Trail Sport 2.990.000 kr. LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 41 KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA Mótmæli á morgun, skyldumæting! Hér á Kúbu er einræðisherra. Hann heitir Fídel Kastró og er að mörgu leyti meiri míta en maður. Hann er í hugum margra sveipaður miklum töfra- og hetjuljóma, enda unnið til þess standandi uppi í hárinu á vold- ugustu þjóð heims í 47 ár, og ekki dauður enn. Á hverjum degi er í sjónvarpinu, samstilltur, pólitískur umræðuþáttur sem heitir La Mesa Redonda, eða Hringborðið. Þetta er svona Kastljós-dæmi nema meira beinn pólitískur áróður, engir léttir föstudagar skulum við segja. Í stað- inn kemur Kastró stundum á föstu- dögum, einn eins og Dabbi gerði heima, og talar og talar. Klukkutími er ekki nærri nóg fyrir þennan mann svo öll föstudagsdagskráin frestast eða er sleppt, oft til mið- nættis. Einn föstudag tilkynnti Fídel að það yrði haldin mótmælaganga gegn Bandaríkjunum. Það er margt sem er ólíkt með mótmælagöngum hér og heima. Helsti munurinn er að hér er skyldumæting. Hann er hress á því kallinn. Hér eru vinnu- staðir og skólar sem refsa fólki ef það mætir ekki, laun eru dregin af fólki og annað í þeim anda. Gangan byrjaði klukkan átta um morgun og fólkið sem býr í úthverf- unum þurfti að vakna klukkan fjög- ur um nóttina til að taka rútu í göng- una. Úff, og ég svaf að sjálfsögðu yfir mig og mætti klukkan ellefu, guði sé lof, því að ganga í hita og skínandi sól frá ellefu til þrjú var alveg nóg. Ein milljón og fjögur- hundruð þúsund höfuðborgarbúar mættu til leiks en það skelfilegasta var að ákveðinn fasistabragur var yfir mótmælagöngunni. Þarna var fólk að þramma þetta þreytulegt í sól og hita, hugsanlega að pissa á sig, og sagði viva þegar það átti að segja það og veifaði litlu pappírs- fánunum sínum. „Viva Fidel, VIVA! Viva el socialismo, VIVA!“ O.s.frv. En það var líka gaman og við sneikuðum okkur inn þar sam fólk var með trommur og söng og dans- aði; Kúbanir hafa ótrúlegan hæfi- leika til að gera það besta úr hlutun- um. Var samt glöð að koma heim, sérstaklega þar sem okkur hafði tekist að gleyma sígarettunum ... sem setti svolítið punktinn yfir fas- ismann og heita sólina. Í HLUTVERKI FYRIRMYNDARBORGARANS Greinarhöfundur svaraði kalli Kastrós og mætti í mótmæli gegn Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.