Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 24
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR24 ■ SUNNUDAGUR, 23. APRÍL Belgíuspark og Íslandskast? Sá fyrirsögn á vef Ríkisútvarpsins um „Belgíuspark“. Hvað er nú það? Undir fyrirsögninni kom fram að Lokeren „lagði“ La Louviere 3- 2 í belgísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Þá rifjaðist upp að á þessu vefsetri hefur um nokkurt skeið blómstrað sú ámátlega tilgerð að kalla knattspyrnu „spark“. Það ber vott um daufan skilning á þessari fögru íþrótt að halda að hún snúist um að „sparka“ þótt hún sé kennd við að spyrna. Svo skil ég ekki þetta tal um „að leggja ein- hvern“ í fótbolta, hélt það væri gert í glímu. Eðlilegt framhald af svona málblóma- rækt væri að kalla handknattleik „kast“, og íslensk- an handknattleik þá „Íslandskast“, nema orðasmiðir útvarpsins vilji fremur kenna handboltann við að grípa en kasta og hnoða saman orðskrípinu „Íslandsgrip“. ■ MÁNUDAGUR, 24. APRÍL Hvað gera líkkistusmiðir? Óskapleg uppbygging á sér stað í þessu landi. Ég er búinn að vera á þönum um allan bæ og í nágranna- sveitarfélög að reyna að hafa uppi á tveimur eikarfjölum til að gera við úti- dyratröpp- urnar hjá mér áður en einhver háls- brýtur sig við að koma í heimsókn. En það er sama hvar ég kem, meira að segja í Bykó segjast þeir ekki geta afgreitt þetta fyrr en eftir nokkrar vikur. Hvað gera líkkistu- smiðir ef það vantar fjalir? Segja kúnnanum að bíða í nokkrar vikur? Eftirspurnin eftir timbri sýnir að það er augljóslega engin kreppa hjá byggingariðnað- inum enda hefur það loðað við þann iðnað að halda áfram löngu eftir að kreppa er skollin á í öðrum greinum. Í gamla daga voru það hárskerar sem fyrstir urðu varir við niður- sveiflu. Þá hættu menn að mæta til að láta snyrta sig hálfsmánað- arlega. Núna eru það væntan- lega auglýsingadeildir fjölmiðla sem fyrstar merkja samdráttar- einkenni. Hagfræðingar eru ekki góðir spámenn – þótt hagfræðing- ar þurfi ekki endilega að hafa minna vit á efnahagsmál- um en annað fólk. Þeir gera það ekki endasleppt við mig hjá Íslenskum get- raunum. Nú fékk ég enn einn tölvupóst- inn frá þeim: „Til hamingju þú hefur unnið heilan strætó- miða (280 kr.) í get- raunum“. Við Sólveig fórum á hestbak í dásamlegu veðri. Lífið verður ekki miklu betra. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 25. APRÍL Jón og séra Jón – og svo bara Jónína Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að aka á lögreglumann og slá hann í kvið- inn. Segir í niðurstöðu dómsins, að maðurinn hafi að nauðsynjalausu stofnað í hættu lífi og heilsu lög- reglumanns, sem var að gegna skyldustörfum sínum. Það er greinilega munur á Jóni og séra Jóni því að í gær dæmdi sami dómstóll karlmann í 6 mán- aða fangelsi fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi „með því að þrífa í öxl hans, og bregða fyrir hann fæti svo hann hrasaði við“. Fyrirhyggjusamir ofbeldis- seggir ættu því ekki að bekkj- ast til við sýslu- menn heldur leita uppi lög- reglu- menn í þeirra stað – en lang- ódýrast er þó að mis- þyrma konum, samanber það sem ég skrifaði í dagbókina mína 23. febrúar sl.: „Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugs- aldri í 50 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á konu á sama aldri í október á síð- asta ári og slá höfði hennar í vegg, taka hana hálstaki, sparka í maga hennar og kasta henni í jörð- ina. Maðurinn játaði brot- ið. Konan hlaut mar og yfirborðsáverka á hnakka, mar og yfirborðsáverka á hálsi og mar á neðanverðu baki og mjöðm.“ Sex mánaða fangelsi fyrir að stjaka við sýslumanni. Fjögurra mánaða skilorð fyrir að aka á lög- reglumann og lumbra á honum að auki. En 50 þúsund kall fyrir að misþyrma kvenmanni – það kalla ég tómbóluprís! Það getur verið að allir séu jafnir fyrir lögunum, en menn eru greinilega ekki jafnir fyrir dómstólunum, þar gildir greinilega hvort maður heitir Jón eða séra Jón – eða bara Jónína. ■ MIÐVIKUDAGUR, 26. APRÍL Gervigreind Fékk fallegt bréf frá íslensku- kennara, ósk um liðveislu í bar- áttunni gegn því að tungumál- ið okkar veslist upp. Nú er í tísku að halda því fram að tungumál eigi að þróast sjálf- krafa – og forðast að blanda smekkvísi, skilningi eða þekk- ingu í þá þróun. Tók eftir því að verið var að tala um „gervi- greind“ og „vélmenni“ í útvarpinu áðan. Furðulegt orð „gervi- greind“. Mér finnst ókurteisi að nota það um vélmenni. Ég brúka það eingöngu um gagn- rýnendur sem skrifa af skilningsleysi eða remb- ingi um bækurnar mínar eða útblásna stjórnmála- menn eða aðra sem þykj- ast vera þess umkomnir að hafa vit fyrir fólki. Talandi um gervi- greind þá skrifaði ég í dagbókina mína í síð- ustu viku að ég ætlaði að kjósa Vilhjálm Þ. sem borgarstjóra. Ég frétti að hann hefði verið að halda upp á sextugsafmælið sitt í dag. Ekki vissi ég að hann væri orðinn svona gamall. Maðurinn er ekkert farinn að grána. Samt hlýtur hann eitthvað vera farinn að gefa sig því hann steingleymdi að bjóða mér í afmælið sitt. Kannski var það eins gott. Ég hefði kannski lent til borðs með Davíð, Hannesi Hólmsteini og Birni Bjarnasyni. Trúlega hefur Villi viljað forðað þeim frá því að lenda í hæpnum félagsskap. Sennilega rétt athug- að hjá honum. Best að endurskoða þetta með stuðninginn. ■ FIMMTUDAGUR, 27. APRÍL Egill Skallagrímsson og alþingismenn! Ég hef aldrei skilið hvernig fólki dettur í hug að fara í pólitík og geta þaðan í frá aldrei um frjálst höfuð strokið fyrir fólki sem vant- ar flugvöll, sjúkrahús, elliheimili, álbræðslu eða eitthvað annað. En allt í einu rennur upp fyrir mér ljós. Ég sé nefnilega í fréttum að launin eru alls ekki slæm: Ráð- herra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafn- gildir 90 milljónum króna í starfs- lokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. „Þingmaður sem starfar á Alþingi í átta ár ávinnur sér líf- eyrisréttindi sem nema 24 pró- sentum af launum hans. Ráðherra ávinnur sér helmingi meiri lífeyr- isréttindi, eða 48 pró- sent af laun- um. Með öðrum orðum tekur það ráðherra átta ár að ávinna sér nær helming af launum sínum í lífeyr- isgreiðslur. Óbreyttur starfsmað- ur hins opinbera ávinnur sér hins vegar lífeyrisréttindi sem nema um 15 prósentum af meðaltekjum á sama tímabili. Starfsmaður á almennum markaði rekur hins vegar lestina og ávinnur sér 11,6 prósenta lífeyrisréttindi á átta árum.“ Þetta er náttúrlega bilun og svínarí sem liggur á að lagfæra. Þeir hafa gróflega misnotað aðstöðu sína á þinginu til að hygla sjálfum sér, bann- settir ormarnir! Svo þegar harðnar á dalnum koma þessir fuglar og segja almenningi að hafa sig hægan og sýna hófsemi og ábyrgð. Það er ekki almenn- ingur í landinu sem hefur misst sig í græðgi heldur þeir sem eiga að ganga á undan með góðu for- dæmi. Svona fram- koma ber vott um gervigreind. Egil Skalla- grímsson sáluga langaði til að strá peningum yfir alþingis- menn til að gera þá vit- lausa. Nú þegar hans nýtur ekki lengur við gera þeir það bara sjálfir. ALLIR ERU JAFNIR FYRIR LÖGUNUM – NEMA AUÐVITAÐ: Sýslumenn, lögreglumenn og kvenmenn Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um íþróttirnar Belgíuspark og Íslandshögg, vikið að hárskerum og hagfræðingum; ofbeldisseggjum bent á kvenmenn fremur en sýslumenn; og loks er rætt um gervigreind, Egil Skallagrímsson og eftirlaunakjör stjórnmálamanna. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar OPIÐ ELDHÚS VELKOMIN Í GLÆSILEGAN SÝNINGARSAL OKKAR AÐ LÁGMÚLA 8 sýningarhelgi OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-17 OG SUNNUDAG FRÁ 13-17 LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 - HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera. Ef þú ert að huga að nýju eldhúsi er upplagt að skoða kosti HTH. Í glæsilegum sýningarsal okkar sérðu allt það nýjasta í eldhústækjum frá AEG fléttað saman við innréttingar frá HTH. Þetta samspil HTH og AEG er ekki bara fallegt og vandað heldur er heildarlausn af þessu tagi á góðum kjörum hjá Bræðrunum Ormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.