Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 59 Velkomin á Hellisheiði Vistvæn orkunýting við bæjardyrnar Sunnudaginn 30. apríl gefst þér kostur á að kynnast framkvæmdum á Hellisheiði, þar sem gufustrókar rísa til himins og stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar rís vestan við Kolviðarhól. Rútuferðir frá höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 kl. 13:30, 14:00 og 14:30 með leið- sögumönnum. Þeim sem koma á einkabílum er boðið að fara hring- ferð um svæðið með rútu. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og ís fyrir börnin. Sjáumst!ÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - O RK 3 22 17 04 /2 00 6 FÓTBOLTI Chelsea getur tryggt sér titilinn á Englandi ef liðið tapar ekki gegn Manchester United í stórleik helgarinnar í hádeginu í dag. Chelsea er með níu stiga for- ystu á United þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Við erum búnir að æfa vel í vikunni. Við erum búnir að gleyma því sem gerðist um síðustu helgi og einbeitum okkur nú að því að gera okkur grein fyrir því hversu stórkostlegt afrek það er að vinna titilinn, tvö ár í röð,“ segir Joe Cole, leikmaður Chelsea, en Liver- pool sló þá bláklæddu út í undan- úrslitum FA-bikarsins um síðustu helgi og geta þeir þar með ekki unnið tvöfalt í ár. Rio Ferdinand, varnarmaður United, vonast til að slá fagnaðar- látum Chelsea á frest en til þess verður liðið að vinna leikinn á Stamford Bridge. „Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Þeir geta tryggt sér titilinn en það er undir okkur komið að seinka því eins lengi og við getum og vissulega ætlum við okkur það. Chelsea-liðið hefur verið mjög stöðugt á tímabilinu og á hrós skilið fyrir það. Við hefðum getað sett meiri pressu á liðið með hagstæðum úrslitum en því miður var það ekki uppi á pallborðinu að þessu sinni,“ sagði varnarmaður- inn sterki, vongóður um hagstæð úrslit í hádeginu í dag. - hþh Línurnar eru heldur betur farnar að skýrast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu: Ætlum að fresta fögnuðinum BIKARINN Á LOFT Chelsea getur tryggt sér titilinn í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LUIZ FELIPE SCOLARI Tekur ekki við enska liðinu eftir allt. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Eftir miklar vangaveltur undanfarið eru allar líkur á því að Luiz Felipe Scolari muni ekki taka við enska landsliðinu eftir HM í sumar. Flestir bjuggust við því að Brasilíumaðurinn myndi skrifa undir samning við enska knatt- spyrnusambandið í næstu viku en ummæli Scolari á blaðamanna- fundi í Þýskalandi benda til ann- ars. „FA ætla að velja mann til að stýra liði sínu. Ég verð ekki sá maður og því lýkur þessu máli hér og nú. Ég er ánægður með að Englendingar hafi íhugað að fá mig en ég vil klárlega ljúka mál- inu núna,“ sagði Scolari en ummæli þessi komu enskum í opna skjöldu. Scolari segir að hann hafi fengið smjörþefinn af starfinu eftir mik- inn ágang enskra fjölmiðla síðustu daga. „Á síðustu tveimur dögum hefur líf mitt gjörbreyst, einkalífi mínu var umturnað. Það eru tuttugu blaðamenn fyrir utan húsið mitt núna. Þetta er algjör geðveiki,“ sagði Scolari eftir að enskir fjölmiðlar flæmdu hann frá starfinu sem landsliðsþjálfari Englands. - hþh Luiz Felipe Scolari: Ég tek ekki við Englandi FÓTBOLTI Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa sett stefn- una á að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna bæði deild og bikar tvö ár í röð. Í dag getur liðið tekið stórt skref í átt að þeim frábæra árangri með því að leggja Frankfurt í úrslita- leik bikarkeppninnar. Bayern er auk þess í lykilstöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 20. skipti og gæti í besta falli tryggt sér hann í næstu viku. „Sigur í bikarkeppninni hér í landi hefur ekki sama vægi og til dæmis á Englandi, en það væri engu að síður stórkostlegt afrek að vinna tvöfalt tvö ár í röð - sem engu þýsku liði hefur tekist í sög- unni,“ sagði Felix Magath, stjóri Bayern, en félagið hefur tólf sinn- um orðið bikarmeistari. - hþh Þýska liðið Bayern München: Getur unnið tvöfalt á ný BÆJARAR Eiga möguleika á að fagna tvöfalt í ár. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.