Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 Einn voðalegasti atburður Íslands- sögunnar er stórbruninn í Kaup- mannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverf- ið, að undanteknu háskólaráðshús- inu. Háskólabókasafnið eyðilagð- ist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stjórnvöld komu litlum vörnum við og tilraunir til slökkvistarfs mistókust. Jón Ólafsson frá Grunnavík, sem var í borginni þessa daga, lýsti henni svo að bruna lokn- um: „Að líta á staðinn sjálfan er skelfilegt, það sér allt út eins og stór- grýtt holt eða hraun.“ Björgunaraðgerðir Eldurinn kom upp að kvöldi miðvikudagsins 20. október og þá þegar hvöttu íslenskir námsmenn Árna Magnússon prófessor og hand- ritasafnara til að koma eigum sínum undan. Handritasafn hans var eitt hið merkasta á Norður- löndum og afrakstur áratuga erf- iðis. Árni kvaðst treysta því að eldurinn yrði slökktur. Morgun- inn eftir var kominn eldur í Frú- arkirkju og þá tók Árni við sér, enda aðeins nokkur hundruð metrar frá kirkjunni að húsi hans í Store Kannikestræde. Árna til aðstoðar við björgunina voru áðurnefndur Jón Ólafsson og Finnur Jónsson síðar biskup, ásamt þjónustufólki. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni Árna, en á fimmta tímanum varð ekki meira að gert fyrir hita og er haft eftir Árna um leið og hann gekk út í síðasta sinn: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Handritin gengu fyrir Á fimmta hundrað prentaðra bóka bjargaðist en mörg þúsund urðu eldinum að bráð. Handritin höfðu verið látin ganga fyrir, sem von var. Árna var mjög brugðið og í bréfum til Íslands næsta vor gerði hann meira úr glötuninni en efni stóðu til. Skaðinn var engu að síður mikill. Talið er að einungis tólf skinnhandrit hafi brunnið, mest Maríu sögur og Karlamagn- úsar sögur, en ókunnur fjöldi handritsbrota. Hjá Árna voru líka fáein íslensk skinnhandrit úr Háskólabókasafninu, sem hann hafði að láni og björguðust fyrir vikið. Aftur á móti brunnu all- mörg pappírshandrit frá 17. öld og eftirrit handrita og bréfa sem Árni hafði látið gera áratugina á undan. Fornar bréfabækur emb- ættismanna, alþingisbækur, ann- álar og kvæðabækur týndust, sem og Sæmundar Eddur „geysimarg- ar“ eins og Árni orðaði það sjálf- ur. Einnig má nefna jarðabók hans og Páls Vídalíns yfir Austurland. Síðast en ekki síst glötuðust minn- isgreinar hans um ýmis efni, meðal annars lærða íslenska menn, sem hann hafði safnað fróð- leik um nánast alla ævina. Komið fyrir á nýjum stað Fyrst um sinn voru handritin í geymslu hjá vini Árna, Hans Becker kaupmanni. Síðar fékk Árni eigið húsnæði, mun þrengra en hann hafði haft áður, og svo virðist sem hann hafi aldrei haft geð í sér til að kanna nákvæmlega hvað bjargaðist og hvað glataðist. Hann lést rúmu ári eftir brunann, aðfaranótt 7. janúar 1730, 66 ára að aldri. Ómakleg gagnrýni Árni hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að fara með nánast öll íslensk handrit úr landi og síðan næstum því láta þau eyðileggjast í eldi. Það eru ómaklegar aðfinnslur og líklegt að mikill hluti þeirra handrita sem þó eru til, þrátt fyrir stór- brunann í Kaupmanna- höfn, hefði orðið eyðilegg- ingu að bráð á Íslandi, hefði Árni ekki safnað þeim saman. Þýski fræðimaður- inn Konrad Maurer rökstyður þetta af mikilli skynsemi í lýsingu á ferð sinni um Ísland árið 1858, og er rétt að hann eigi síðasta orðið hér: „Auk þess er ástæða til að efast um að nokkuð markvert væri nú eftir af þeim ótölulega fjölda handrita sem Árni bjargaði með ósegjanlegum erfiðismunum úr höndum ógætinna eigenda... ef hann hefði ekki flutt þessa fjár- sjóði úr landi á þeim erfiðu tímum í sögu íslensku þjóðarinnar sem um var að ræða.“ Már Jónsson, dósent í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Hvaðan kemur orðatiltækið „enginn verður óbarinn biskup“? Voru biskupar lamdir í gamla daga? Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbar- inn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunni af Guðmundi biskupi góða er frá því sagt að hann hafi verið heldur ódæll í æsku og verið barinn til bókar, það er honum var refsað ef hann lagði ekki að sér við námið. Hann náði þó að verða biskup, ef til vill vegna þess að hann var tuktaður til, barinn. Þýðing á erlendum málshætti eða máltæki Máltækið gæti átt óbeint rætur að rekja til Guðmundar sögu en verið um leið þýðing á latneskum máls- hætti, til dæmis per arduum ad astra „með erfiði til stjarnanna“. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924:586) er sam- bærilegt máltæki, tugt og lære giver brød og ære, notað sem þýð- ing á „enginn verður óbarinn biskup“. Orðasambandið að berja ein- hvern til bókar er þekkt úr fornu máli og er notað enn í dag þótt fáum sé haldið að bóklestri nú til dags með barsmíðum. Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn? ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafn litlu landi og Íslandi, hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi, af hverju verður fólk stressað, eru óbeinar reykingar óhollar, hvernig er stéttakerfi Hindúa, hversu gamall er elsti peningur á Íslandi og hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is ÁRNI MAGNÚSSON 1663-1730. ������������������������������ �� ���������������������������� �������������� ����������������� N æ st �������������������� ������������������������������������������������� �������������������������������������������������� ������������������������� ���������������� ����� ��������������������������������������������������� ���������������������������������������� ������ �������������������������������������������� � ��������������������������������� � ��������������������������������������� � ����������������������������������� ������������������������������������������� � �������������������������������������������� ���������������������������������������������� � ��������������������������������������� ������������������������� ������������� ����������������������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.