Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 26
29. apríl 2006 LAUGARDAGUR26
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Hver yrðu viðbrögð atvinnurekenda ef starfsfólk færi fram
á að fá laun sín greidd í evrum en ekki íslenskum krónum?
Eru einhverjar lagahindranir sem koma í veg fyrir slíkt?
Eignast má hluti í hlutafélögum í erlendum gjaldmiðl-
um. Sjómenn sem eru á hlut fá í rauninni laun sín greidd
í erlendum gjaldmiðli. Hlutur sjómannsins hækkar eða
lækkar með verði fiskafurðanna í erlendri mynt. Lækki
evra gagnvart íslenskri krónu lækkar kaup þeirra. Hlutur
sjómanna á frystitogurum hækkaði um hundruð þúsunda
króna á svipstundu þegar krónan féll um daginn. Sjómennirnir gátu blessun-
arlega keypt fleiri krónur fyrir erlendu gjaldmiðlana sína, sem útgerðin hafði
reyndar þýtt yfir í íslenskar krónur. Mikill meirihluti starfsmanna Atlanta fær
laun sín greidd í dollurum. Fleira mætti telja.
Actavis, Marel, Sæplast, Össur, CCP, Alfesca og sjávarútvegurinn allur auk
ferðaþjónustunnar afla tekna sinna að mestu í erlendum gjaldmiðlum. Þessi
fyrirtæki hafa liðið fyrir skefjalausa hækkun krónunnar á undanförnum miss-
erum. Æ færri krónur hafa fengist fyrir hvern bandaríkjadal eða evru sem þau
afla til þess að borga laun og annan innlendan kostnað. Því má spyrja hvort
besta leiðin til þess að halda eftirsóttum stöðugleika fyrir útflutningsfyrirtæk-
in sé ekki fólgin í því að þau greiði launakostnað sinn í sama gjaldmiðli og
þau fá fyrir vörur sínar eða þjónustu. Þau gætu sneitt hjá gengisfikti íslenskra
stjórnvalda, Seðlabankans og helstu fjármálastofnana með þessum hætti.
Sjálfsagt verður algengara með hverjum mánuði að stjórnendur útrásar-
fyrirtækjanna taki hluta launa sinna í öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu.
Er eitthvað sem bannar það? Er eitthvað sem bannar verslunum að taka við
evrum eða dollurum og gefa til baka í sömu mynt?
Eftirtekt vakti að Straumur og KB banki tilkynntu fyrir helgina um sam-
anlagðan 38 milljarða króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Uppistaða vel-
gengninnar var gengishagnaður. Á sama tíma leit almenningur ofan í buddur
sínar og sá að 400 krónur voru orðnar að 300 krónum. „Skrambinn. Ég hefði
átt 400 krónurnar ennþá hefðu þær verið í evrum,“ sagði strætóbílstjórinn.
„Og svo hækka í leiðinni afborganirnar af íbúðinni til gróðabankanna. Væri
ekki nær fyrir Halldór og Geir að láta af verðtryggðinni við bankana og halda
frekar tryggð við okkur?“ spurði hann.
Spurning er hvort við ættum ekki að slá til og biðja öll um að fá laun
okkar greidd í evrum.
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Verðtryggð við banka
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com
VILTU SKJÓL Á
VERÖNDINA?
Málaferli hjá EFTA-dóm-
stólnum í Lúxemborg vegna
mismununar opinberra fyr-
irtækja og einkafyrirtækja
í orkuvinnslu í Noregi
minna um margt á tog-
streituna um sérstöðu sem
íslenska ríkið ætlar að veita
nýju hlutafélagi í sinni
eigu á samkeppnismarkaði.
Þetta hlutafélag á að heita
Ríkisútvarpið hf.
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað
fyrir helgi að skjóta deilu um yfir-
tökurétt norska ríkisins á fossa- og
vatnsréttindum til EFTA-dóm-
stólsins í Lúxemborg. Lagt er fyrir
dómstólinn að kveða upp úrskurð
um það hvort norsku lögin sam-
rýmist ákvæðum Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Ákvörðunin um að skjóta deil-
unni til dómstólsins í Lúxemborg
var tekin eftir að norsk stjórnvöld
lýstu því yfir í síðustu viku að þau
hygðust ekki verða við tilmælum
um að breyta lögunum um
yfirtöku fossa- og vatnsrétt-
inda sem sett voru á önd-
verðri síðustu öld.
Hallgrímur Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri hjá ESA
í Brussel, segir að umdeildu
lögin kveði á um að réttindi
sem einkaaðilum hafi með
þessum hætti verið úthlut-
að til raforkuvinnslu eða
annarrar starfsemi falli
aftur til norska ríkisins að
sextíu árum liðnum. Hið
sama gildi ekki um opin-
bera innlenda aðila sem
kunni að eiga hlut í slíkum rekstri
með einkaaðilum. Þannig sitji
einkafyrirtæki og norsk opinber
fyrirtæki ekki við sama borð í
þessum rekstri. „Eftirlitsstofnun-
in hefur litið svo á að þetta feli í
sér mismunun að svo miklu leyti
sem þetta varðar fyrirtæki innan
Evrópska efnahagssvæðisins. Í
málflutningi hefur verið litið svo á
að þetta sé brot á meginreglu EES
um staðfesturétt og frjálsa fjár-
magnsflutninga.“
Ólögmæt mismunun
Skuldbinding EES-samningsins
um staðfesturétt felur í sér að
engin höft eru á rétti ríkisborgara
til að öðlast staðfestu í einhverju
öðru aðildarríki samningsins. Þeir
hafa því rétt til að hefja og stunda
sjálfstæða atvinnustarfsemi yfir
landamæri aðildarlandanna.
Eftirlitsstofnunin bendir á að
sjálft fyrirkomulagið um endur-
heimt norska ríkisins á fossa- eða
vatnsréttindum sé ekki talið and-
stætt ákvæðum EES-samningsins.
Samkvæmt því getur orkufyr-
irtæki sem að tveimur þriðju hlut-
um hið minnsta er í eigu norska
ríkisins, sveitarfélaga eða annarra
opinberra aðila í Noregi öðlast
ótímabundna eftirgjöf til ráðstöf-
unar á vatnsföllum. Einkafyrir-
tæki eru aftur á móti nauðbeygð til
þess að afhenda norska ríkinu rétt-
indi sín, gögn og gæði eftir sextíu
ára starfsemi í krafti réttindanna.
Þetta útilokar orkufyrirtæki ann-
arra EES-ríkja frá því að hefja
orkuvinnslu í landinu á sömu skil-
málum og gilda um norsk fyrir-
tæki í opinberri eigu. Að mati ESA
felur þetta í sér ólögmæta mis-
munun eins og áður segir og telst
brot á grundvallarreglum
Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Eftirlitsstofnunin skil-
aði rökstuddu áliti sínu í
málinu þegar árið 2002
þegar hún komst að þeirri
niðurstöðu að fyrirkomu-
lagið um endurheimt fossa-
eða vatnsréttinda í krafti
norsku yfirtökulaganna
bryti í bága við samþykktir
EES. Þótt norsk stjórnvöld
hafi í kjölfarið hafist handa
um að breyta lögunum til-
kynntu þau í síðustu viku
að þau ætluðu í engu að
hvika frá þeirri afstöðu sinni að
norsk lög um yfirtöku fossa- og
vatnsréttinda stæðu ofar og utan
við valdsvið EES-samningsins.
Um grundvallarreglur
Það mál sem hér hefur verið rakið
snýst um grundvallarreglur sem
aðildarríki EES-samningsins hafa
heitið að virða. Ekkert þarf að vera
óeðlilegt við það að upp rísi deilur
endrum og sinnum um einstök
álitamál, því betra er þá að geta
stuðst við skýrar grundvallarregl-
ur. Þær þurfa að vera skýrar, rétt-
lætanlegar, gagnsæjar og aðgengi-
legar og lagasetning eða
ákvarðanir sem á þeim hvíla ættu
ávallt að hafa beina skírskotun til
slíkra grundvallarreglna.
Einstök aðildarríki geta með
öðrum orðum ekki sýnt geðþótta í
réttarsambandi sínu við önnur
ríki. Það gildir sannarlega um
EES-samninginn, sem Ísland á
aðild að og hefur skotið íslensku
efnahagslífi í þær hæðir sem raun
ber vitni á undanförnum áratug og
jafnframt bætt neytendavernd og
réttarstöðu íslenskra borgara.
Markaðsfrelsi og girðingar
Í þessu ljósi er einkennilegt að
íslensk stjórnvöld skuli með óskýr-
um, illa réttlætanlegum og ógagn-
sæjum hætti ætla að breyta Ríkis-
útvarpinu í hlutafélag. Illmögulegt
er fyrir venjulegt fólk að rekja
einstök atriði lagafrumvarpsins til
almennra grundvallarreglna um
hlutafélög, ríkisstyrki og sam-
keppnisreglur.
Af norska dæminu hér að fram-
an er auðvelt að ráða að væntan-
legt regluverk um Ríkisútvarpið
hf. fer gegn meginreglum í við-
skiptum þjóða og félaga á mark-
aði. Megintilgangur frumvarpsins
er að breyta rekstrarformi Ríkis-
útvarpsins og nýta til fulls hlutafé-
lagaform sem þróast hefur um
aldir. Formið felur í sér grundvall-
arreglur um ábyrgð, upplýsingar,
viðskipti og meðferð fjár og arðs
svo nokkuð sé nefnt. Svo ríkar eru
þessar grundvallarreglur að sér-
stakar stofnanir EFTA og ESB fást
einvörðungu við samkeppnismál
og ríkisstyrki.
Á síðustu stundu
Hinn 24. apríl kynnti menntamála-
ráðherra frumvarp til útvarps-
laga. Sama dag settu sérfræðingar
á snærum ráðherrans síðustu
klausuna inn í frumvarpið. Klaus-
an er í fjórðu grein frumvarpsins,
sem kveður meðal annars á um
takmarkanir á eignarhaldi á
útvarpsstöðvum, og hljóðar svo:
„Ríkisútvarpinu er óheimilt að
eiga hlut í öðru fyrirtæki sem
gefur út dagblað eða rekur útvarps-
stöð.“ Þessi setning kemur næst á
eftir setningu sem gengur í þver-
öfuga átt og hljóðar svo: „Ákvæði
þessarar greinar gilda ekki um
eignarhald ríkisins á Ríkis-
útvarpinu.“
Hér blasir við þversögn: Um
leið og ætlun löggjafans er að taka
upp rekstrarform sem gildir um
öll almenn hlutafélög innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins eru sett
sérákvæði í frumvarp um fjöl-
miðla og frumvarp um Ríkisút-
varpið sem fela í sér girðingar,
hlekki, höft og handjárn fyrir Rík-
isútvarpið. Sagt er að Ríkisútvarp-
ið hf. eigi með þessum hætti að
vera óvirkt í samkeppni við önnur
hlutafélög á markaðnum.
Norska dæmið hér að framan
bendir sterklega til þess að íslensk
stjórnvöld eigi að varast að fara
gegn augljósum grundvallarregl-
um, meðal annars jafnræðisregl-
um EES-samningsins, sem þau
hafa heitið að virða. Afbökun
grundvallarreglna gerir hvorki
þjóðinni né þjóðarútvarpinu
nokkuð gott. johannh@frettabladid.is
TROMSÖ Í NOREGI Norsk stjórnvöld lýstu því yfir í síðustu viku að þau ætluðu að halda fast
við að yfirtaka norska ríkisins á fossa- og vatnsréttindum af einkafyrirtækjum stæði utan
valdsviðs EES-samningsins þótt það ylli mismunun.
Tekist á um grunnreglur
Hlutir sem gerast snöggt
Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 öllum
að óvörum. Menn stóðu eins og glópar þegar
Ceausescu, einvaldur í Rúmeníu, féll nokkrum
mánuðum áður.
Menn göptu líka þegar Davíð Scheving
Thorsteinsson braut á bak aftur áratuga bjórbann
í landinu með smá kvörtun til stjórnvalda vegna
mismununar í Fríhöfninni. Af hverju hafði okkur
ekki dottið þetta í hug, spurði fólk.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka,
segir opinberlega að unnt sé að afnema verð-
trygginguna með snöggum hætti.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra verður vantrúað-
ur og spyr hvort Hreiðar
vilji lána fólki til 40 ára
óverðtryggt. Fólst svarið ekki
í yfirlýsingu Hreiðars? Gefum
Halldóri tíma.
Geir H. Haarde utanríkisráðherra lýsir yfir að
Bandaríkjamenn geti einir varið Íslendinga. Annað
sé óraunhæft og því verði ekki samið við aðra.
Hann er ekki fyrr búinn að sleppa orðinu en
Frakkar taka vel á móti Birni Bjarnasyni dóms-
málaráðherra og segjast vilja íhuga að auka umsvif
franska flotans við Íslands. Ætli Geir hafi orðið
hissa?
Menn tala allt í einu í útlöndum um efnahags-
fyrirbærið Ísland. Allir urðu ráðvilltir og hissa.
Snúið mál
Í dag kemur utanríkismálanefnd saman til
fundar. Loforð verða efnd um að upp-
lýsa nefndina um mikilvæg varnar- og
utanríkismálefni svo sem lögboðið er.
Utanríkisráðherra mætir.
Sögur herma að íslenska samn-
inganefndin hafi verið önug eftir
fundina með bandarísku sendi-
nefndinni fyrir helgina. Ekkert hafi komið þar fram
sem hönd væri á festandi. Við blasir að skipulega
og skref fyrir skref bakki herinn út úr landinu
og hið versta ástand blasi við heimamönnum á
Suðurnesjum í draugabæ á Miðnesheiði í byrjun
október.
En hvað með Frakka? Vildu þeir verja okkur? Jú,
það kemur til greina, á franskur starfsbróðir Geirs
Haarde að hafa sagt við hann í París á dögunum.
„En það kostar,“ og þar með var málið útrætt.
Í júlí árið 2004 var Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra staddur í Hvíta húsinu hjá Bush. Forseti
Bandaríkjanna sneri sér að Rumsfeld, Powell og
Condolezzu Rice og sagði: „Við verðum að hjálpa
Íslendingum.“ Þannig greinir Styrmir Gunnarsson
ritstjóri frá í bókinni um forsætisráðherra Íslands
og bætir efnislega við að á íslensku verði þetta
ekki skilið öðruvísi en að framtíð herstöðvarinnar
verði ekki ráðin nema með fullu samkomulagi
milli þjóðanna tveggja.
Úr bakherberginu...
Forsetans rómur er fagur og tær
fögnuð vekur í mínu sinni
En oft er í holti heyrandi nær
og hávaðinn mætti vera minni.
Kristinn H. Gunnarsson um Sólveigu
Pétursdóttur, forseta Alþingis, eftir að
hún hafði þráfaldlega orðið að beita
bjöllunni í heitum umræðum í vikunni.
HALLGRÍMUR
ÁSGEIRSSON,
framkvæmdastjóri
hjá ESA