Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 88
56 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Þegar Guðmundur Guð- mundsson, núverandi þjálfari Fram, þjálfaði íslenska landsliðið fyrir nokkrum árum var Gunnar Magnússon, þjálfari Víkings/ Fjölnis, hans hægri hönd. Kald- hæðni örlaganna hefur nú hagað því þannig að eina liðið sem getur komið í veg fyrir að Framarar hampi Íslandsmeistarabikarnum í dag er einmitt Víkingur/Fjölnir. Þannig væri Gunnar að gera félaga sínum Guðmundi, þeim sem hann kallar einn sinn helsta læriföður, stóran grikk með sigri í Safamýrinni í dag. „Guðmundur er gríðarlega fær þjálfari og ég lærði mikið af honum. Margt af því sem ég er að nota í dag lærði ég af honum. En þótt við séum góðir vinir breytir það því ekki að við í Víkingi/Fjölni viljum enda mótið með sæmd,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Einhverjir handboltaáhuga- menn hafa haft það á orði að spennan fyrir lokaumferðina sé í raun afskaplega lítil - vinátta Gunnars og Guðmundar verði til þess að sá fyrrnefndi færi læri- föður sínum Íslandsmeistararitil- inn á silfurfati. Gunnar segir það af og frá og hlær að þeim samsær- iskenningum. „Það er nú bara þannig á litla Íslandi að allir þekkja alla. Annar hver þjálfari í deildinni er góður félagi minn og það er fráleitt að halda að ég standi í einhverri greiðastarf- semi. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta og reyna að vinna leikinn.“ Flestir búast við því að Víking- ur/Fjölnir verði lítil fyrirstaða fyrir Framara en heilum 28 stig- um munar á liðunum á stigatöfl- unni. Framarar eru í efsta sæti með 41 stig en Víkingur/Fjölnir í því næstneðsta með 13 stig. Guð- mundur segir þó að ekkert vanmat verði hjá sínum mönnum. „Staðan í deildinni skiptir engu máli og við vitum það að við þurf- um að spila vel til að vinna. Það er svo einfalt,“ segir Guðmundur, sem haga mun undirbúningi fyrir leikinn í dag eins og fyrir alla aðra leiki í vetur. „Við breytum ekkert út af van- anum þó að eftirvæntingin og til- hlökkunin sé mikil,“ sagði Guð- mundur, sem telur að hans ungu lærisveinar geti vel höndlað press- una í leiknum á morgun. „Það hefur verið pressa á okkur fyrr í vetur og við höfum ráðið við hana hingað til.“ Spurður um vináttuna við Gunnar og hvort hann þekkti ekki öll hans brögð svaraði Guðmund- ur að bragði: „Hann er mjög hæfur þjálfari og þekkir minn stíl, en ég þekki hans handbragð sömuleiðis. Allir þjálfarar í þessari deild stúd- era hver annan.“ vignir@frettabladid.is Stend ekki í neinni greiðastarfsemi Fram mun tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Víkingi/Fjölni í lokaumferð mótsins í dag. Gunnar Magnússon þjálfar lið Víkings/Fjölnis en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, er góður vinur hans og einn helsti lærifaðir. Gunnar ætlar að gera sitt besta til að sigra Guðmund. FYRRUM FÉLAGAR Flestir telja að Guðmundur Guðmundsson muni lyfta Íslandsmeistara- bikarnum ásamt lærisveinum sínum í Fram í dag en Gunnar Magnússon ætlar ekki að gera læriföður sínum neina greiða í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STAÐAN Í DHL-DEILDINNI: 1. FRAM 25 19 3 3 754-658 39 2. HAUKAR 25 20 1 4 765-676 39 3. VALUR 25 17 2 6 750-687 34 4. FYLKIR 25 15 3 7 710-634 32 5. STJARNAN 25 13 4 8 716-691 30 6. KA 25 11 3 11 694-696 24 7. HK 25 11 2 12 718-713 23 8. FH 25 10 3 12 695-700 23 9. ÍR 25 9 5 11 784-784 22 10. AFTURELD. 25 8 4 13 639-661 20 11. ÍBV 25 9 2 14 720-767 18 12. ÞÓR AK. 25 4 5 15 699-768 13 13. VÍK/FJÖ 25 6 1 18 678-767 11 14. SELFOSS 25 3 2 20 668-788 8 HANDBOLTI Það ríkir ekki aðeins mikil spenna á toppi DHL-deildar- innar fyrir leiki dagsins því enn er ekki ljóst hvaða lið þarf að sætta sig við að hafna í 9. og síðasta sæt- inu sem gefur ekki sæti í efstu deild að ári. KA, HK, FH og ÍR eiga öll á hættu að falla í 1. deild og eiga þau miserfiða leiki fyrir höndum í dag. KA stendur klárlega best að vígi og mun með sigri á botnliði Selfoss tryggja sér úrvalsdeildar- sæti. HK þarf helst á sigri að halda gegn Fylki í Árbænum en gæti einnig haldið sér fyrir ofan 8. sæti ef annaðhvort FH eða ÍR nær ekki að vinna sinn leik. FH mætir Haukum og mun með sigri tryggja veru sínu í efstu deild en ÍR mætir Val og þarf að sigra ásamt því að treysta á að annaðhvort FH eða HK misstígi sig. - vig Lokaumferðin í handboltanum: Óvíst hvaða lið fellur í 1. deild LOKAUMFERÐIN Í DAG: Fram-Vík/Fjö Safamýri Fylkir-HK Fylkishöllin Valur-ÍR Laugardalshöll FH-Haukar Kaplakriki KA-Selfoss KA-heimilið Afturelding-Selfoss Varmá ÍBV-Þór Ak. Vestmannaeyjar Sölvi Geir Ottesen er allur að koma til eftir að hafa slitið fremra krossband og rifið liðþófa í nóvember á síðasta ári. Þessi feiki- sterki miðvörður leikur með Djurgården en verður lánaður í sænsku 1. deildina í sumar á meðan frí er í Allsvenskan-deildinni vegna HM í Þýskalandi. „Það hefur gengið eins og í sögu hjá mér, ég er á undan áætlun og hef ekki lent í neinum vandræðum. Vissulega hefur þetta tekið vel á mig. Ég er búinn að hugsa lítið um fótbolta og hef bara einbeitt mér að því að koma mér í form,“ sagði Sölvi, sem stadd- ur er á Íslandi í stuttu stoppi til að slappa af eftir stífar æfingar undanfarið. „Ég verð svo lánaður í um tvo mánuði í sumar til að koma mér í leikform. Það er bara af hinu góða og ég stefni á að þrýsta aftur á byrjunarliðssæti eftir HM. Ég er ekkert að flýta mér um of, ég reyni að taka því rólega og vera skynsamur,“ sagði Sölvi, sem kvað það ekki koma til greina að vera lánaður til Íslands þar sem forráðamenn Djurgården vilja hafa hann úti hjá sér á æfingum. Sölvi var ekki síður pirraður vegna meiðslanna þar sem þau stangast á við framtíðaráform hans, en þessi gamli Víkingur stefnir á að komast langt. „Maður gerir sér alltaf áætlun en þessi meiðsli tefja mig eitthvað, ég ætlaði að vera kominn frá Svíþjóð á þessum tímapunkti. Tíminn er dýrmætur í boltanum. Maður stefnir alltaf á toppinn, sem hlýtur að vera feitur samningur hjá Liverpool, mínum mönnum í Englandi,“ sagði hinn geðþekki Sölvi Geir Ottesen glaðbeittur að lokum. SÖLVI GEIR OTTESEN LEIKMAÐUR DJURGÅRDEN: ALLUR AÐ KOMA TIL EFTIR AÐ HAFA SLITIÐ KROSSBAND Verður lánaður yfir sumartímann Birgir og Ólöf úr leik Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir eru bæði úr leik á mótunum sem þau kepptu á í vikunni. Birgir lék 36 holur á þremur höggum yfir pari á Ítalíu en Ólöf María var á Spáni þar sem hún lauk keppni á sextán höggum yfir pari. > Njarðvík í Evrópukeppni Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfu- bolta hafa ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. „Það eru stórir tímar framundan og mikil vinna. Þetta er ekki síst gert í geysilega góðs árangurs og frábærra undirtekta þegar heim var komið, og mjög góðra styrkja sem við munum þiggja,“ sagði Valþór Jónsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkur við Fréttablaðið í gær. Valþór tilkynnti um þetta á lokahófi Njarðvíkur í gærkvöldi. Þá hafa allir leikmenn liðsins gefið velyrði fyrir því að vera áfram hjá Njarð- vík, fyrir utan Örvar Kristjánsson sem verður að hætta. Þá mun Einar Árni Jóhannsson þjálfa liðið áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.