Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 4
4 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR STÓRIÐJA „Um er að ræða eðlilegt skref í ferlinu en ég vil ekki tjá mig um hvort þetta eykur líkurnar á að þarna rísi álver í framtíð- inni,“ segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Í fyrrakvöld var undir- ritaður hafnar- og lóðarsamningur milli Norðuráls og Reykjaneshafn- ar þar sem hafnaryfirvöld skuld- binda sig til að sjá Norðuráli fyrir nauðsynlegri hafnaraðstöðu komi til uppbyggingar álvers í framtíð- inni. Ragnar vill ekki setja sama- semmerki milli samningsins og þess að nýtt álver rísi við Helgu- vík en segir að um sé að ræða nauðsynleg fyrstu skref verði það niðurstaðan á endanum. „Það þýðir lítið að byggja álver og fara síðan í framhaldinu að skoða þessi mál. Hlutina verður að gera í réttri röð og það erum við að gera. Það eru fyrirvarar í samningnum og við getum dregið okkur út úr honum án mikils kostnaðar eftir á.“ Pétur Jóhannsson hafnarstjóri, sem kom að samningagerðinni, segir að fyrirvararnir séu nokkrir. „Verkefnið er í umhverfismati og samningar um orkukaup eru yfir- standandi. Framhaldið veltur á hvað verður þar en Norðurál getur með litlum fyrirvara dregið sig til baka gegn ákveðnum greiðslum sem samningurinn kveður á um.“ Pétur segist sjálfur bjartsýnn á að álver rísi í Helguvík í framtíð- inni en að umræddur samningur hafi í raun aðeins verið til að tryggja lóðina og aðgengi að höfn- inni enda séu margir um hituna og í raun hafi ekki verið seinna vænna að semja. „Það mátti vart tæpara standa enda var þegar búið að úthluta hluta þessa lands og þurfti því að semja við nokkra aðila um færslu til að þetta næðist í gegn.“ Samningurinn kveður á um að Reykjaneshöfn sjái Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu en nauðsyn- legt reynist að stækka viðlegukant hafnarinnar um 200 metra í viðbót við þá 150 metra sem höfnin er nú. Á lóð við höfnina verði Norðuráli heimilt að koma upp þeirri aðstöðu og þeim tækjabúnaði sem þeir þurfi á að halda verði af byggingu álvers auk þess sem geymslu- svæði verði útbúið fyrir aðföng og framleiðsluvörur álversins á seinni stigum. Norðurál á nú þegar í viðræð- um við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hvað orku til fyrirhugaðs álvers varðar en ekki er von á að umhverfismati ljúki fyrr en að ári. Fyrr verða engar ákvarðanir teknar um fram- haldið. albert@frettabladid.is LÍKLEG STAÐSETNING FYRIRHUGAÐS ÁLVERS Á þessari tölvuteikningu má sjá álverið sjálft auk hafnaraðstöðu Norðuráls. Þar yrði stórt geymslusvæði fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins og álsíló auk ýmissa tækja og tóla sem slíkri starfsemi fylgja. Ekki ávísun á álver Lóðarsamningur sá er Norðurál hefur gert við hafnaryfirvöld í Helguvík þýðir ekki endilega að fyrirtækið byggi þar álver í framtíðinni. Ásókn er í lóðir við Helguvík og frumforsendan var að tryggja aðgengi áður en það væri um seinan. EGYPTALAND, AP Hosni Mubarak Egyptalandsforseti sagðist á fimmtudag ekki ætla að líða hryðjuverk í landinu, en á mánu- daginn urðu þrjár sprengingar rúmlega tuttugu manns að bana í ferðamannabænum Dahab á Sín- aískaga. „Öryggi og stöðugleiki landsins eru rauð lína sem ég mun ekki leyfa neinum að fara yfir,“ sagði Mubarak í sjónvarpsávarpi. Egypska lögreglan leitar nú vís- bendinga um árásarmennina, en grunur hefur ýmist fallið á bedúína á Sínaískaga eða hryðjuverkasam- tök á borð við al-Kaída. - gb Mubarak Egyptalandsforseti: Ætlar ekki að líða hryðjuverk HOSNI MUBARAK Ávarpaði þjóðina í sjónvarpi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÍKNIEFNAMÁL Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í gæslu- varðhald í tengslum við innflutning á rúmlega 22 kílóum af fíkniefnum hefur áður komið við sögu lögreglu og hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Fjórir aðrir menn um og yfir fertugt; Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll Snorrason, Hörður Eyjólf- ur Hilmarsson og Hollendingur- inn Johan Handrick, sitja í gæslu- varðhaldi. Ólafur Ágúst er eini maðurinn af þessum fjórum sem setið hefur í fangelsi hér á landi fyrir fíkniefnabrot. Ársæll og Handrick hafa hlotið refsidóma í Hollandi en ekki hér á landi. - mh Fimm menn í varðhaldi: Tveir hlotið dóma hér áður ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ��������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � BELGRAD, AP Zoran Stojkovic, dómsmálaráðherra Serbíu-Svart- fjallalands, sagði í gær að stjórn- völdum í landinu hefði ekki enn tekist að hafa uppi á Ratko Mladic, fyrrverandi herforinga Bosníu- Serba, sem sakaður er um stríðs- glæpi. Núna um mánaðamótin rennur út sá frestur sem Evrópusamband- ið hafði sett serbneskum stjórn- völdum til að afhenda hann en að öðrum kosti verður öllum viðræð- um frestað um nánari tengsl lands- ins við Evrópusambandið. - gb Frestur að renna út: Mladic enn ekki fundinn RADOVAN OG RATKO Radovan Karadzic og Ratko Mladic, tveir helstu leiðtogar Bosníu- Serba úr stríðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NATÓ Íslendingar fá aftur stjórn verkefna í Afganistan. Geir H. Haarde utanríkisráðherra fór yfir störf Íslendinga í landinu á fundi utanríkis- ráðherra Atlants- hafsbandalags- ríkjanna sem haldinn var í Búlg- aríu í gær. „Við ætlum að taka aftur yfir ákveðin verkefni á flugvellinum með það fyrir augum að koma yfirstjórn hans í hendur heimamanna. Búin var til áætlun um hvernig það gæti gerst þegar við fórum með stjórn flugvallarins fyrir nokkrum misserum. Nú er unnið eftir þess- ari áætlun.“ Geir bætir við að Íslendingar starfi ekki aðeins á flugvellinum í Kabúl heldur séu einnig í svokölluðum uppbygg- ingarteymum í landinu. „Þau voru tvö en eru eitt núna sem við erum aðilar að.“ Geir segir verkefni NATO í Afganistan viðamikil. „Ókyrrðin í landinu er mikil og af ýmsum ástæðum. Afganistan byggir efna- hag sinn að stórum hluta á fram- leiðslu eiturlyfja. Grunnverkefnið er að hjálpa þeim út úr eiturlyfja- hagkerfinu. Það kallar á stórar breytingar á samfélaginu og finna þarf önnur störf fyrir bændurna sem rækta eiturlyfin.“ - gag GEIR H. HAARDE Geir H. Haarde utanríkisráðherra á fundi Atlantshafsbandalagsins í Búlgaríu: Aukin ábyrgð í Afganistan HERNAÐUR Í AFGANISTAN Afganskir hermenn fylgdust með hátíðahöldum í landinu í gær. Fagnað var falli komúnism- ans í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.04.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 74,54 74,9 Sterlingspund 134,75 135,41 Evra 93,51 94,03 Dönsk króna 12,53 12,604 Norsk króna 12,037 12,107 Sænsk króna 10,051 10,109 Japanskt jen 0,6522 0,656 SDR 109,57 110,23 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,8152 SJÁVARÚTVEGSMÁL Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra ræddi um ólöglegar veiðar á Reykjaneshrygg á ríkisstjórnar- fundi á föstudag. Sjóræningjaskip hafa verið til vandræða á svæðinu og landhelg- isgæslan hefur aukið eftirlit í kjöl- farið. Níu skip hafa sést að undan- förnu og þar af eru átta skráð undir fána Georgíu. Að sögn Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra, hefur utanríkisráðuneytið haft sam- band við stjórnvöld í Georgíu vegna málsins og bíða nú við- bragða þaðan. - sdg Sjóræningaskip að veiðum: Gæslan með aukið eftirlit FJÖLMIÐLAR Uppsafnað áhorf á NFS mældist 23,6 prósent í fjölmiðla- könnun Gallup sem gerð var í mars. Þetta var í fyrsta skipti sem NFS er með í könnun Gallup. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS, var ánægður með niðurstöður könnunarinnar. „Niðurstöðurnar eru í samræmi við áætlanir okkar. Við finnum fyrir miklum meðbyr. Áhorf á kvöldfréttatímann fer vaxandi. Framtíðarmarkmið okkar er að vera með áhorf á kvöldfréttatíma til jafns við aðalkeppinaut okkar, Ríkisútvarpið.“ Spaugstofan mældist sem fyrr vinsælasti sjónvarpsþáttur lands- ins með 50,6 prósenta áhorf. - mh Fjölmiðlakönnun Gallup: NFS með 23,6 prósenta áhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.