Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 6
6 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Tryggvi Lárusson, 27 ára, hefur verið ákærður að nýju fyrir aðild sína að smygli á tæp- lega átta kílóum af amfetamíni en Hæstiréttur vísaði máli hans aftur í hérað í september. Tryggvi fékk sex ára fangelsisdóm í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að innflutningnum. Tryggvi var ákærður fyrir þátt sinn í innflutningi á amfetamíni frá Hollandi sem flutt var hingað til lands með flutningaskipinu Dettifossi. Við aðalmeðferð málsins í hér- aðsdómi bar Tryggvi því við að hann hefði ekki verið staddur í Hollandi þegar gengið var frá kaupunum á fíkniefnunum þar í landi. Tryggvi sagðist hafa verið í Danmörku, á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu, þegar gengið var frá kaupum á fíkniefnunum í byrjun júlí. Vitni staðfestu það fyrir dómi að Tryggvi hefði verið í Danmörku á tónlistarhátíðinni. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Tryggva, segir ljóst að Tryggvi hafi ekki verið í Hollandi þegar viðskiptin með fíkniefnin áttu sér stað, sé mið tekið af vitnisburði fyrir dómi. „Málinu var vísað aftur í hérað eftir að vitni sögðu Tryggva hafa verið í Danmörku þegar gengið var frá kaupunum á efnunum. Í dómi segir að ekki sé talin ástæða til þess að draga framburð vitnanna í efa.“ Tryggvi hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins í fimmt- án mánuði. - mh Grunaður fíkniefnasmyglari ákærður að nýju í fíkniefnamáli kenndu við Dettifoss: Sagður hafa fjarvistarsönnun SKIPIÐ Tvö stór fíkniefnamál hafa komið upp í tengslum við flutningaskipið Detti- foss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bókaðu strax besta verðið á plusferdir.is Tenerife 37.330 kr. ���������������������������������������������������� ���������������������������������� Net-verðdæmi 25. maí Benidorm ��������������������������������������������������� �������������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 17., 24. maí og 21. júní 37.998 kr. Marmaris 32.600 kr. ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 23. og 30. maí Portúgal ��������������������������������������������������� ���������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 23. og 30. maí 43.410 kr. Krít 49.980 kr. ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 3. og 10 júlí, 21. og 28. ágúst, 18. og 25. sept. Mallorca ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ ���������������������� Net-verðdæmi 16., 23. maí og 20. júní 39.980 kr. Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 SumarPlús BÍLVELTA Fjögurra manna fjöl- skylda slapp ómeidd þegar bíll valt út af veginum skammt frá Víðidalsá. Hjón og tvö börn þeirra komust af sjálfsdáðum á heilsugæsluna á Blönduósi eftir bílveltuna. Eftir að í ljós kom að engin meiðsl hefðu orðið á fólkinu fór það á hótel á Blönduósi þar sem það gisti í fyrri- nótt. Bíllinn var dreginn af vett- vangi með kranabíl. Hann er mikið skemmdur og óökufær. - mh Fjögurra manna fjölskylda: Slapp ómeidd úr bílveltu HEILBRIGÐISMÁL Ekki er rétt að of margir læknar starfi á Landspítal- anum, að því er segir í tilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur. Tilkynningin var send vegna utandagskrárumræðna á Alþingi þar sem gefið var í skyn að á sjúkrahúsinu ríkti ofmönnun. Bent er á að í skýrslu Ríkisendur- skoðunar komi fram að lækna- fjöldi á Landspítalanum sé hlið- stæður því sem gerist í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum frá læknasamtökum Norðurlanda séu Norðmenn með flesta lækna en næstir komi Íslendingar og hin Norðurlöndin fylgi fast á eftir. - jss Læknafélag Reykjavíkur: Læknar eru ekki of margir KJÖRKASSINN Viltu að Sundabraut verði lögð í jarðgöngum? Já 59% Nei 41% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að afnema verðtryggingar lána? Segðu skoðun þína á visir.is Forsetasystir myrt Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu, Cesars Gaviria, var myrt í gær. Liliana Gaviria, sem var 52 ára fasteignasali, var á ferð með tveimur lífvörðum sínum þegar ráðist var á þau. Tilræðismennirnir hafa ekki fundist. Ces- ar leiðir nú stærsta stjórnarandstöðu- flokkinn en kosningar fara fram hinn 28. maí næstkomandi. KÓLUMBÍA Frakkar vilja útvega fé Frakkar ætla að nota áhrif sín á alþjóðavettvangi til að fá fjárstyrki til handa Palestínu á ný frá ríkjum og stofnunum, að sögn Jacques Chirac Frakklandsforseta. Hann lét þessi orð falla fyrir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, í París í gær. FRAKKLAND NATO, AP Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna komu sér saman um að ganga hart að Írönum til að fá þá til að hætta auðgun úrans, en féllust þó ekki á kröfu Bandaríkj- anna um að hóta Írönum refsiað- gerðum. Í gær rann út sá frestur sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði sett írönskum stjórnvöldum til að hætta við áform sín í kjarn- orkumálum. Íranar hafa lýst því yfir að þeir ætli að hunsa þessar kröfur Öryggisráðsins með öllu og halda ótrauðir áfram að auðga úran, sem þeir segja eingöngu gert í friðsamlegum tilgangi. Þrátt fyrir að utanríkisráðherr- arnir hafi ekki formlega samþykkt stuðning við að Öryggisráðið ákveði refsiaðgerðir, að hluta til svo forðast megi ágreining við Rússa og Kínverja, kom fram víð- tækur stuðningur ráðherranna við stefnu Bandaríkjanna á óformleg- um kvöldverðarfundi þeirra á fimmtudagskvöldið. Tveggja daga fundi utanríkis- ráðherranna í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, lauk í gær. Þar voru lín- urnar lagðar fyrir næsta leiðtoga- fund bandalagsins, sem haldinn verður í Riga í Lettlandi næsta haust. Að sögn Geirs H. Haarde utan- ríkisráðherra er fundur utanrík- isráðherranna hefðbundinn vor- fundur. Auk Íransmálsins ræddu ráðherrarnir ástandið í Írak og víðar í Mið-Austurlöndum. Einn- ig var fjallað um ástandið í Darfúr-héraði í Súdan og um stöðu mála í Afganistan, þar sem NATÓ er virkur aðili í uppbygg- ingarstarfi. Geir segir ráðherrana einnig hafa rætt hugsanlega stækkun bandalagsins í framtíðinni. „Úkraína er það ríki sem er lengst komið gagnvart því að ger- ast aðili að bandalaginu. Lýðræðis- þróun í landinu hefur verið heil- mikil og nýafstaðnar kosningar eru taldar hafa verið frjálsar og farið fram með eðlilegum hætti, ólíkt því sem var í Hvíta-Rússlandi.“ Geir segir mörg önnur ríki á höttunum eftir að komast í banda- lagið, þar fremst fari Króatía, Albanía, Makedónía, Úkraína og Georgía. „Bandalagið setur skil- yrði um lýðræði, stjórnarfars- skipulag og almenn mannrétt- indi.“ Ekki sé verið að tala um inngöngu í nánustu framtíð og verði af henni hafi það ekki áhrif á Ísland innan bandalagsins. gudsteinn@frettabladid.is gag@frettabladid.is UTANRÍKISRÁÐHERRAR NATO Á fundi sínum í Búlgaríu ræddu þeir um hugsanlega stækkun bandalagsins og ýmis alþjóðamál, þar á meðal deilur Vesturlanda við írönsk stjórnvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leggja hart að Íran Vorfundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Búlgaríu í gær. Ráð- herrarnir vilja ganga hart að Írönum. Ráðherrarnir samþykktu þó ekki stuðn- ing við refsiaðgerðir gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. FERÐIR Setið var um fjörutíu miða sem boðnir voru Íslendingum til kaups á úrslitaleik Arsenal og Bar- celona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer í Paris miðvikudaginn 17. maí. Fyrirtækið Express ferðir, dótturfélag Iceland Express, seldi miðana, sem kost- uðu tæpar 140.000 krónur. Fóru þeir í sölu á fimmtudagsmorgun og voru uppseldir síðdegis sama dag. Í pakkanum eru flugferðir, hótel- gisting í tvær nætur og miði á leik- inn. Flogið verður í gegnum Kaup- mannahöfn. Arnar Hafþórsson, markaðs- stjóri hjá Iceland Express og Express ferðum, segir fyrirtækinu aðeins hafa boðist fjörutíu miðar á leikinn en eftirspurnin hafi verið miklu meiri. „Við vorum í raun heppnir að fá þó þetta,“ segir Arnar og bætir við að meirihluti kaup- enda sé stuðningsmenn Arsenal. Miðar á úrslitaleikinn ganga kaupum og sölum á uppboðsvefn- um ebay.com og eru ódýrustu mið- arnir fáanlegir á rúmar 100.000 krónur. Knattspyrnuunnendur bíða leiksins með eftirvæntingu enda leika tvær skærustu stjörnur knattspyrnunnar með félögunum; Thierry Henry með Arsenal og Ronaldinho með Barcelona. - bþs Íslendingar áhugasamir um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu: Seldist upp á einum degi STADE DE FRANCE Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram á Stade de France-leikvangin- um í Saint-Denis. Leikvangurinn rúmar áttatíu þúsund manns í sæti. NORDICPHOTOS/GETTI IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.