Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 6
6 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Tryggvi Lárusson, 27 ára, hefur verið ákærður að nýju fyrir aðild sína að smygli á tæp- lega átta kílóum af amfetamíni en Hæstiréttur vísaði máli hans aftur í hérað í september. Tryggvi fékk sex ára fangelsisdóm í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að innflutningnum. Tryggvi var ákærður fyrir þátt sinn í innflutningi á amfetamíni frá Hollandi sem flutt var hingað til lands með flutningaskipinu Dettifossi. Við aðalmeðferð málsins í hér- aðsdómi bar Tryggvi því við að hann hefði ekki verið staddur í Hollandi þegar gengið var frá kaupunum á fíkniefnunum þar í landi. Tryggvi sagðist hafa verið í Danmörku, á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu, þegar gengið var frá kaupum á fíkniefnunum í byrjun júlí. Vitni staðfestu það fyrir dómi að Tryggvi hefði verið í Danmörku á tónlistarhátíðinni. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Tryggva, segir ljóst að Tryggvi hafi ekki verið í Hollandi þegar viðskiptin með fíkniefnin áttu sér stað, sé mið tekið af vitnisburði fyrir dómi. „Málinu var vísað aftur í hérað eftir að vitni sögðu Tryggva hafa verið í Danmörku þegar gengið var frá kaupunum á efnunum. Í dómi segir að ekki sé talin ástæða til þess að draga framburð vitnanna í efa.“ Tryggvi hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins í fimmt- án mánuði. - mh Grunaður fíkniefnasmyglari ákærður að nýju í fíkniefnamáli kenndu við Dettifoss: Sagður hafa fjarvistarsönnun SKIPIÐ Tvö stór fíkniefnamál hafa komið upp í tengslum við flutningaskipið Detti- foss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bókaðu strax besta verðið á plusferdir.is Tenerife 37.330 kr. ���������������������������������������������������� ���������������������������������� Net-verðdæmi 25. maí Benidorm ��������������������������������������������������� �������������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 17., 24. maí og 21. júní 37.998 kr. Marmaris 32.600 kr. ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 23. og 30. maí Portúgal ��������������������������������������������������� ���������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 23. og 30. maí 43.410 kr. Krít 49.980 kr. ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������� ��������������������� Net-verðdæmi 3. og 10 júlí, 21. og 28. ágúst, 18. og 25. sept. Mallorca ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ ���������������������� Net-verðdæmi 16., 23. maí og 20. júní 39.980 kr. Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 SumarPlús BÍLVELTA Fjögurra manna fjöl- skylda slapp ómeidd þegar bíll valt út af veginum skammt frá Víðidalsá. Hjón og tvö börn þeirra komust af sjálfsdáðum á heilsugæsluna á Blönduósi eftir bílveltuna. Eftir að í ljós kom að engin meiðsl hefðu orðið á fólkinu fór það á hótel á Blönduósi þar sem það gisti í fyrri- nótt. Bíllinn var dreginn af vett- vangi með kranabíl. Hann er mikið skemmdur og óökufær. - mh Fjögurra manna fjölskylda: Slapp ómeidd úr bílveltu HEILBRIGÐISMÁL Ekki er rétt að of margir læknar starfi á Landspítal- anum, að því er segir í tilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur. Tilkynningin var send vegna utandagskrárumræðna á Alþingi þar sem gefið var í skyn að á sjúkrahúsinu ríkti ofmönnun. Bent er á að í skýrslu Ríkisendur- skoðunar komi fram að lækna- fjöldi á Landspítalanum sé hlið- stæður því sem gerist í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum frá læknasamtökum Norðurlanda séu Norðmenn með flesta lækna en næstir komi Íslendingar og hin Norðurlöndin fylgi fast á eftir. - jss Læknafélag Reykjavíkur: Læknar eru ekki of margir KJÖRKASSINN Viltu að Sundabraut verði lögð í jarðgöngum? Já 59% Nei 41% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að afnema verðtryggingar lána? Segðu skoðun þína á visir.is Forsetasystir myrt Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu, Cesars Gaviria, var myrt í gær. Liliana Gaviria, sem var 52 ára fasteignasali, var á ferð með tveimur lífvörðum sínum þegar ráðist var á þau. Tilræðismennirnir hafa ekki fundist. Ces- ar leiðir nú stærsta stjórnarandstöðu- flokkinn en kosningar fara fram hinn 28. maí næstkomandi. KÓLUMBÍA Frakkar vilja útvega fé Frakkar ætla að nota áhrif sín á alþjóðavettvangi til að fá fjárstyrki til handa Palestínu á ný frá ríkjum og stofnunum, að sögn Jacques Chirac Frakklandsforseta. Hann lét þessi orð falla fyrir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, í París í gær. FRAKKLAND NATO, AP Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna komu sér saman um að ganga hart að Írönum til að fá þá til að hætta auðgun úrans, en féllust þó ekki á kröfu Bandaríkj- anna um að hóta Írönum refsiað- gerðum. Í gær rann út sá frestur sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði sett írönskum stjórnvöldum til að hætta við áform sín í kjarn- orkumálum. Íranar hafa lýst því yfir að þeir ætli að hunsa þessar kröfur Öryggisráðsins með öllu og halda ótrauðir áfram að auðga úran, sem þeir segja eingöngu gert í friðsamlegum tilgangi. Þrátt fyrir að utanríkisráðherr- arnir hafi ekki formlega samþykkt stuðning við að Öryggisráðið ákveði refsiaðgerðir, að hluta til svo forðast megi ágreining við Rússa og Kínverja, kom fram víð- tækur stuðningur ráðherranna við stefnu Bandaríkjanna á óformleg- um kvöldverðarfundi þeirra á fimmtudagskvöldið. Tveggja daga fundi utanríkis- ráðherranna í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, lauk í gær. Þar voru lín- urnar lagðar fyrir næsta leiðtoga- fund bandalagsins, sem haldinn verður í Riga í Lettlandi næsta haust. Að sögn Geirs H. Haarde utan- ríkisráðherra er fundur utanrík- isráðherranna hefðbundinn vor- fundur. Auk Íransmálsins ræddu ráðherrarnir ástandið í Írak og víðar í Mið-Austurlöndum. Einn- ig var fjallað um ástandið í Darfúr-héraði í Súdan og um stöðu mála í Afganistan, þar sem NATÓ er virkur aðili í uppbygg- ingarstarfi. Geir segir ráðherrana einnig hafa rætt hugsanlega stækkun bandalagsins í framtíðinni. „Úkraína er það ríki sem er lengst komið gagnvart því að ger- ast aðili að bandalaginu. Lýðræðis- þróun í landinu hefur verið heil- mikil og nýafstaðnar kosningar eru taldar hafa verið frjálsar og farið fram með eðlilegum hætti, ólíkt því sem var í Hvíta-Rússlandi.“ Geir segir mörg önnur ríki á höttunum eftir að komast í banda- lagið, þar fremst fari Króatía, Albanía, Makedónía, Úkraína og Georgía. „Bandalagið setur skil- yrði um lýðræði, stjórnarfars- skipulag og almenn mannrétt- indi.“ Ekki sé verið að tala um inngöngu í nánustu framtíð og verði af henni hafi það ekki áhrif á Ísland innan bandalagsins. gudsteinn@frettabladid.is gag@frettabladid.is UTANRÍKISRÁÐHERRAR NATO Á fundi sínum í Búlgaríu ræddu þeir um hugsanlega stækkun bandalagsins og ýmis alþjóðamál, þar á meðal deilur Vesturlanda við írönsk stjórnvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leggja hart að Íran Vorfundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Búlgaríu í gær. Ráð- herrarnir vilja ganga hart að Írönum. Ráðherrarnir samþykktu þó ekki stuðn- ing við refsiaðgerðir gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. FERÐIR Setið var um fjörutíu miða sem boðnir voru Íslendingum til kaups á úrslitaleik Arsenal og Bar- celona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer í Paris miðvikudaginn 17. maí. Fyrirtækið Express ferðir, dótturfélag Iceland Express, seldi miðana, sem kost- uðu tæpar 140.000 krónur. Fóru þeir í sölu á fimmtudagsmorgun og voru uppseldir síðdegis sama dag. Í pakkanum eru flugferðir, hótel- gisting í tvær nætur og miði á leik- inn. Flogið verður í gegnum Kaup- mannahöfn. Arnar Hafþórsson, markaðs- stjóri hjá Iceland Express og Express ferðum, segir fyrirtækinu aðeins hafa boðist fjörutíu miðar á leikinn en eftirspurnin hafi verið miklu meiri. „Við vorum í raun heppnir að fá þó þetta,“ segir Arnar og bætir við að meirihluti kaup- enda sé stuðningsmenn Arsenal. Miðar á úrslitaleikinn ganga kaupum og sölum á uppboðsvefn- um ebay.com og eru ódýrustu mið- arnir fáanlegir á rúmar 100.000 krónur. Knattspyrnuunnendur bíða leiksins með eftirvæntingu enda leika tvær skærustu stjörnur knattspyrnunnar með félögunum; Thierry Henry með Arsenal og Ronaldinho með Barcelona. - bþs Íslendingar áhugasamir um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu: Seldist upp á einum degi STADE DE FRANCE Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram á Stade de France-leikvangin- um í Saint-Denis. Leikvangurinn rúmar áttatíu þúsund manns í sæti. NORDICPHOTOS/GETTI IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.