Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 22
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR22 *Lífeyrir fólksins eða lífeyrir ríkisins?* Ráðstefna um skatta og skerðingar í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ, miðvikudaginn 3. maí kl. 13-16. LEB, ASÍ, BSRB, SGS, Samiðn, ÖBÍ og Félagsvísindastofnun HÍ efna til Ráðstefnu um Skatta og Skerðingar 3. maí 2006, Kl. 13:00 til 16:00 í Öskju, Náttúrufræðistofnun Háskóla Íslands. Dagskrá: 13:00 Setning Ólafur Ólafsson, formaður LEB 13:10 Erindi Hildigunnur Ólafsdóttir hagfræðingur BSRB Tekjuskattar og skattleysismörk 13:30 Erindi Einar Árnason, hagfræðingur Tekjuskattar og skerðingar 13:50 Erindi Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ Skattar og skerðingar, hvað er til ráða? 14:15 Erindi Stefán Ólafsson, prófessor Velferðarríki á villigötum? Um stefnu stjórnvalda í lífskjaramálum 14:45 Hlé 15-15:45 Pallborðsumræður: Ásmundur Stefánsson Ríkissáttasemjari verður fulltrúi Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen og heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður, Ögmundur Jónasson, alþingismaður og Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður, Margrét Margeirsdóttir formaður FEB í Reykjavík og Ólafur Ólafsson, formaður LEB 15:45 Samantekt ráðstefnunnar, Árni Gunnarsson, fv. framkvæmdastjóri Fundarstjóri Hjörtur Þórarinsson, formaður FEB Selfossi Eitt sérkennilegasta fyrirbrigðið í skólamenningu Reykjavíkurborg- ar er útihúsin eða timburkofarnir á skólalóðunum, sem á hátíðamáli eru kallaðir „færanlegar kennslu- stofur“. Í kofum þessum eru börn- in vistuð í misjafnlega langan tíma, sum jafnvel í nokkra vetur. Hús þessi eru mjög misjöfn að gæðum en flest þeirra halda illa hita og í sumum þeirra er alltaf rakt. Salerni er í þeim öllum, en smám saman verða þau subbuleg og frá þeim leggur salernisfnyk. Í mörgum húsanna eru geymslur en þær eru oftast yfirfullar, enda allt of litlar. Kofar þessir eru ekki tengdir skólabyggingunni og þarf því að fara út úr húsi til að komast þangað. Menn geta rétt ímyndað sér hvort þessi skipan passi inn í það skólaumhverfi sem grunn- skólafólk er að reyna að byggja upp og viðhalda. R-lista flokkarnir hafa verið einhuga um þá reglu, út frá fjár- hagslegu sjónarmiði, að skóla- byggingar í nýjum hverfum skuli vera í þeirri stærð að þær passi þeim nemendafjölda sem verður í hverfinu þegar það eldist og börn- unum fækkar og því sé réttlætan- legt að sum börnin séu í útihúsum einhver ár. Þessu erum við í F- listanum ósammála. Börnin eiga betra skilið. F-listinn í Reykjavík ætlar að útrýma þessum kofum ef hann fær til þess umboð eftir kosningarnar í vor. Flestar grunn- skólabyggingar í Reykjavík eru of litlar, þær þarf að stækka. Til að koma börnunum fyrir þarf að byggja við skólana bæði stórar og litlar stofur. Þar fyrir utan ætlum við að byggja litla leiksýninga- og ráðstefnusali og kennslusund- laugar við nokkra skóla. Mark- miðið er að grunnskólinn geti á fullkominn hátt staðið undir hug- takinu „heilsdagsskóli“, – með máltíðum, íþróttum og list- og verknámi frá upphafi skóla- göngu. Þó svo börnin vaxi úr grasi og hverfi úr grunnskólunum, fara þau ekkert, – þau eru þarna ennþá og þurfa aðstöðu sem fullorðið fólk í sínu hverfi til fundarhalda og símenntunar. Á fullorðinsárun- um þurfum við einnig aðstöðu í hverfinu til námskeiða og mann- fagnaðar. Með því að reisa við- byggingar við grunnskólana sem gera ráð fyrir fjölbreyttu nota- gildi má slá þessar flugur allar í einu höggi. Samþætting skóla- halds og frístunda barna og ungl- inga er afar erfið vegna húsnæð- isskorts. Frístundaheimilin (lengd viðvera barna í grunnskóla) hafa ekki nægilega góða aðstöðu, mörg hver og oft er sú starfsemi á kostnað þess húsnæðis sem grunn- skólastarfsemin þarf á að halda. Nokkrir grunnskólar hafa tekið upp samvinnu við tónlistarskóla um tónlistarnám innan veggja grunnskólans, en sú starfsemi er víðast í kröggum vegna aðstöðu- leysis. Enginn efast um að frambjóð- endur allra flokka bera hag barn- anna fyrir brjósti, en það er bara ekki nóg ef ráðamenn koma ekki auga á grundvallaratriði skóla- starfs og þess hversu grunnskól- inn er aðþrengdur. Þess vegna ætlum við í F-listanum að byggja við grunnskólana, fáum við umboð til þess. Höfundur er í 6. sæti á lista F- listans fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Börn í útihúsum UMRÆÐAN SKÓLAMÁL KJARTAN EGGERTSSON FRAMBJÓÐANDI Á dögunum var afgreitt frum- varp frá alþingi um réttindi sam- kynhneigðra. Frumvarpið er almennt talið réttarbót en það olli mörgum vonbrigðum að ekki skyldi vera gefin heimild til þess að trúfélög gætu gefið fólk af sama kyni í hjónaband. Það eru nefnilega margir þeirrar skoðun- ar að það komi ríkinu ekkert við hverjir megi giftast í þessu landi. Ástæðan fyrir að vilja ekki gifta samkynhneigða er hluti af stærra vandamáli. Við búum nefnilega við ríkiskirkjufyrirkomulag þar sem ein kirkjudeild er í þeirri aðstöðu að leggja línurnar fyrir öll trúfélög í landinu. Þegar bisk- up ríkiskirkjunnar vill ekki heim- ila giftingar samkynhneigðra þýðir það að ekkert trúfélag fær að gifta samkynhneigða, jafnvel þó að sum trúfélög hafi lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess. Þetta er afar mikið óréttlæti. Hins vegar bliknar þessi óréttur við hliðina á þeirri staðreynd að hér skuli þessi sama ríkiskirkja vera vernduð í stjórnarskránni, að prestar ríkiskirkjunnar séu opinberir starfsmenn og að ríkis- kirkjan njóti verulegs opinbers stuðnings umfram önnur trúfé- lög. Ímyndið ykkur lesendur góðir að við byggjum í samfélagi þar sem gert væri ráð fyrir því í stjórnarskrá að við Íslendingar tilheyrðum mormónakirkjunni (Kirkju hinna síðari daga hei- lögu). Að litið væri á aðrar kirkju- deildir og trúarbrögð sem frávik. Að mormónakirkjan fengi gríðar- háa styrki umfram aðrar kirkju- deildir og trúfélög. Að mormóna- kirkjan væri kölluð „þjóðkirkja“. Að prestar mormónakirkjunnar væru á launum hjá hinu opinbera. Að stjórnmálafólk styddi þetta misrétti með kjafti og klóm. Þetta er áþekkt því að allir Íslendingar væru skráðir í Breiða- blik við fæðingu en hefðu kost á því að halda með öðru félagi leit- uðu þeir sérstaklega eftir því. Ég fullyrði að svoleiðis skráning yrði ekki til að auka vegsemd Breiða- bliks. En þetta er einmitt staðan sem ríkiskirjan er í. Trúfélög hérlendis eru fjöl- mörg og samtals eru um 48 þús- und Íslendingar sem standa utan ríkiskirkjunnar. 62. grein stjórn- arskrárinnar er beinlínis stefnt gegn öllu þessu fólki. Stjórnar- skráin á að kveða á um atriði sem við erum sammála um en ekki um þau atriði sem við eru ósammála um. Ríkið á ekkert með að beina þegnum sínum í eitt trúfélag öðrum fremur. Ríkið á ekkert að skipta sér af því hverju þegnarn- ir trúa, eða hvort þeir trúa yfir höfðuð. Það er þversagnakennt að tala um trúfrelsi á landinu meðan ríkiskirkja er ein af stofnunum ríkisins. Því er nefnilega þannig farið, að auk þess að kveðið sé á um að Íslendingar skuli tilheyra ríkiskirkjunni í stjórnarskránni, þá nýtur ríkiskirkjan mikilla styrkja umfram önnur trúfélög á landinu. Um þetta fyrirkomulag verður aldrei sátt. Það halda ekki allir með Breiðabliki. Með því að skilja á milli ríkis og ríkiskirkju mun það ekki ein- ungis styrkja þá söfnuði sem til- heyra ríkiskirkjunni heldur færa stjórnskipulag á Íslandi í nútíma- legt horf. Mál á borð við hvort gefa beri saman samkynhneigð pör væru á ábyrgð hverrar kirkju- deildar eða trúfélags fyrir sig. Þetta er mál sem Íslendingar eru ekki sammála um og ekkert eðli- legra en að mismunandi kirkjur hafi mismunandi skoðanir á mál- inu. Niðurstaða úr kirkjuþingi ríkiskirkjunnar einhvern tímann í framtíðinni mun ekki breyta því. Við erum sem betur fer ekki öll eins. Fylgjendur ríkiskirkjuskipu- lagsins þurfa ekki að óttast þessi umskipti. Hin evangelíska lút- erska kirkja mun ekki veikjast við umskiptin. Hún mun þvert á móti styrkjast. Kirkjan mun drepa sig úr dróma við að losna úr viðjum rík- isvaldsins. Dæmin eru fjölmörg um að þegar opinberum stofnun- um er sleppt úr umsjón ríkisins þá blómstra þær sem aldrei fyrr. Trúarbrögð þrífast best í þeim ríkjum þar sem skilin milli ríkis og trúarstofnana eru skýr. Þar er líf í kirkjunni og hún er hluti af lífi fólks en ekki fjarlæg og upp- hafin stofnun sem fólk notar við upphaf lífs og lok lífs. Eins þver- sagnakennt og það hljómar þá er eins og um leið og kirkja verður opinber stofnun fari allur vindur úr henni og einu skiptin sem hún sýnir eitthvert lífsmark eru í kringum deilur sem varða stöðu- veitingar og hneykslismál. Samfélagið okkar er flókið og fjölbreytt. Við erum ekki ein rödd. Við erum margradda kór þar sem hver og einn á að fá að njóta sín. Það er fáheyrð frekja að í 62. grein stjórnarskrá Lýð- veldisins sé kveðið á um að: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Það væri óskandi að þessu ákvæði yrði breytt við endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem stendur fyrir dyrum. Ekki halda allir með Breiðabliki UMRÆÐAN AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU TEITUR ATLASON BA Í GUÐFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.