Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 4
4 6. maí 2006 LAUGARDAGUR LONDON, AP Fyrsta eintakið af nýju vikublaði sem ætlað er börnum á aldrinum níu til tólf ára kom út á Bretlandi í gær. Blaðið heitir First News, eða Fyrstu fréttir, og verður til að byrja með prentað í 350 þúsund eintökum. Ritstjórar eru Piers Morgan og Nicky Cox, báðir þekkt- ir fjölmiðlamenn í Bretlandi. Adrian Monck, fjölmiðlafræð- ingur í London, segir hins vegar að markhópur blaðsins sé ekki börnin, heldur foreldrar þeirra sem hafi áhyggjur af því að börnin horfi of mikið á sjónvarp. - gb Nýjung í Bretlandi: Nýtt fréttablað ætlað börnum 143 kauptilboð Rúmlega 140 kaup- tilboð bárust í byggingarétt fyrir tíu einbýlishúsalóðir í Úlfarsdal. Tilboðin bárust frá sautján bjóðendum. LÓÐAÚTBOÐ Kynjaborgin Reykjavík Fundur um kynjajafnrétti og kvenfrelsi Guðrún Ágústsdóttir lítur yfir farinn veg með kynjagleraugum og segir frá því helsta sem er að gerast í nágranna- löndum okkar í kynjajafnréttismálum. Hermann Valsson fjallar um áherslur VG í kvenfrelsismálum. Kosningamiðstöðin Suðurgötu 3 í dag laugardag kl. 14:00 Guðrún Ágústsdóttir skipar heiðurssæti lista VG BARNAVERND Strákar í framhalds- skólum hér á landi eru „á kafi“ í klámefni á internetinu. Þetta kom fram í máli Braga Guðbrandsson- ar, forstjóra Barnaverndarstofu, þegar kynntar voru í gær fyrstu niðurstöður viðamikillar könnun- ar á kynlífshegðun ungmenna og líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Könnunin var gerð meðal nemenda allra framhaldsskóla á landinu og er samstarfsverkefni Barnavernd- arstofu og Rannsókna og grein- ingar. Bragi telur mikilvægustu þætti könnunarinnar frá sjónar- hóli Barnaverndarstofu í fyrsta lagi umfang kynferðisbrota gagn- vart börnum. Samkvæmt niður- stöðum megi leiða líkur að því að um tíu prósent barna á fram- haldsskólaaldri hér á landi hafi orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun. Þá séu einnig teknir með inn í dæmið þeir jafnaldrar sem voru utan fram- haldsskóla af einhverj- um ástæðum þegar könn- unin var gerð. Í umræðunni undanfarin ár hafi þessi tala verið umtalsvert hærri, allt að sautján prósent barna að meðaltali. „Mín tilgáta er að inni í hærri tölunni sé ekki einungis kynferð- isleg misnotkun heldur einnig kynferðisleg áreitni af einhverju tagi,“ segir hann en leggur áherslu á að þessar nýju tölur séu grafalvarlegt mál þótt þær sýni lægri tíðni en áður hafi verið talað um. Varðandi kynferðislegan lög- aldur kveðst Bragi þeirrar skoð- unar nú að hækka eigi þau aldurs- mörk. Það telji hann rétt í ljósi niðurstaða könn- unarinnar þar sem fram komi að meirihluti stúlkna vilji hærri ald- ursmörk og sé þar með að biðja um aukna vernd. Þriðja atriðið sem Bragi nefnir er neysla á klámi. Meira en helm- ingur drengja noti klámefni einu sinni í viku eða oftar. „Ég held að það sé klárt töl- fræðilegt samhengi á milli þeirr- ar klámnotkunar sem þarna mælist annars vegar og hins vegar viðhorfs drengja til kyn- lífs, að það sé í lagi að vera með mörgum sama kvöldið, að hafa kynmök án þess að tilfinningar spili inn í og í lagi sé að veita kyn- ferðislega þjónustu til að komast inn í partí og svo framvegis.“ Bragi leggur á það þunga áherslu að þarna þurfi foreldrar að grípa inn í, ekki með boðum og bönnum heldur með samtölum og upplýsingum. Margrannsakað sé að mikil neysla klámefnis leiði til mjög greinilegra hugmynda um samskipti kynjanna og standi að auki í beinu samhengi við kyn- ferðisbrot. Sé klámvæðingin látin afskiptalaus náist ekki árangur í baráttunni við kynferðisbrot gegn börnum. jss@frettabladid.is Strákar sækja meira í klám Meira en helmingur stráka á framhaldsskólaaldri horfir á klámefni einu sinni í viku eða oftar. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum viðamikillar könnunar sem gerð var meðal nemenda í öllum framhaldsskólum landsins. Tölur um tíðni kynferðislegrar misnotkunar eru hins vegar lægri en áður hafði verið talið. FÓRNARLÖMB Kynferðisleg misnotkun fyrir 18 ára aldur Stelpur Strákar 13 ÁRA EÐA YNGRI 7,4%* 2,0% 14-17 ÁRA 6,2% 0,8% SAMTALS 13,6%* 2,8% GREIÐSLA FYRIR KYNMÖK 16-19 ÁRA STELPUR 1,7% STRÁKAR 3,7% GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 05.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,70 72,04 Sterlingspund 132,61 133,25 Evra 90,92 91,42 Dönsk króna 12,19 12,262 Norsk króna 11,687 11,755 Sænsk króna 9,744 9,80 Svissneskur franki 58,21 58,53 SDR 106,1 106,74 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,0492 NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir félagsfræðingur kynntu frumniðurstöður könnunarinnar á fundi með fréttamönnum. EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn telur óvíst að geta heimilanna til að standa af sér áföll í efnahagslífinu hafi versnað eins mikið og skulda- aukning heimilanna í fyrra gæti gefið til kynna. Greiðslubyrðin virð- ist ekki hafa aukist á heildina litið. Rekstrarskilyrði heimilanna voru afar góð á síðasta ári. Kaupmáttur launa jókst um 2,5 prósent og kaup- máttur ráðstöfunartekna um átta prósent, atvinna jókst, atvinnuleysi minnkaði og vextir voru minni en þeir hafa lengi verið. Heimilin höfðu greiðan aðgang að lánsfé. Skuldir heimilanna hafa aukist verulega. Þær nema nú tvöföldum ráðstöfunartekjum heimilanna og hafa aldrei vaxið meira en árið 2005. Greiðslubyrði heimilanna hefur ekki vaxið þó að skuldirnar hafi aukist verulega en lánstíminn hefur lengst og vextir lækkað. Í skýrslu Seðlabankans, Fjár- málastöðugleiki 2006, segir að eign- ir heimilanna hafi aukist umfram skuldir á síðasta ári og þar með hrein eign þeirra. Þetta sé meðal annars vegna hærra fasteignaverðs og umtalsverðrar fjárfestingar.- ghs Seðlabankinn telur heimilin geta staðið af sér efnahagsleg áföll: Greiðslubyrðin jókst ekki NEYSLA KLÁMEFNIS 16-19 ára 89% 8% 2% 1% 22% 22% 20% 37% Nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar Nokkrum sinnum í mánuði 1-2 í viku 3 sinnum í viku eða oftar DRENGUR SKOÐAR KLÁM Ný könnun leiðir í ljós að ríflega helmingur stráka á fram- haldsskólaaldri horfir á klámefni minnst vikulega. DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Í skýrslu bankans segir að eignir heimil- anna hafi aukist umfram skuldir á síðasta ári og þar með hrein eign þeirra. BANDARÍKIN, AP Porter Goss, yfir- maður bandarísku leyniþjónust- unnar CIA, sagði af sér í gær. George W. Bush skipaði Goss í þetta embætti í ágúst árið 2004, en þá var skammt í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Goss fékk það verkefni að gera viðamiklar endur- bætur á leyniþjónustunni. Leyniþjónustan hafði sætt mik- illi gagnrýni, bæði vegna þess að henni tókst ekki að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna 11. september árið 2001, og vegna þess að upplýsingar frá henni, sem notaðar voru til að réttlæta innrásina í Írak, þóttu engan veg- inn áreiðanlegar. - gb Uppstokkun heldur áfram: Yfirmaður CIA segir af sér PORTER GOSS JAFNRÉTTISMÁL Blað sem er helgað jafnréttisbaráttu karla kom í fyrsta sinn út á Íslandi í gær. Blað- ið ber nafnið „Ábyrgir feður“ og er gefið út af Félagi ábyrgra feðra. Félagið var stofnað árið 1997 og formaður þess er Gísli Gísla- son. „Okkar starfsemi hefur verið ráðgjöf í gegnum síma og á net- inu. Við gáfum út bók í fyrra sem vakti mjög mikla athygli og blað- ið núna er hugsað sem framhald af því starfi.“ Gísli segir að karl- menn séu í mörgum tilfellum félagslega einangraðri en konur og því leiti þeir oft til félagsins. - shá Félag ábyrgra feðra: Karlar gefa út jafnréttisblað Stelpur Strákar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.