Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 36
6. maí 2006 LAUGARDAGUR4
SsangYong Kyron er nýr jeppi
sem Bilabúð Benna frumsýnir
í dag.
Kyron er heiti á nýjum jeppa frá
SsangYong sem Bílabúð Benna
frumsýnir í dag. Um er að ræða
stóran jeppa með túrbó díselvél,
ættaða úr smiðju Mercedes Benz.
Jeppinn er með stærri jeppum í
þessum flokki, hann er 1880 mm á
breidd 4660 mm á lengd. Hann er
þess vegna eins og gefur að skilja
mjög rúmgóður og farangursrými
stórt, allt að 1222 lítrar. Vélin er
fjögurra sílindra með tveggja lítra
slagrými, hún er 141 hestafl við
4000 snúninga á mínútu. Hámarks-
tog er 310 Nm.
Tveggja lítra vél hljómar ekki
sérlega sannfærandi í svo stórum
bíl en blaðamaður getur staðfest
eftir stuttan prufuakstur að togið í
vélinni er gott, bíllinn er fljótur að
ná góðum hraða þó viðbragðið sé
ekkert meiriháttar. Hann er þægi-
legur í stýri og virkaði lipur í
prufutúrnum. Stærðin á vélinni
gerir það að verkum að á hann
leggjast lægri tollar en á jeppa
með stærri vél, það skýrir hag-
stætt verð. Fullbúinn kostar bíll-
inn um 3,490.000 sjálfskiptur,
beinskiptur 3.190.000 kr.
Vélarstærðin gerir það að verk-
um að bíllinn er sparneytnari fyrir
vikið, tölur frá framleiðanda segja
8,4 l á 100 km í blönduðum akstri
sem telst ekki mikið fyrir jeppa.
Jeppinn er afgreiddur frá umboði
með 31 tommu dekkjum en til þess
að fá undir hann stærri dekk þarf
að fara í breytingar á bílnum með
tilheyrandi aðgerðum.
Talsvert hefur verið lagt í hönn-
un á bílnum, hann er hannaður af
Kan Greenley, þeim er hannaði
Musso-jeppann en Kyron er arf-
taki hans hjá Ssang Yong. Rétti-
lega er bent á af umboðinu að
síðan Mussoinn koma á markað,
1993 hefur mikil tækniþróun átt
sér stað í bílaiðnaðinum og ekki
beinlínis hægt að bera þessa tvo
bíla saman. Þeir eiga það þó sam-
eiginlegt að vera með vél úr Mer-
cedes Benz, millidrif frá Borg-
Warner, burðarmikla stigagrind,
stífa Dana-Spicer- afturhásingu
og gormafjöðrun.
Þess má geta að millikassinn í
bílnum er gerður fyrir hlutadrif, í
venjulegum akstri er drifið ein-
ungis á afturhjólum. Fjórhjóla-
drifið er valið með hnappi í mæla-
borði og hægt að velja það á fullri
ferð, lága drifð er einnig valið með
hnappi. Sjálfvirkar rennilokur í
nöfum framhjólanna tengja fram-
hjólin öxlunum þegar fjórhjóla-
drifið er valið.
Bíllinn er ríkulega búinn, meðal
staðalbúnaðar er sjálfvirkur hraða-
stillir, kælikerfi, upphitun í fram-
stólum og fleira.
sigridur@frettabladid.is
Kyron frumsýndur í dag
SsangYong Kyron-jeppinn verður frumsýndur í Bílabúð Benna í dag milli klukkan 12 og 16.
Verð sjálfskiptur 3.490.000 kr.
Beinskiptur 3.190.000 kr.
Lengd 4660 mm.
Breidd 1880 mm.
Hæð 1740 mm.
Slagrými, sm2 2000.
Hámarksafl,hö/sn/mn 141/4000.
Hámarkstog Nm/sn/mn 310/1800-2750.
Hámarkshraði 167 km.
Snerpa 0-100 km 13,9 sek.
Hlutskarpastur hjá dómnefnd,
sem lagði mat á 20 atriði.
BMW 3 línan hefur verið kjörin
World Car of the Year eða alheims-
bíll ársins 2006. Í ár voru 27 bílar
tilnefndir til þessara eftirsóttu
verðlauna og keppnin því afar hörð.
Í öðru og þriðja sæti urðu Mazda
MX-5 og Porsche Cayman S.
Sigurvegarinn er valinn af
dómnefnd 46 bílablaðamanna.
Hver einstakur bíll er metinn með
hliðsjón af 20 viðmiðum, þar á
meðal hönnun, frammistöðu, svör-
un, þægindum og notagildi. Í nið-
urstöðu dómnefndarinnar segir
meðal annars að 3 línan hafi, sem
ótrúlega heilsteyptur
og sportlegur
bíll, hinn
sanna anda
BMW, líkt og
hún hefur
gert um
þriggja ára-
tuga skeið.
Hönnun línunnar er enn frem-
ur sögð endurspegla sjaldséð jafn-
vægi á milli frammistöðu og stíls
annars vegar og notagildis hins
vegar. Þá sé hún fáanleg í mörgum
mismunandi útgáfum, þar á meðal
með xDrive-aldrifinu, í M-útgáfu,
sem langbakur eða með öflugum
dísilvélum. Fjölbreytnin í útgáf-
unum sýni þann mikla styrk sem
grunnhönnunin búi yfir.
BMW 3 línan
alheimsbíll ársins
Mazda MX-5 og Porsche Cayman S urðu að
láta sér lynda að deila öðru og þriðja sæti.
Hinn „sanni andi BMW“ kom 3 línunni í fyrsta sæti hjá dómnefnd 46 bílablaðamanna.
Nýjar Ford S-MAX og Ford Galaxy
bifreiðar stóðust fyrir skömmu
ströngustu kröfur sem þýsku TÜV
samtökin gera við ofnæmispróf-
anir á innréttingum bifreiða.
Engum öðrum bílaframleiðanda
hefur tekist að framleiða bíla sem
uppfylla ströngustu skilyrði TÜV.
Áður hafa Ford Focus og Ford
Focus C-MAX náð þessum
árangri.
Við rannsóknir sínar prófar
TÜV yfir 100 mismunandi hluta
innréttinga bílanna í leit að þekkt-
um ofnæmisvöldum. Auk þess eru
rannsakaðir sérstaklega innviðir
sem eru í stöðugri snertingu við
húð ökumanns eða farþega, til
dæmis stýri og sætisbelti. Jafn-
framt er andrúmsloft bifreiðanna
mælt ítarlega og rannsakað með
tilliti til ofnæmisvalda.
Ofnæmissamtök Bretlands
hafa jafnframt veitt Ford S-MAX,
Galaxy, Focus og C-MAX sérstaka
viðurkenningu fyrir hönnun sem
tekur tillit til þeirra sem eiga við
ofnæmi að stríða.
Ofnæmisvott-
aðir Ford
Fjórir bílar lausir við ofnæm-
isvalda.
Ford Galaxy er ekki bara notadrjúgur, held-
ur líka ofnæmisprófaður. FRÉTTABLAÐIÐ/EÓL
��������������������������������
����������������������������������
������������������
�
�������������
����������������������
���������������������������
Jeppadekk
Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080
Vortilboð!
31" heilsársdekk
kr. 11.900
(31x10.50R15)
Aðrar stærðir:
27" 215/75R15, kr. 7.900
28" 235/75R15, kr. 8.900
30" 245/75R16, kr. 10.900
32" 265/75R16, kr. 12.900
Sendum frítt um allt land!
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!