Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 88
56 6. maí 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 3 4 5 6 7 8 9 Laugardagur ■ ■ SJÓNVARP  11.50 Formúla 1 á Rúv. Bein útsending frá tímatöku í Þýskalandi.  15.50 NBA á Sýn.  16.05 Deildarbikarinn í hand- bolta á Rúv.  17.50 Spænski boltinn á Sýn.  19.50 NBA á Sýn.  00.00 Box á Sýn. Oscar de la Hoya gegn Bernard Hopkins í beinni. HANDBOLTI Ólafur Stefánsson á eitt ár eftir af samningi sínum við Ciu- dad Real og hann hefur tekið þá ákvörðun að vera áfram í herbúð- um liðsins. Samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma og aðeins er spurning hvort hann lengi samn- inginn um eitt eða tvö ár. “Við Talant Dujshebaev þjálf- ari vorum að labba saman upp tröppurnar eftir æfingu og hann spyr mig út í samningamálin. Ég held við höfum verið búnir að ná samkomulagi tíu sekúndum síðar. Það er eiginlega mér að kenna að ekki er búið að skrifa undir því ég hef ekki gefið mér tíma til þess. Ég mun fara í það fljótlega eða um leið og ég get gefið mér tíma til þess. Stefnan í dag er sú að spila þrjú ár á fullu áður en ég hætti,” sagði Ólafur sem hefði getað feng- ið sig lausan frá Ciudad síðasta sumar og líka í sumar ef hann vildi. Ólafur er ekki að flækja hlutina mikið þegar kemur að samninga- málunum og verður seint talinn glerharður samningamaður. Hann játar það fúslega að hann sé eng- inn nagli þegar kemur að samn- ingamálum. “Ef maður hefur það fínt þá er maður ekkert að stressa sig á einhverjum smáhlutum. Stóru hlutirnir skipta máli en ekki hvort maður fái aukaristavél eða ekki. Ég hef alltaf verið þannig og er í raun dapur samningamaður miðað við marga aðra. Fyrir mér skiptir mestu að vera í rétta liðinu og með rétta þjálfarann. Ég tel mig vera á réttum stað.” Lengi vel var sterkur orðrómur í gangi þess efnis að hann væri á leið til Gummersbach þar sem hans gamli lærimeistari, Alfreð Gíslason, tekur við stjórnartaum- unum sumarið 2007 en nú er talað um að hann taki við strax í sumar. “Þessi orðrómur átti vissulega við rök að styðjast og í raun gæti ég farið þangað í dag ef ég vildi þar sem ég er ekki búinn að skrifa undir nýja samninginn hjá Ciu- dad. Það var búið að vera lokað á Gummersbach lengi fyrir mig en svo opnaðist glugginn aftur. Ég var fljótur að loka honum á ný þar sem ég er mjög sáttur hér á Spáni í dag og bjartsýnn á framtíðina. Alfreð er búinn að spjalla aðeins við mig en hann getur gleymt því að fá mig því ég er glerharður á að vera hér áfram,,” sagði Ólafur en hann telur Gummersbach hafa gert mikil mistök með því að láta Kóreumanninn Yoon fara en Grik- kjanum Alvanos er ætlað að fylla hans skarð. Ítarlegt viðtal við Ólaf Stefáns- son verður birt í Fréttablaðinu á morgun. henry@frettabladid.is Náði samkomulagi um nýjan samning á tíu sekúndum Ólafur Stefánsson segist ákveðinn í því að enda ferilinn með Ciudad Real en formsatriði er að ganga frá nýjum samningi. Ólafur segir að dyrnar standi opn- ar hjá Gummersbach og hann geti hæglega farið þangað í dag ef hann vilji. SÁTTUR Í CIUDAD Ólafur Stefánsson er mjög ánægður með lífið og tilveruna hjá Ciudad Real. Hann mun að öllum líkindum ljúka ferli sínum hjá félaginu. Hann hefur ekki áhuga á að spila með Gummersbach þó dyrnar standi opnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Örn Arnarson, sundkappi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, fór í sína aðra hjarta- aðgerð í fyrradag. Hjartatruflanir hafa plagað Örn í heil sjö ár og sér ekki fyrir endann á vandamálinu. Örn var kominn heim í algjöra afslöpp- un þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Þetta hefði getað heppn- ast betur. Rásin sem þeir brenndu fyrir í aðgerðinni í nóvember var í fullkomnu lagi, annað en læknarnir héldu. Það var líklegast að hún hefði byrjað að leka aftur en svo var ekki og því er enn verið að skoða hvað það er sem hefur verið að valda þessum truflunum,“ sagði Örn. „Það hefur enginn hugmynd um hvað þetta er sem er alls ekki þægilegt, að vita ekki hvað amar að, en það er lítið að gera annað en að bíða,“ sagði Örn sem ætlar að hefja æfingar strax á nýjan leik eftir helgi. „Þetta hefur valdið mér miklum óþægindum undanfarið auk þess sem manni stendur ekki á sama þegar eitthvað amar að hjartanu. Þetta hefur aldrei háð mér neitt af viti, ekki fyrr en ég var keyrður með sjúkrabíl upp á spítala,“ sagði Örn. „Þetta háir mér ekkert dagsdaglega en það gerir það við áreynslu. Það er erfitt að útskýra hvað gerist en þessi óreglulegi hjart- sláttur veldur óþægindum og hjartað tekur aukakippi,“ sagði Örn en það hvarflaði aldrei að honum að hætta að synda. „Ég hugsaði aldrei um að hætta, enda er það algjör óþarfi. Ég hætti ekkert að synda fyrr en ég fæ nóg, og þá verður það á mínum forsendum. Ég gefst ekkert upp fyrir einhverri svona vitleysu,“ sagði Örn sem býst við að æfa mikið í sumar. „Ég verð á ferð og flugi um Evrópu, bæði að æfa og keppa. Ég verð lítið á Íslandi og ferðast meira en undanfarin ár,“ sagði Örn Arnarson, brattur að lokum. SUNDKAPPINN ÖRN ARNARSON ÚR SH: FÓR Í HJARTAAÐGERÐ SEM HEPPNAÐIST EKKI NÓGU VEL Læt ekki svona vitleysu stoppa mig HANDBOLTI Atli Hilmarsson hefur látið af þjálfun karlaliðs FH en undir hans stjórn mistókst liðinu að tryggja sér sæti í úrvalsdeild- inni sem var félaginu mikil von- brigði. Fram kemur í yfirlýsingu frá FH að Atli skilji í góðu við félagið og að enginn ágreiningur hafi verið milli hans og stjórnar félags- ins. - hbg Atli Hilmarsson: Hættur að þjálfa FH HANDBOLTI Þýskir netmiðlar greindu frá því í gær að Pólverj- inn Bogdan Wenta myndi taka við Magdeburg í sumar. Wenta er landsliðsþjálfari Póllands og aðstoðarþjálfari Flensburg en for- ráðamenn Flensburg voru ekki par hrifnir af því að hann færi frá félaginu og því hefur það tekið Wenta langan tíma að fá sig lausan. Með Wenta frá Flensburg kemur landi hans Marcin Lijew- ski og því verða fjölmargir Pól- verjar hjá Magdeburg næsta vetur. - hbg Handboltalið Magdeburg: Ræður Wenta sem þjálfara EKKI ÞETTA RÖFL Guðjón Valur Sigurðsson segir hér Bogdan Wenta til syndanna í landsleik Íslands og Póllands í Höllinni. HANDBOLTI Framarinn Sverrir Björnsson mun að öllum líkindum ganga frá málum sínum við þýska stórliðið Gummersbach í næstu viku. Liðin eru nú að ræða um kaupverðið sem ætti að klárast nú um helgina, eitthvað sem Sverrir býst fastlega ráð fyrir að gangi hratt fyrir sig. Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason tekur við Gummersbach árið 2007 en hann spurði Sverri hvort hann hefði áhuga á að spila í Þýskalandi, þegar Sverrir var í æfingabúðum þar í landi með landsliðinu á dögunum. „Við Alfreð tókum léttan fund og síðan vatt þetta upp á sig. Ég hef ýtt nokkrum liðum frá mér sem hafa sýnt mér áhuga í Þýska- landi en þetta er einfaldlega of stórt dæmi til að hunsa. Það er leiðinlegt að fara á þessum tíma- punkti en maður er ekkert að yngj- ast. Það gæti verið of seint að fara eftir ár, það er því nú eða aldrei,“ sagði hinn 29 ára gamli Sverrir. „Svona tækifæri kemur kannski einu sinni á lífsleiðinni. Það er varla hægt að sleppa þessu, sér- staklega í ljósi þess hvað á undan hefur gengið. Handboltinn hefur verið á smá uppleið hjá mér und- anfarið,“ sagði Sverrir án þess að taka djúpt í árina en hann sneri heim síðasta sumar eftir þriggja ára dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði lítinn handbolta. „Þetta er óvænt, ég viðurkenni það. Ég er jafn hissa á þessu og hver annar, en maður verður að njóta þess á meðan það varir. Ég held að ég sé búinn að vinna mér fyrir þessu,“ sagði Sverrir sem var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins í ár, og lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Fram. - hþh Sverrir Björnsson, nýbakaður Íslandsmeistari með Fram, er á leiðinni til þýska stórliðsins Gummersbach: Ég er jafn hissa á þessu og hver annar NAUTSTERKUR Sverrir er tröll að burðum og hefur bundið saman Framvörnina af stakri prýði í vetur.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BALLIÐ BÚIÐ Atli farinn úr Krikanum eftir stutt stopp. HANDBOLTI Stefán Arnarson, lands- liðsþjálfari kvenna í handknatt- leik, mun ekki taka að sér þjálfun kvennaliðs Hauka eins og honum stóð til boða. Haukar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Guðmund- ur Karlsson hætti með liðið. „Til þess að ég gæti tekið að mér félagsþjálfun þyrftu ákveðn- ir hlutir að ganga upp. Þeir gerðu það ekki að þessu sinni og því mun ég ekki taka við Haukum. Ég hafði samt sem áður mikinn áhuga á starfinu, þetta var spennandi kost- ur,“ sagði Stefán við Fréttablaðið í gær en hann sinnir starfi íþrótta- fulltrúa hjá KR, þjálfar kvenna- landsliðið og er auk þess í fjar- námi. „Ég reikna ekki með að skoða önnur lið, það kitlar samt alltaf að þjálfa félagslið en eins og staðan er í dag er það bara mjög erfitt,“ sagði Stefán. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, sagði við Fréttablaðið í gær að þjálfaramál karla og kvennaliðs- ins myndu skýrast í næstu viku. „Það eru miklar líkur á því að Páll Ólafsson þjálfi karlaliðið áfram. Í það minnsta mun Viggó Sigurðs- son ekki taka við liðinu aftur, það get ég staðfest,“ sagði Þorgeir en orðrómur þess efnis að Viggó væri á leiðinni aftur í Hafnarfjörðinn hefur verið á kreiki undanfarð. - hþh Stefán Arnarson: Tekur ekki við Haukastúlkum EKKI TIL HAUKA Þrátt fyrir áhuga beggja þá mun Stefán ekki þjálfa kvennalið Hauka á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Fram dró kæruna til baka Handknattleiksdeild Fram dró kæru sína eftir fyrri leik félagsins og Fylkis í deildarbikarnum til baka eftir yfirlýsingu dómaranefndar HSÍ. Þar kemur fram að dómaranefndin hafi ekki gert sér grein fyrir því að sonur annars dómarans væri leikmaður hjá Fylki þegar dómarapar leiksins var ákveðið. Er atvikið því harm- að og mun slíkt ekki endurtaka sig. Þess utan er ekkert sem segir að faðir megi ekki dæma hjá syni og því spurning hvernig málið hefði endað en það er vissulega óheppilegt. Riðlar fyrir EM í hand- bolta Á Evrópuþingi EHF í gær var samþykkt að hafa riðlakeppni fyrir EM 2010 en slíkt er alþekkt til að mynda í knatt- spyrnu. Alvöru handboltalandsleikjum á Íslandi mun því fjölga í kjölfarið þar sem leikið verður heima og heiman. Úrslita- keppni EM 2010 fer síðan annaðhvort fram í Austurríki eða Grikklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.