Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 8
8 6. maí 2006 LAUGARDAGUR BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, rak Charles Clarke innanríkisráðherra úr starfi í gær í kjölfar slaks árang- urs Verkamannaflokksins í sveit- arstjórnarkosningum sem fram fóru í landinu á fimmtudag. Jack Straw utanríkisráðherra var jafnframt gert að segja af sér og gerður forseti neðri deildar þingsins en John Prescott vara- forsætisráðherra fær að sitja áfram, þó að valdsvið hans verði þrengt. Blair tilkynnti um uppstokk- unina eftir að ljóst varð að flokk- ur hans hefði lent í þriðja sæti í kosningunum, sem varð til þess að sumir þingmenn stjórnarand- stöðunnar fóru enn og aftur fram á afsögn forsætisráðherrans. Fréttaskýrendur telja að með uppstokkuninni reyni Blair að sanna að hann hafi enn fullt vald yfir umsetinni ríkisstjórn sinni eftir mikil hneykslismál undan- farnar vikur. Clarke hefur sætt miklum ásökunum seinustu dagana eftir að upp komst að yfir þúsund glæpamenn af erlendum uppruna hefðu verið leystir úr haldi á Bretlandi á árunum 1999-2006 eftir afplánun dóma sinna, en yfirvöldum láðist að ígrunda hvort vísa bæri þeim úr landi. Blair studdi Clarke í fanga- málinu en sagði í gær að hann teldi að það myndi reynast Clar- ke erfitt að halda áfram starfi sínu. Clarke sjálfur sagðist hafa hafnað öðrum stöðum og ákveðið að vera bara óbreyttur þingmað- ur. Varnarmálaráðherrann John Reid mun taka við störfum Clar- kes og Des Browne aðstoðarfjár- málaráðherra verður varnar- málaráðherra. Í stað Straws verður Margaret Beckett utanríkisráðherra og er hún fyrsta konan sem gegnir því starfi. Geoff Hoon, fyrrum varn- armálaráðherra, verður aðstoð- arráðherra Evrópumála innan utanríkisráðuneytisins. Þó að Prescott fái að halda stöðu sinni sem aðstoðaforsætis- ráðherra þykir fækkun ábyrgð- arstarfa hans benda til refsingar, en Prescott viðurkenndi nýverið að hafa í tvö ár haldið framhjá eiginkonu sinni með samstarfs- konu sinni. Lítil þátttaka var í kosningun- um á fimmtudag, en samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Verka- mannaflokkur Blairs 1.385 sæti í sveitarstjórnum og tapaði þar með 317, en Íhaldsflokkurinn styrkti stöðu sína um jafn mörg sæti og hlaut 1.830 sæti. Kosið var í 176 sveitarstjórnir, sem er tæpur helmingur sveitar- stjórna á Englandi, en þegar þessar tölur voru birtar síðdegis í gær var talningu enn ólokið í Tony Blair rak tvo ráðherra úr starfi Miklar sviptingar urðu í breskri pólitík í gær í kjölfar lélegs árangurs Verka- mannaflokksins. Telja fréttaskýrendur að Tony Blair forsætisráðherra sé að reyna að sanna styrk sinn innan stjórnarinnar. MARGARET BECKETT JOHN PRESCOTT TONY BLAIR Forsætisráðherra Bretlands mætir á kjörstað á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP JACK STRAW Fyrrverandi utanríkisráðherra. CHARLES CLARKE Fyrrum innanríkisráðherra. Til sölu glæsilegt og vanda› sumarhús/ heilsárshús í landi Mi›engis, Grímsnesi • Húsi› er 105,7 m2. firjú svefnherbergi, stór stofa, eldhús, ba›herbergi og geymsla.a • Verönd er 160 m2. Gert er rá› fyrir heitum potti • Kjarri vaxi› eignarland 7500 m2. • Mjög gó› sta›setning. Í um fla› bil 1 klst akstursfjarlæg› frá Reykjavík • Húsi› er klætt a› utan me› Duropal plötum og har›vi›i. • Gluggar og útihur›ir úr mahony. • Hitalagnir í gólfplötu. Húsi› afhendist fokhelt og fullfrágengi› a› utan e›a fullklára› utan sem innan. Uppl‡singar í síma 894-0105 e›a á www.vidar-smidar.is ���������� ���������������������� ������������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ���������������� ��������� ��� �������������������������� ���������������������������� � ��� ��������������������������������� ��� ������������� ��������������� ��� ������������������� � ����������������������������������������� � ����������������������������� ��������������������� �������������� � ������������������������� ��������� ������ ���������������������� ������������ VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir maðurinn sem var dæmdur vegna árásanna 11. sept- ember 2001? 2 Hvaða starfsmenn Reykjavíkur-borgar hafa fengið ofgreidd laun í nokkra mánuði? 3 Hvar var valinn mikilvægasti leikmaður DHL-deildarinnar í handbolta karla? LÖGREGLUMÁL Þrír ungir Akureyr- ingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa gert aðsúg að lögreglumönn- um og neitað að hlýta fyrirmælum lögreglu á brunavettvangi þegar eldur var kveiktur við hraðbanka KB banka á Akureyri í febrúar í fyrra. Einum þeirra er jafnframt gefið að sök að hafa slegið lög- reglumann, klórað og rekið fingur í auga hans og hótað tilteknum lög- reglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. Allir piltarnir neita sakargift- um og einn þeirra segist harðákveðinn í að kæra lögregluna fyrir ofbeldi og tilefnislaust harðræði við handtöku. Annar íhug- ar að leggja fram kæru. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær kom fram að til átaka hefði komið á brunavettvangi á milli piltanna og tveggja lögreglumanna. Þrjár tennur eins piltsins sködduðust í þeim átökum og annar kenndi sér ýmissa eymsla. Allir piltarnir báru fyrir dómi að annar lög- reglumannanna hefði sýnt þeim ógnandi til- burði með snjóskóflu, áður en til átaka kom, og upptök átakanna mætti rekja til þess að lögreglumaður sleit hálsfesti eins piltsins. - kk IÐNAÐUR Gunnar Guðni Tómasson, verkefnisstjóri við mat á umhverf- isáhrifum álvers Alcoa-Fjarðaáls, segir að þurrhreinsun verði alltaf til staðar í álverinu á Reyðarfirði og svo snúist umræðan um að bæta vothreinsun við. Gunnar segir að Alcoa-Fjarðaál uppfylli allar kröfur um loftgæði á Reyðarfirði. Samkvæmt reglugerð megi fara yfir viðmiðun á umhverf- ismörkum 24 sinnum á ári en aðeins verði farið allt að fimm sinnum á ári á nokkrum stöðum í firðinum, hvergi í þéttbýli. Þá bendir Gunnar á að reglur um styrk brennisteins- díoxíðs séu strangari á Íslandi en í Noregi. - ghs Alcoa-Fjarðaál: Uppfylla kröf- ur um loftgæði STJÓRNMÁL Fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa undanfarna daga kynnt stefnu sína fyrir útlend- ingum hér á landi á sérstökum kosningafundum sem Alþjóða- húsið stendur fyrir. Alls verða fundirnir ellefu og verða þeir túlkaðir á jafn mörg tungumál. Hingað til hafa fjórir fundir verið haldnir en Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að hann hafi vænst betri þátttöku en reyndin varð á þessum fundum. Innan við tíu manns mættu á fundinn sem túlkaður var á ensku. „Þess vegna höfum við ákveðið að breyta forminu á fundunum þannig að þetta verði frekar samræður en fundir með kynningarræðum,“ segir hann. Hinn 11. þessa mánaðar verðu svo haldinn kosningafundur í Ráðhúsinu þar sem oddvitar flokkana í Reykjavík munu kynna stefnu sína. Verða ræður þeirra og svör túlkuð á ensku. Um fjögur þúsund útlending- ar búsettir hér á landi eru með kosningarétt. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkir kosningafundir eru haldn- ir fyrir sveitarstjórnarkosning- ar en Alþjóðahúsið hefur einnig látið gefa út sérstakt kosninga- blað fyrir útlendinga þar sem stefnur flokkanna eru reifaðar. - jse Alþjóðahúsið stendur fyrir kosningafundum: Fundir á ellefu tungumálum HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Björk kynnti stefnu Samfylkingarinnar fyrir spænskumælandi fundargestum fyrir skemmstu og Hólm- fríður Garðarsdottir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands, fylgdist með. Þrír Akureyringar ákærðir fyrir að veitast að lögreglumönnum: Kæra lögregluna á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.