Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 24
6. maí 2006 LAUGARDAGUR24
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Boðarnir framundan
Þrátt fyrir mikla siglingu fjármálakerfisins og
glímu við ójafnvægi í þjóðarbúskap næstu árin
er fjármálakerfið traust að mati Seðlabankans.
Það stendur óbreytt að mati Davíðs Oddssonar
seðlabankastjóra, „en boðarnir framundan eru nú
sýnilegri og meiri“.
Í janúar 2002 hafði gengi krónunnar lækkað
um fjórðung hið minnsta og verðbólga stóð
hættulega nærri tíu prósentum. Þá stóð þessi
sami Davíð í sporum forsætisráðherra, önugur
vegna rauðra strika í kjarasamningum, en
virtist vita upp á hár hverjir boðarnir voru
þá: Hækkun matvöruverðs átti sök á
tveimur þriðju verðbólgunnar. Í umræðum
á Alþingi 22. janúar sagðí hann meðal
annars: „Auðvitað á að fylgja því
eftir að stórir aðilar séu ekki að
misnota aðstöðu sína. Auðvitað
er 60 prósenta eignaraðild
í matvælafyrirtækjum, verslunarfyrirtækjum í
matvælaiðnaði, allt of há hlutdeild. Auðvitað er
það uggvænlegt og sérstaklega þegar menn hafa
á tilfinningunni að menn beiti ekki því mikla valdi
sem þeir hafa þar af skynsemi. Auðvitað hlýtur
að koma til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að
skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar.“
Davíð var þarna að tala um Baug, hvattur af
Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylking-
arinnar.
Hver er bestur?
Matvöruskýringin reyndist að vísu röng hjá
Davíð þegar upp var staðið. Viðurkennt var
að aðrar hækkanir, meðal annars af hálfu
hins opinbera, hefðu átt mun drýgri þátt
í verðbólgunni. Um þetta má meðal
annars lesa í útgefnu efni Seðlabank-
ans frá þessum tíma.
Davíð seðlabankastjóri gæti
seilst lengra aftur í tímann um ráð til að endur-
heimta stöðugleika. Hæg eru heimatökin þar sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson frjálshyggju-
mógúll situr í bankaráði Seðlabankans. Hannes
vitnaði á árum áður í Jón Þorláksson, stofnanda
Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars í þetta: „Ef
peningamálin væru í fullkomnu lagi, ætti tiltekin
peningaupphæð að samsvara sama verðmæti
fjármuna ár eftir ár. Þetta er samskonar óbreytileiki
á verðmælingum, sem nú er heimtaður af lengd-
armælitækjum, þyngdarmælitækjum og öðrum
tækjum sem notuð eru til að mæla aðra eiginleika
munanna en verð þeirra.“
Þetta þarf vitanlega að taka upp á fundi
bankaráðsins með Davíð. vegna gengisfellinga.
Um fjármálastöðugleikann sagði Davíð einnig
fyrir helgina: „Vettvangur athafna er markaðskerfi
með umgjörð stjórnvalda sem er sambærileg við
það sem best gerist í Evrópu.“ - Var hann að hæla
umgjörð sem forsætisráðherrann fyrrverandi skóp?
Úr bakherberginu...
„Það skyldi þó aldrei vera að þessi stöðugi
neikvæði tónn stjórnarandstöðunnar sé farinn
að vigta inn í verðbólguna. Þess vegna styð ég
forseta í því, verðbólgunnar vegna, að efna ekki
til þessarar umræðu enn einu sinni í dag.“
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, um kröfur stjórnarand-
stæðinga um efnahagsmálaumræðu fyrir
frestun þingstarfa.
Talsvert mikið er til í því þegar ráðherrar bera því
við að þeir ráði litlu. Vald þeirra er minna en áður.
Að þessu leyti var það rétt sem sagt var um Davíð
Oddsson, þegar hann sté af stóli forsætisráðherra
fyrir einu og hálfu ári, að hann hefði hlutast til um
að takmarka vald stjórnmálamanna. Dreifa því.
Þetta stenst skoðun að því leyti að einkavæðing
ríkisbankanna, símþjónustunnar og margra annarra
ríkisfyrirtækja takmarkar sjálfkrafa áhrifavald stjórn-
málamanna.
Halldór Hermannsson, útvegsmaður á Ísafirði,
hélt fram skoðunum sem þóttu djarfar fyrir fjórtán árum, þegar umræða
stóð sem hæst um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Halldór
hélt því opinberlega fram að best væri að sækja strax um aðild að Evrópu-
sambandinu án millilendingar á Evrópska efnahagssvæðinu. Ávinningurinn
væri margvíslegur. Í fyrsta lagi mundi þjóðin losna undan geðþóttavaldi
íslenskra stjórnmálamanna. Í öðru lagi væri ekkert athugavert við það
þótt til dæmis stórfyrirtæki á borð við Nestlé eða Tesco fjárfestu í íslenskri
sjávarréttaverksmiðju á Ísafirði eða Húsavík. Í þriðja lagi taldi Halldór að
atvinnulíf á landsbyggðinni yrði betur sett með aðild að Evrópusambandinu
með ýmsum þeim stuðningi sem sambandið veitir norðlægum byggðum til
aðstöðujöfnunar á markaði.
Halldóri hefur að einu leyti orðið að ósk sinni. Áhrif ráðherranna, til
dæmis á stjórn efnahagsmála, eru minni en áður. Réttur borgaranna er í
æ ríkara mæli varinn í krafti EES-samningsins eða annarra alþjóðlegra sátt-
mála. Að öðru leyti kunna vonbrigði hans að vera mikil. Með þverrandi valdi
ráðherranna hefur nefnilega ekki rofað til í byggðamálum með þeim hætti
sem Halldór dreymdi um að orðið gæti með aðild að Evrópusambandinu
og stuðningi þess við byggðir á norðlægum slóðum. Hvað þá að erlend
fyrirtæki megi óhindrað fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Þess í stað lýsa
stjórnvöld æ oftar yfir áhrifaleysi til lands og sjávar.
Nú þegar farið er að gæta jákvæðra afleiðinga af minnkandi áhrifum
íslenskra ráðherra ætti þjóðin að snúa sér að því að ná síðari tveimur
stefnumiðum Halldórs Hermannssonar í höfn.
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Þverrandi vald Gengið krónunnar er fallið og verðbólga er yfir viðmið-
unarmörkum. Steingrímur
J. Sigfússon, formaður
vinstri grænna, gagnrýndi
hart, áður en þingstörfum
var frestað, að ekki skyldi
gefið svigrúm til umræðu
um óstöðugleika í íslensku
efnahagslífi.
„Krónan hefur fallið hraðar og
meira en spáð hafði verið,“ segir
Steingrímur. „Árni Mathiesen fjár-
málaráðherra viðurkennir að spá
ráðuneytisins sé úrelt því allt væri
þetta meira en
spáð hafði
verið. Verð-
bólgan er utan
viðmiðunar-
marka Seðla-
bankans og
flestir ef ekki
allir búast við
verulegu verð-
bólguskoti
núna. Ríkis-
stjórnin viður-
kennir þetta
jafvægisleysi
þegar kemur til
dæmis að útflutningsfyrirtækjun-
um. Fjármálaráðherra lagði fram
frumvarp í vikunni um að hlífa
þeim við skattfærslu gengishagn-
aðar og þeim erfiðleikum sem
þessar miklu sveiflur valda í
atvinnulífinu. En ríkisstjórnin lyft-
ir ekki litla fingri gagnvart heimil-
unum og launamönnum. Þó er
alveg ljóst að kaupmáttur mun
skerðast verulega á næstu mánuð-
um. Sérstaklega verður þetta til-
finnanlegt með hækkun verð-
tryggðra lána. Skuldir heimilanna
taka stökk upp á við og verðbætur
og afborganir sömuleiðis. Það örlar
ekki á neinni viðleitni af hálfu rík-
isstjórnarinnar til að takast á við
þetta og verja kjör hinna lakast
settu gegnum þetta öldurót.
Því vil ég spyrja forsætisráð-
herra í fyrsta lagi hvort til standi
að grípa til einhverra ráðstafana til
að reyna að ná aftur efnahagsstöð-
ugleika. Hvort gripið verði til
aðgerða til að hlífa launamönnum,
einkum þeim lægst launuðu og þá
heimilunum eftir föngum. Ég
minni á það sem Atli Gíslason,
þingmaður VG, vakti athygli á í
þinginu hvernig stjórnvöld hafa í
raun rústað vaxtabótakerfinu. Ráð-
herrarnir eru með allt niður um sig
í þessu efni og hafa ekkert fram að
færa.“
Stóriðjubindindi
„Okkur er ekkert að vanbúnaði að
leiðbeina ríkisstjórninni. Við
höfum flutt um það tillögur í þing-
inu. Við leggjum til stóriðjubind-
indi og að skattalækkunum verði
slegið á frest um næstu áramót,
enda koma þær þeim tekjuhæstu
mest til góða. Það á að gera ráð-
stafanir til þess að hægja á og
treysta stöðuna í fjármálakerfinu
eins og Seðlabankinn er að gera
núna. Eini aðilinn sem ekki viður-
kennir vandann og setur hausinn
undir sig er ríkisstjórnin. Hún
hefur sagt að helstu óvinir þjóðar-
innar undanfarnar vikur séu
erlendir efnahagsspámenn og álit
þeirra. Það hefur byggst á því að
þeir væru okkur ekki velviljaðir,
þekktu ekki til mála og svo fram-
vegis. Svo finna þeir einn prófess-
or vestur í Bandaríkjunum og
kaupa hann til að halda erindi. Þá
er hann alveg óskeikull, hlutlaus
og veit allt um þetta. Sem sagt: Ef
útlendingar segja eitthvað
neikvætt er ekkert mark á þeim
takandi. En höfuðsnillingar heita
þeir ef þeir segja eitthvað jákvætt,“
segir Steingrímur J. Sigfússon.
Í kröppum dansi
Um stöðugleika og efnahagslíf
segir í nýrri skýrslu Seðlabankans,
að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum
geti grafið undan stöðugleika.
Snöggar gengisbreytingar í kjölfar
mikils viðskiptahalla og verðlækk-
un eigna gætu haft töluverð áhrif á
skuldsett heimili og fyrirtæki og á
rekstrarskilyrði íslenskra fjár-
málafyrirtækja.
Seðlabankinn segir að gengið
hafi fallið fyrr og hraðar en vonast
var til. „Til lengri tíma litið er sú
breyting holl, enda var gengið
orðið töluvert hærra en samrýmst
gat jafnvægi í þjóðarbúskapnum.“
Enn fremur segir í innangi
skýrslunnar: „Verulegur samdrátt-
ur í efnahagslífinu gæti dregið úr
stöðugleika fjármálakerfisins.
Mikil lækkun eignaverðs, gengis-
lækkun krónunnar og hækkun
erlendra vaxta samtímis myndi
leiða til snarpari aðlögunar en
ella.“
Viðskiptahalli án hliðstæðu
Staldrað er við hátt fasteignaverð
og það að skuldir einstaklinga, fyr-
irtækja og þjóðarbúsins í heild hafi
aldrei aukist jafn hratt og á síðasta
ári. Einkaneyslan jókst um sjö pró-
sent árin 2004 og 2005 en heil 12
prósent í fyrra. Á sama tíma nam
viðskiptahallinn meira en 16 pró-
sentum af landsframleiðslu.
Seðlabankinn kallar niðursveifl-
una, sem hafin er, aðlögunarferli.
„Aðlögunarferlið viðrðist raunar
þegar hafið, öllu fyrr en flestir
höfðu vænst, með umtalsverðri
gengislækkun krónunnar. Nær
undantekningalaust lýkur tímabil-
um mikils viðskiptahalla tiltölu-
lega fljótlega með nokkrum sam-
drætti. Í ljósi þess að
viðskiptahallinn er til muna meiri
en nokkurt OECD-ríki hefur áður
þurft að glíma við í sögu þeirra
samtaka mætti ætla að samdráttur
gæti orðið nokkuð harkalegur.“
Seðlabankinn segir fullum
fetum að aðlögunin eða samdrátt-
urinn verði á innflutningshlið, en
innflutningurinn sé afar næmur
fyrir miklum gengisbreytingum.
johannh@frettabladid.is
BYGGINGAKRANAR Í REYKJAVÍK „Mikil lækkun eignaverðs, gengislækkun krónunnar og
hækkun erlendra vaxta samtímis myndi leiða til snarpari aðlögunar en ella.“
STEINGRÍMUR J. SIG-
FÚSSON FORMAÐUR
VG „En ríkisstjórnin
lyftir ekki lítla fingri
gagnvart heimilunum
og launamönnum.“
Vont að missa jafnvægið