Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 Eitt af því sem við félagarnir gerðum við nýuppgerðan ferðabíl okkar var að ryðbæta nítján ára gamla yfirbygging- una. Eftir óteljandi kvöld með sandpappír, sandblæstri, slípi- rokkum, blikksuðum, trefja- plasti, sparsli og límkítti var dómurinn loks kveðinn upp: „Þetta hlýtur að duga önnur nítján ár í viðbót!“ Og þá var komið að því að sprauta. Liturinn var ákveð- inn dökkrauður, ekki síst til að fela það ryð sem gæti á næstu árum ákveðið að sýna sig. Þar sem viðgerðin hafði verið æði kostnaðarsöm ákvað ég í sparnaðarskyni að sprauta bíl- inn sjálfur. Hversu erfitt gæti það svo sem verið? Stig eitt, kaupa lakk. Það tók reyndar drjúgan tíma sökum þess að dökkrauður er til í um það bil nítjánþúsund litbrigðum, svo ég fékk nettan valkvíða. Stig tvö, hreinsa húsnæðið og líma fyrir glugga og dyra- op. Af því síðara hafði ég nokkra reynslu, en fáum sögum fer hins vegar af afrekum mínum á hrein- gerningasviðinu. Vatni, spraut- að á veggina með loftpressu, var ætlað að hylja þá stað- reynd. Stig þrjú, sprauta grunni. Gekk nokkuð vel. Verst að það þarf að pússa grunninn með vatnspappír á eftir til að slétta hann undir lakkið. Stig fjögur, sprauta lit. Önd- unargríma sem minnti á Star- Wars-mynd hélt í mér lífinu á meðan skúrfélaginn fór heim með hausverk. Lakkgufa og -ryk settust í öll önnur vit og ég var rauðleitur í nokkra daga á eftir. Stig fimm, sprauta glæru. Þegar hér var komið sögu var ég nánast blindur af lakkguf- unum og táraðist út í eitt. Ég sá ekki milli veggja í skúrnum fyrir þykkum mekki og undir það síðasta sprautaði ég með lokuð augun, sem er ekki mjög góð hugmynd, nema bíllinn eigi að enda á nýlistasafni. Stig sex, meta verkið. Þar sem gjöfin á lakkinu var of mikil hafði það runnið. Þar sem hún var of lítil var lakkið hamrað. Allt í allt eru um níu fersentimetrar á bílnum vel sprautaðir svo ég reikna með að eftir tuttugu bíla í viðbót verði ég búinn að ná tökum á þessu. Engu að síður er bíllinn nú ryðvarinn og það er fyrir öllu. Ég þekki orðið hvern blett á honum og veit nákvæm- lega hvar hann lítur vel út og hvar hann þolir varla sólar- ljósið. Og ég er bara sáttur. Það er allt í lagi þó að einn og einn bíll sé ekki með full- komna lakkáferð. Í versta falli eru líka bara nítján ár þangað til þarf að sprauta hann aftur. Bílskúrsdrama - 3. hluti Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.