Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 35

Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 35
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 Eitt af því sem við félagarnir gerðum við nýuppgerðan ferðabíl okkar var að ryðbæta nítján ára gamla yfirbygging- una. Eftir óteljandi kvöld með sandpappír, sandblæstri, slípi- rokkum, blikksuðum, trefja- plasti, sparsli og límkítti var dómurinn loks kveðinn upp: „Þetta hlýtur að duga önnur nítján ár í viðbót!“ Og þá var komið að því að sprauta. Liturinn var ákveð- inn dökkrauður, ekki síst til að fela það ryð sem gæti á næstu árum ákveðið að sýna sig. Þar sem viðgerðin hafði verið æði kostnaðarsöm ákvað ég í sparnaðarskyni að sprauta bíl- inn sjálfur. Hversu erfitt gæti það svo sem verið? Stig eitt, kaupa lakk. Það tók reyndar drjúgan tíma sökum þess að dökkrauður er til í um það bil nítjánþúsund litbrigðum, svo ég fékk nettan valkvíða. Stig tvö, hreinsa húsnæðið og líma fyrir glugga og dyra- op. Af því síðara hafði ég nokkra reynslu, en fáum sögum fer hins vegar af afrekum mínum á hrein- gerningasviðinu. Vatni, spraut- að á veggina með loftpressu, var ætlað að hylja þá stað- reynd. Stig þrjú, sprauta grunni. Gekk nokkuð vel. Verst að það þarf að pússa grunninn með vatnspappír á eftir til að slétta hann undir lakkið. Stig fjögur, sprauta lit. Önd- unargríma sem minnti á Star- Wars-mynd hélt í mér lífinu á meðan skúrfélaginn fór heim með hausverk. Lakkgufa og -ryk settust í öll önnur vit og ég var rauðleitur í nokkra daga á eftir. Stig fimm, sprauta glæru. Þegar hér var komið sögu var ég nánast blindur af lakkguf- unum og táraðist út í eitt. Ég sá ekki milli veggja í skúrnum fyrir þykkum mekki og undir það síðasta sprautaði ég með lokuð augun, sem er ekki mjög góð hugmynd, nema bíllinn eigi að enda á nýlistasafni. Stig sex, meta verkið. Þar sem gjöfin á lakkinu var of mikil hafði það runnið. Þar sem hún var of lítil var lakkið hamrað. Allt í allt eru um níu fersentimetrar á bílnum vel sprautaðir svo ég reikna með að eftir tuttugu bíla í viðbót verði ég búinn að ná tökum á þessu. Engu að síður er bíllinn nú ryðvarinn og það er fyrir öllu. Ég þekki orðið hvern blett á honum og veit nákvæm- lega hvar hann lítur vel út og hvar hann þolir varla sólar- ljósið. Og ég er bara sáttur. Það er allt í lagi þó að einn og einn bíll sé ekki með full- komna lakkáferð. Í versta falli eru líka bara nítján ár þangað til þarf að sprauta hann aftur. Bílskúrsdrama - 3. hluti Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.