Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 12
6. maí 2006 LAUGARDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
Hver er hræddur við Mishkin?
Carsten Valgreen, aðalhagfræðingur greiningar-
deildar Danske Bank, er hvergi banginn við
niðurstöðu skýrslu bandaríska hagfræðiprófess-
orsins Frederics Mishkin. „Það eru engar nýjar
tölur í þessari skýrslu og það sem deila má
um eru niðurstöðurnar. Það getur enginn
sagt hvort okkar niðurstöður eða hans
verða réttar,“ sagði Carsteen í spjalli við
Peningaskápinn. Hann segir það ráðast
af gæðum eigna bankanna og Carsten
efast um að svo sé í ljósi mikils
vaxtar þeirra. „Spurningin er
hversu mikið hægir á og það
ræðst af því hvernig bankarnir
munu standa. Carsten viður-
kennir að bankarnir hafi varið
sig gegn lækkun krónunn-
ar. „Það sem veldur mér
áhyggjum er að bankarnir
hafi tekið of mikla áhættu.“ Nýjar skýrslur virðast
því ekki breyta trú Danske Bank og Mishkin vekur
þeim engan ótta.
Krónugrill á Norðurlöndum
Danske Bank hefur ráðlagt viðskiptavinum að taka
stöðu gegn krónunni og gerir ráð fyrir veikingu
hennar. Margt bendir til þess að krónan sé að
finna sér stað í bili þar sem virði evru er milli 90
og 95 krónur. Danske Bank spáði evrunni í hundr-
aðkalli innan þriggja mánaða og margir sem veðj-
uðu á að hún færi þangað hratt og örugglega.
Á markaði er talað um að stöðutaka gegn
krónunni hafi verið talsverð frá Norður-
löndunum. Haldist krónan í núverandi
stöðu er ljóst að Skandinavarnir tapa
peningum. Reyndar tala menn um það
á markaði að gjaldeyrismarkaðurinn hafi
þegar grillað nokkra sem stukku á hana
nálægt lægsta gildinu frá áramótum.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.504 +0,79% Fjöldi viðskipta: 324
Velta: 3.215 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,50 +2,50% ... Alfesca
3,82 +0,26%... Atorka 5,80 +0,00% ... Bakkavör 49,30 +0,20%
... Dagsbrún 5,27 -0,57% ... FL Group 18,50 +1,65% ... Flaga 3,98
+0,00% ... Glitnir 16,90 +0,00% ... KB banki 746,00 +0,40% ...
Kögun 74,00 +0,00% ... Landsbankinn 21,20 +0,95% ... Marel
69,90 -1,13% ... Mosaic Fashions 17,60 +0,00% ... Straumur-
Burðarás 16,90 +1,20% ... Össur 112,50 +5,15%
MESTA HÆKKUN
Össur +5,15%
Actavis +2,50%
FL Group +1,65%
MESTA LÆKKUN
Marel -1,13%
Dagsbrún -0,57%
Vörur voru fluttar hingað til lands
fyrir 27 milljarða króna í síðasta
mánuði ef marka má bráðabirgða-
tölur um innheimtu virðisauka-
skatts. Þetta kemur fram í Vefriti
Fjármálaráðuneytisins í dag. Þetta
er 6 milljörðum krónum minna en í
mars.
Í vefritinu segir að breytingar á
milli mánaða megi að stórum hluta
rekja til minni eldsneytiskaupa
auk annarra liða. Innflutningur á
fólksbílum dróst mikið saman á
milli mánaða en marsmánuður var
stór hvað bílainnflutning varðar.
Innflutningur á bílum í apríl var
umtalsvert minni en staðvirtur
meðalmánaðarinnflutningur síð-
asta árs. Innflutningsverðmæti
annarra neysluvara á borð við var-
anlegar neysluvörur (ísskápa,
sjónvörp o.fl.) og hálf-varanlegar
neysluvörur (t.d. fatnað) minnkaði
einnig á milli mánaða.
Þá kemur fram að innflutning-
ur á fjárfestingar- og rekstrarvör-
um jókst en það má rekja til stór-
iðjuframkvæmda. - jab
Sex milljarða sam-
dráttur í innflutningi
�������������������������������������������������������������������������������������������������������� �����������
��������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������
���������
������������
��������
���������
��������
��������
��������
��������
�����������������
��������
�����������
��������
������������������ ���������������
������������ ����� ����������������
����������������������������� ������ ������������
���������������������������������������������������
������� �������������������������������������������
��������������������������������������������������
� ������������������������������������������������
�����������������������������������������������������
���������������������������������������
�����������������
Peningaskápurinn
Hagnaður Marels á
fyrsta ársfjórðungi var
143 milljónir íslenskra
króna sem var vel undir
spám greiningardeilda
bankanna. Góðar horf-
ur eru fyrir seinni hluta
ársins, verkefnastaða
hefur aldrei verið betri
og rekstrarumhverfi hef-
ur batnað með veikingu
krónunnar.
Hagnaður Marels dróst saman á
fyrsta ársfjórðungi og nam 0,6
milljónum evra eða 43 milljónum
íslenskra króna, samanborið við 1,8
milljónir evra eða 143 milljónir
íslenskra króna á fyrsta ársfjórð-
ungi í fyrra. Þetta er vel undir
spám greiningardeilda bankanna.
Landsbankinn spáði 1,2 milljóna
evru hagnaði en KB banki og Glitn-
ir 0,8 milljónum evra. Ebitda,
rekstrarhagnaður án afskrifta, var
jafnframt mun lægri en spár gerðu
ráð fyrir, eða 1,9 milljónir evra.
Skýrist það helst af því að kostnaður
vegna skipulagsbreytinga við
flutninga Carnitech, dótturfélags
Marels, frá Danmörku til Slóveníu
var allur gjaldfærður á tímabilinu.
Í tilkynningu til Kauphallar
Íslands er haft eftir Herði Arnar-
syni, forstjóra Marel, að afkoma
ársfjórðungsins hafi verið slök
sem sé í samræmi við það sem til-
kynnt var í tengslum við uppgjör
síðasta árs. Hann hafi einkennst af
tregðu í pöntunum framan af, erf-
iðu gengisumhverfi og því að
skipulagsbreytingar hjá Carnitech
voru í hámarki á tímabilinu. Horf-
ur fyrir seinni hluta ársins séu
mjög góðar og verkefnastaða hafi
aldrei verið betri. Þá hafi rekstrar-
umhverfi fyrirtækisins breyst
mjög til batnaðar með veikingu
íslensku krónunnar frá áramótum.
- hhs
Marel undir væntingum
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR AÐ STÖRFUM Tekjur LSR og LH af fjárfestingum voru 81 milljarður
á þremur árum.
Tekjur Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs
hjúkrunarfræðinga (LH) af fjár-
festingum hafa numið 81 milljarði
króna á síðustu þremur árum.
Þetta kemur fram á vef sjóðanna.
Á síðasta ári voru fjárfestinga-
tekjur 38,6 milljarðar króna. Á
sama tíma hafa samanlagðar eign-
ir LSR og LH aukist úr 127 millj-
örðum króna í 246 milljarða, eða
nær tvöfaldast. Á undanförnum
áratug hafa eignir sjóðanna sjö-
faldast. - eþa
81 milljarður í tekjur
HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI MARELS Segir afkomu fyrsta ársfjórðungs hafa verið slaka
en horfurnar séu góðar fyrir seinni hluta árs.
Dótturfélag Avion Group, Star Eur-
ope, hefur hafið starfsemi í Þýska-
landi. Í sumar verður félagið með
þrjár Airbus 320 flugvélar í rekstri.
Flogið verður frá Dusseldorf,
Frankfurt, Köln og Stuttgart til
áfangastaða í Suður- og Austur-
Evrópu auk Mið-Austurlanda. Í
fréttatilkynningu frá Avion Group
segir að allt að 10 milljónum evra
verði varið til að byggja upp stars-
emina í Þýskalandi. Star Europe
komi til með að styrkja leiguflugs-
og ferðaþjónustuhluta Avion Group
sem nú hefur yfir að ráða flug-
rekstrarleyfum í Bretlandi, Frakk-
landi og Þýskalandi. Haft er eftir
Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnar-
formanni Avion Group, að þekk-
ingin úr rekstri Excel Airways
Group verði nýtt til að byggja upp
svipaða starfsemi í Þýskalandi
enda séu ferðavenjur Þjóðverja og
Breta svipaðar. - hhs
Avion byggir upp í Þýskalandi
MARKAÐSPUNKTAR...
…107 milljóna króna tap var á rekstri
Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum
á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma-
bili á síðasta ári var 459 milljóna króna
hagnaður af rekstri fyrirtækisins.
…Greiningardeild Landsbankans hefur
endurskoðað verðbólguspá sína fyrir
maímánuð sökum mikilla verðhækk-
ana, sér í lagi á bensíni og bifreiðum.
Gerir hún nú ráð fyrir 1,1 prósents
hækkun verðbólgu í stað 0,8 prósenta
hækkun.
…Olíuframleiðendur hagnast á mark-
aðsaðstæðum þar sem verð á olíu er í
hæstu hæðum um þessar mundir. Olíu-
framleiðendurnir Shell, Total og Hydro
skiluðu hverjir á fætur öðrum mjög
góðum uppgjörum á fyrsta ársfjórðungi.