Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 76
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR44 Það er sannkallað stórmynda-sumar framundan í kvik-myndahúsum og venju sam- kvæmt munu nokkrar stórmyndir takast á um hylli áhorfenda. Auk The Da Vinci Code mun líklega bera mest á Mission: Impossible III, Superman, Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest og X-Men: The Last Stand, þriðju myndinni um stökkbreyttu mynda- söguhetjurnar sem berjast fyrir tilverurétti sínum í fordómafull- um heimi. Superman þekkja auðvitað allir og X-Men, Mission: Impossible og Pirates of the Caribbean eiga sér allar forvera sem hafa gert storm- mandi lukku í miðasölunni á liðn- um árum. Þá spillir ekki fyrir að allar skarta þær stórstjörnum sem er lagið að draga fólk í bíó og nægir þar að nefna Tom Cruise, Johnny Depp, Orlando Bloom, Keiru Knightley, Hugh Jackman og Halle Berry. Almættið eitt getur stöðvað Da Vinci Aðstandendur Da Vinci Code eru þó hvergi bangnir og óttast síður en svo samkeppnina við þessar kanónur. „Ég myndi ekki vilja frumsýna eina einustu mynd um svipað leyti og Da Vinci Code,“ sagði Amy Pascal, stjórnandi hjá Sony sem dreifir myndinni, í sam- tali við Newsweek á dögunum. Hún hefur fulla ástæðu til þess að vera kokhraust enda þarf sjálf- sagt ekkert minna en guðlega íhlutun til þess að stöðva sigur- göngu Da Vinci lykilsins. Skáld- sagan hefur selst í um 60 milljón eintökum úti um allan heim og deilurnar um hana hafa hvarvetna vakið athygli og orðið til þess að vekja enn frekari áhuga á skáld- verkinu og nú kvikmyndinni. Þá fengu eigendur kvikmynda- réttarins leikstjórann Ron How- ard til þess að koma bókinni á hvíta tjaldið en sá kann upp á sína tíu fingur að gera stórsmelli og nægir í því sambandi að nefna A Beautiful Mind, Ransom, Apollo 13 og Far and Away. Ekki spillir svo fyrir að sjálfur Tom Hanks fer með aðalhlut- verkið en hann nýtur gríðar- legrar lýðhylli og er jafnvel gæddur enn meiri miðasölu- þokka en nafni hans Cruise. Sagan sem allir þekkja Það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu- þráð Da Vinci lykilsins. Íslensk þýðing bókar- innar hefur selst í um það bil 20 þúsund eintökum og hún hefur verið áberandi í umræðunni hér heima undanfarin misseri. Myndin hefst rétt eins og bókin á því að roskinn safnstjóri Louvre- safnsins í París finnst myrtur í einum sýningarsala safnsins. Allt umhverfis líkið leynast torræð tákn og skilaboð sem verða til þess að bandaríski táknfræðingurinn Robert Langdon blandast í málið. Langdon er býsna glöggur og með aðstoð dóttur hins myrta, dulmáls- sérfræðingsins Sophie Neveu, kemst hann á snoðir um stórfeng- legt samsæri dularfullra leynifé- laga um að leyna ættarsögu Jesú Krists. Verk Leonardos Da Vinci eru lykilatriði í fléttunni en hann virðist hafa verið meðlimur í sam- tökum sem bjuggu yfir vitneskju um að Kristur hefði ekki dáið á krossinum, heldur gengið að eiga Maríu Magdalenu og getið með henni börn og eigi því afkomendur sem fara huldu höfði. Þetta viðkvæma leyndarmál er vitaskuld til þess fallið að koll- varpa öllum viðteknum hugmynd- um um kristindóminn og um leið kippa stoðunum undan burðarbit- um vestrænnar siðmenningar. Útsendurum kaþólsku kirkjunnar er því mikið í mun að halda þessu leyndu og þeir gera munkinn Silas út af örkinni með þau fyrirmæli að koma öllum þeim fyrir kattar- nef sem gætu mögulega komist að sannleikanum. Vísbendingarnar varpa að vísu illu heilli grun á Langdon sem fær lítinn frið til þess að ráða í tákn Da Vinci þar sem hann er hundeltur bæði af lögreglunni og Silasi. Vanir menn, vönduð vinna Ron Howard hefur í gegnum tíð- ina unnið náið með framleiðand- anum Brian Grazer og þeir félag- ar hafa áður unnið með Tom Hanks með góðum árangri en leiðir þrem- menninganna lágu fyrst saman árið 1984 þegar þeir gerðu gaman- myndina Splash!. Flest sem Grazier kemur nálægt verður að gulli en hann er einn framleiðenda sjónvarpsþátt- anna 24 og Arrested Development. Hann reyndi að eignast kvik- myndaréttinn á Da Vinci Code og hafði hugs- að sér að leggja söguna til grundvall- ar þriðju þáttaröð- inni af 24. Grazer Da Vinci lykillinn að velgengni Kvikmyndin The Da Vinci Code verður frumsýnd um víða veröld hinn 19. maí. Myndin byggir á einni vinsælustu og umdeildustu skáldsögu síðustu ára og blandast fáum hugur um að hún muni mala aðstandendum sínum gull. Þórarinn Þórarinsson og Bergsteinn Sigurðsson skyggndust bak við leik- tjöld Da Vincis. ROBERT LANGDON OG SOPHIE NEVEU Það renna tvær grímur á þetta ólíklega par þegar þau komast að því að kirkjunnar menn hafa í 2.000 ár haldið því leyndu að Jesús eignaðist börn og buru með Maríu Magdalenu. Tom Hanks leikur Robert Langdon Langdon er virðu- legur fræðimaður sem er í skáldsög- unni sagður minna á Harrison Ford í tweed-jakka. Hann er prófessor í trúar- legri táknfræði við Harvard háskóla en lendir í bráðri lífshættu þegar hann leitar sannleikans um Krist. Hanks hefur áður unnið undir stjórn Rons Howard, í Splash! frá 1984 og Apollo 13 árið 1995. Audrey Tautou leikur Sophie Neveu Aðlaðandi sérfræð- ingur hjá dulmáls- deild rannsóknar- lögreglunnar í París. Hún heillar Langdon með ólífugrænum augum sínum og þau snúa bökum saman eftir að faðir hennar, safnvörðurinn í Louvre, finnst myrtur. Tautou heillaði áhorfendur upp úr skónum í myndinni Amalie og gerði það einnig gott í A Very Long Engagement. Jean Reno leikur Bezu Fache Guðrækinn en harð- snúinn lögreglufull- trúi sem rannsakar morðið safnverðin- um. Trú hans er svo sterk að Guð á það til að hvísla í eyra hans. Reno er þekktastur fyrir leik sinn í Luc Besson-myndunum La Femme Nikita og Leon. Ian McKellen leikur Sir Leigh Teabing Vellauðugur breskur sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í hinu heilaga grali og býr yfir mikilvægum upplýsingum sem gætu gagnast góð- kunningja hans, Langdon. McKellen er leikari í sérflokki sem hefur komið við sögu í vinsælum mynd- um á borð við X-Men og Lord of the Rings-þríleiknum þar sem hann fór á kostum í hlutverki Gandálfs. Paul Bettany leikur Silas Albínóamunkurinn sem drepur í nafni Guðs fyrir Opus Dei. Honum er lýst sem „draugi með augu djöfulsins“ í bók Browns. Silas er þjakaður á sálinni og refsar sér ítrekað með hnútasvipunni sinni. Einkunnarorð hans eru „sársauki er góður“. Bettany er rísandi stjarna sem gerði það gott með Russell Crowe í A Beauti- ful Mind og Master and Commander. Þá gerir hann Harrison Ford lífið leitt í Firewall. PERSÓNUR OG LEIKENDUR MORÐINGINN SILAS Mein- lætamunkurinn og albínóinn Silas hikar ekki við að drepa í Guðs nafni á milli þess sem hann beitir hnútasvipunni á sjálfan sig. Jerusalem Vatican Rennes-le- Ch‰teau Paris London Rosslyn Chapel 310 miles 500km Jerusalem Vatican Rennes-le- Ch‰teau Paris London Rosslyn Chapel 310 miles 500km Jerusalem Vatican Rennes-le- Ch‰teau Paris London Rosslyn Chapel 310 miles 500km Opus Dei: Kaþólskt trúfélag sem spænski presturinn Josemaría Escrivá de Balaguer stofnaði árið 1928. Markmið regl- unnar var að stuðla að því að fólk væri nær guði í daglegu lífi, þjónaði öðrum og léti gott af sér leiða. Opus Dei, sem er latína og þýðir Guðs verk, telur um 85 þúsund félaga af báðum kynjum í 61 landi. Um 98 prósent eru leikmenn, flest- ir í hjónabandi, en afgangurinn er prestar. Í Da Vinci lyklinum eru félag- ar í Opus Dei látnir leggja stund á sjálfspyndingar með því að binda gaddaól um ofanvert læri sitt og hýða sjálfa sig með hnútasvipu. Escrivá lést árið 1975 en Jóhann- es Páll II páfi tók hann í dýrlingatölu árið 2002. Hið heilaga gral: Í kristinni dulspeki er hið heilaga gral diskur eða bolli sem Jesús Kristur notaði við síðustu kvöldmáltíðina. Í mörgum sögum segir að þegar Kristur hékk á kross- inum hafi Jósef frá Aríma- þeu látið blóð hans drjúpa í gralið. Hann hafi svo farið með það til Bretlandseyja og stofnað þar riddarareglu sem skyldi gæta gralsins. Musterisriddarar: Regla stofnuð í kjölfar fyrstu krossferðarinnar 1096. Upphaflegu bækistöðvarnar voru í einu musteranna helgu í Jerúsalem. Með tíð og tíma fjölgaði félögum í reglunni og auður þeirra og völd fóru vaxandi. Áður en yfir lauk urðu Musterisriddarar helstu bankamenn Evrópu. Árið 1328 var reglan leyst upp með valdi eftir að það kastaðist í kekki milli hennar og Filipusar IV Englandskon- ungs, en Robert af Bruce veitti þeim hæli í Skotlandi. Samkvæmt þjóðsögunni fundu riddarar reglunnar hið heilaga gral í einu af musterunum helgu í Jerúsalem. Bræðralag Síons: Félagasamtök stofnuð í Frakklandi árið 1956 af Pierre Plantard (til hægri) og André Bon- homme. Ári síðar voru samtökin leyst upp. Séra Bérenger Sauniere: Þótt hann komi ekki við sögu í Da Vinci lyklinum fær Dan Brown ættarnafn hans lánað í bókina. Sauniere var skipaður sóknarprest- ur í franska smáþorpinu Rénnes-le-Chateu árið 1885. Þótt hann hafi verið fátækur varði hann háum fjárhæðum í að endurbæta kirkjuna í þorpinu og reisti Magdalenuturninn svonefnda. Eftir að hann lést árið 1917 komust ýmsar sögur á kreik um hvernig hann hefði fjármagnað endurbæturnar og voru fjársjóðir Musterisriddaranna meðal annars nefndir í því sambandi. Gabb Plantards: Á 7. áratug síðustu aldar kom Pierre Plantard fyrir fölsuð- um skjölum í Landsbóka- safni Frakk- lands í París. Skjölin ganga undir nafninu Les Dossiers leyndarmál- in og í þeim má finna nöfn ýmissa manna sem áttu að hafa verið félagar í Bræðra- lagi Síons. Þeirra á meðal voru Sir Isaac Newton, Viktor Hugo, Botti- celli og Leonardo Da Vinci. Plantard hélt því líka fram að hann væri kominn af konungsætt Mervíkinga og sagði að Bérenger Saunier hefði fundið forn skjöl sem sönnuðu fulllyrðingar sínar. Sagan var síðar skreytt með stað- hæfingum þess efnis að Jesús Krist- ur hefði kvænst Maríu Magdalenu og átt með henni barn. Samkvæmt sögunni leituðu María og barnið skjóls í Gallíu, þar sem niðjar Krists giftust að lokum inn í konungsætt Mervíkinga. DVL – STAÐREYNDIR OG VILLUR FRÉTTABLAÐIÐ/AP - GRAPHIC NEWS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.