Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 50
8 ■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Lilja og Rósa eru báðar garðyrkju- fræðingar að mennt og kynntust þegar þær unnu saman í Blómavali. „Við höfðum lengi gengið með þá hugmynd að stofna saman fyrir- tæki og gera eitthvað saman,“ segir Lilja. „Fyrir ári síðan stofnuðum við heildsölu og fórum að flytja inn ýmsar barnavörur, meðal annars Bumbo-stólinn sem hefur verið afar vinsæll. Síðan byrjaði boltinn að rúlla og í mars síðastliðnum opnuð- um við vefverslunina.“ Vefverslunin hefur farið vel af stað og þar má finna ýmsa fallega hluti fyrir heimilið. „Þetta eru flott- ar vörur. Við erum ekkert að reyna að vera með það ódýrasta heldur leggjum við mikið upp úr hönnun og gæðum. Við viljum vera með háklassa netverslun sem selur vand- aða vöru,“ segir Lilja og bætir því við að vörurnar komi víða að. „Við erum til að mynda m e ð mikið a f nor- rænni hönnun, til dæmis svokallaða Cult-línu en það eru skemmtilegar sænskar heimilisvörur.“ Heimasíða Y-D-Design er aðgengileg og viðskiptavinir ættu ekki að eiga í nokkrum vandræð- um með að versla þar. Tím- inn frá því varan er keypt og þar til hún er afgreidd er ekki nema tveir til þrír virkir dagar. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www. yd.is Mikið lagt upp úr hönnun og gæðum Stöllurnar Lilja Marteinsdóttir og Rósa Viggósdóttir reka saman vefversl- unina Y-D-Design. Þar eru meðal annars seldar fallegar vörur fyrir heimilið sem ekki fást annars staðar. Kristalsljósakrónur í nýjum búningi. Kristalsljósakrónur þykja alltaf glæsilegar. Þær hafa á sér hátíðlegt yfirbragð og glitra svo skemmti- lega þegar ljósið skín. Það er ekki óalgengt að nútíma hönnuðir sæki í þessar hefðbundnu ljósakrónur eftir innblæstri. Nú er hægt að fá ljósakrónur sem eru nýstárlegar og frumlegar en minna þó á gamlan glæsileika. Hér eru nokkur dæmi um skemmtilegar ljósakrónur. Gamalt mætir nýju Glæsileikinn í fyrirrúmi. Stílhrein hönnun eftir Tom Dixon. Þessi skemmtilega og nútímalega ljósa- króna heitir Ginetta og kemur frá Slamp. Hér hefur mynd af gamaldags ljósakrónu verið prentuð á látlausan hvítan skerm. Einfaldara verður það varla. Japaninn Shiro Kuramata (1934- 1991) var leiðandi í mínimalískri hönnun á níunda áratugnum. Verk hans eru sérstæð fyrir þær sakir að í þeim blandar hann saman abstrakt og mínimalískum þáttum. Japansk- ur uppruni Kuramata réði líka nálg- un hönnuðarins á verk sín, þannig að í þeim gætir bæði aust- og vest- rænna áhrifa. Sum verka hans virð- ast nánast vera efnislaus, þar sem hann notaði mikið af gleri í hönnun þeirra, og oft engu líkara en að þau hangi í lausu lofti eða séu föst í ein- hverju ástandi. Það á til dæmis við um glerstól sem hann hannaði og fyllti með rauðum rósum, þannig að útlit er fyrir að þær séu síblómstr- andi. Ljóst er að Kuramata var áhugaverður hönnuður og arfleifð hans merkileg. Leiðandi afl í mínimalisma Glerstóll fullur af rauðum rósum eftir Shiro Kuramata.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.