Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 34
[ ]
Hyundai Sonata er nú fáanleg-
ur hér á landi með 2 lítra vél.
Hér er mjög stór og rúmgóður
bíll á ferð sem er frábært að
aka.
Hyundai kynnti til sögunnar
fimmtu kynslóð Sonötu á síðasta
ári, nýtt útlit og stærri bíl. Sá bíll
hefur fengist með 2,40 lítra vél
síðan á síðasta ári hér á landi en er
nú fáanlegur með 2 lítra vél, jafn
þungur og stór bíll. Þann bíl fékk
Fréttablaðið til reynsluaksturs og
til að gera langa sögu stutta þá var
undirrituð afar hrifinn af bílnum
sem reyndist mjög lipur í akstri
innanbæjar þó stór væri en alveg
frábær á þjóðveginum. Vélin skil-
aði svo sannarlega sínu, var hljóð-
lát, kraftmikil og bíllinn steinligg-
ur á veginum. Ökuferð austur í
sveitir leið á örskotstundu og und-
irrituð hefði vel getað hugsað sér
að halda áfram og taka allan hring-
inn.
En byrjum á byrjuninni.
Hyundai Sonata hefur hefðbundið
fólksbílsnið, svona eins og er á
undanhaldi í dag en var eitt sinn
ráðandi á götunum. Að útliti er
bíllinn einfaldur og stílhreinn.
Stærðin á honum gerir hann samt
glæsilegri og veglegri en venju-
legan fólksbíl. Bíllinn er mjög
rúmgóður þegar inn er komið.
Mjög vel fer um bílstjóra sem
hefur mikið rými til að athafna
sig. Bilið á milli bílstjóra og far-
þega er mikið. Gott pláss er líka
fyrir farþegana. Það er þó rétt að
taka fram að bíllinn er ekki eigin-
legur lúxusbíll, innréttingar eru
einfaldar og sætin með tauáklæði
− enginn leðurlúxus á ferð. Enda
verðið hagstætt, beinskiptur kost-
ar bíllinn rúmar 2 milljónir en
sjálfskiptur tæpar 2,2 milljónir. Á
það skal þó bent að Sonata fæst í
lúxusútgáfu og kostar þá töluvert
meira.
Það er ekki mikið verð fyrir
svona stóran og góðan akstursbíl.
Því góður er hann í akstri eins og
fram hefur komið. Hann er algjör
draumur á venjulegum þjóðvega-
akstri og hafði ekkert fyrir því að
halda 100 km hraða í brekkum.
Hann er líka hljóðlátur sem er
mikill kostur á ferðalögum.
Farangursrýmið er mjög stórt,
462 lítrar. Fyrir fjölskyldufólk
með lítil börn eru venjuleg far-
angursrými ekki endilega þau
bestu fyrir vagna og annað barna-
dót, þó stór séu. En plássið er gott
fyrir venjulegan farangur og golf-
settin komast auðveldlega mörg
fyrir eins og undirritaðri var bent
á. Þannig að fólk með stálpuð börn,
uppkomin eða engin er kannski
frekar í markhóp bílsins.
Stærð bílsins getur auðvitað
flækst fyrir þegar verið er að snú-
ast í 101 þar sem bílastæði eru af
skornum skammti, það segir sig
sjálft. En stærðin gerir bílinn
ótrúlega veglegan og góðan á vegi.
Bíllinn eyðir ekki sérlega miklu,
framleiðandi segir eyðsluna vera
8,9 l á hundraði í blönduðum akstri
þegar um stærri bílinn er að ræða,
þessi útgáfa er sparneytnari sem
er auðvitað kostur.
Hyundai Sonata er fyrirtaks-
bíll, ekki sá íburðarmesti á mark-
aðnum, en á góðu verði og fínn í
akstri sem gerir hann að góðum
kosti fyrir þá sem vilja fólksbíla í
stærri kantinum.
sigridur@frettabladid.is
Spyrnukeppni á umferðargötum er eitt það
vitlausasta sem hægt er að taka þátt í. Bílar eru töff,
dauðir ökumenn ekki.
Farangursrými er stórt.
Góður bíll á góðu verði
Hyundai Sonata er fyrirtaksbíll innanbæjar sem utan.
Sportleg framljós. Ágætt rými er milli bílstjóra og farþega.
Umhverfi bílstjóra er stílhreint og einfalt.
Vél: 2000
Hestöfl: 145
Verð, beinskiptur. 2.040.000
sjálfskiptur 2.190.000
Eldsneytistankur: 70 lítrar
Lengd: 4.800 mm.
Breidd: 1.832 mm.
Hæð: 1.475 mm.
Farangursrými: 462 l
Bíllinn er rennilegur á að líta.
Opið virka daga 8-18
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.