Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 38
[ ]Ferðalag þarf ekki að vera langt. Bláa lónið, Þingvell-ir og Hvalfjörður eru allt fallegir áfangastaðir í nánd við höfuðborgarsvæðið.
Kýr með bjöllur og blómum
skrýdd hús, hattar og jóðl eru
meðal þess sem í hugann kem-
ur þegar minnst er á Týról.
Týrol er töfraorð í eyrum þeirra
sem til þekkja, nafnið kallar fram
í hugann mynd af einstakri nátt-
úrufegurð, fjöll, engi og fallegar
gönguleiðir, kýr í haga með bjöll-
ur um hálsinn, þjóðbúninga, Týr-
ólahatta, góðan mat og síðast en
ekki síst ljúft viðmót fólksins,
lífsgleði og friðsæld. Týról skipt-
ist í annars vegar hérað í Austur-
ríki með Innsbrück sem höfuð-
borg og hins vegar Suður-Týról
sem er hérað nyrst á Ítalíu og nær
langleiðina suður að Gardavatni.
Heimsferðir bjóða upp á ferð á
þessar fallegu slóðir í sumar. Í
slíkri sérferð eru að öllu jöfnu
tuttugu til fjörutíu manns og
íslenskur fararstjóri er með
hópnu. Flogið verður til München
í Þýskalandi að kvöldi 22. júní og
dvalið í fimm nætur í hinum ein-
staklega fallega fjallabæ Seefeld
í Austurríki í fimm daga. Þar
gefst fólki kostur á að slaka á og
njóta þeirra lystisemda sem stað-
urinn býður upp á eða taka þátt í
kynnisferðum með fararstjóra.
Til boða stendur að fara í ferð um
Alpana, meðal annars til Berchtes-
gaden þar sem Arnarhreiður Hitl-
ers er að finna, til Innsbruck, í
Swarovsky-kristalsveröldina, á
ekta Týrólakvöld og í gönguferð-
ir.
Eftir dvölina í Austurríki er
haldið yfir Brennerskarðið til
Ítalíu, ekið um Suður-Týról og
Trentino og niður að hinu
undurfagra Gardavatni þar sem
dvalið verður í hinum líflega og
fallega vínbæ Bardolino í fimm
daga. Þar mun hægt að velja um
að slaka á eða fara í kynnisferðir,
til dæmis siglingu um vatnið, í
gönguferðir eða til hinnar róm-
antísku borgar Verona. Í Verona
er hin heimsfræga Arena og eru
fluttar þar á þessum árstíma
óperusýningar á heimsmæli-
kvarða. Það er einstök upplifun
að hlýða á fallega tónlist í hlýju
kvöldmyrkrinu undir stjörnu-
björtum himni.
Eftir dvölina við Gardavatn er
farið til hinnar einu sönnu drottn-
ingar hafsins, Feneyja, og dvalið
þar í tvo daga áður en flogið er
heim frá Bologna. Feneyjar eru
einstakar í sinni röð, síkin, gond-
ólarnir, glæsibyggingar með
Markúsarkirkjuna fremsta meðal
jafningja, sagan, kristallinn, fólk-
ið og stemningin. Þessi ferð til
Austurríkis og Ítalíu stendur yfir
í þrettán daga, frá 22. júní til 5.
júlí.
Allar nánari upplýsingar eru
hjá Heimsferðum, www.
heimsferdir.is
Vefslóðir:
http://www.seefeld.at
http://www.gardalake.com
http://www.arena.it
Sumar og sól í Týról
Falleg fjöll og friðsæld einkenna Týról.
Ekki þarf alltaf að fara marga
kílómetra til að komast í
fallega náttúruna.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur tekið sig til og býður til
spennandi göngu og fræðsluferða
í Heiðmörk í maí og júní. Ferðirn-
ar henta sérlega vel fjölskyldu-
fólki og öllum þeim sem gaman
hafa af fallegu umhverfi og stutt
er að komast á staðinn frá höfuð-
borginni.
Í dag verður fyrsta ferðin farin
og mun Jón Kristjánsson líffræð-
ingur ganga um með náttúruunn-
endum og fræða um Elliðavatn og
lífríki þess. Göngugörpum er vel-
komið að taka veiðistöngina með
þar sem börn og unglingar í sveit-
arfélögum sem tengjast Heiðmörk
fá ókeypis veiðileyfi.
Um næstu helgi, hinn 13. maí,
mun Einar Þorgeirsson fuglafræð-
ingur kynna fuglalífið í skóginum
og við vatnið.
Þann 20. maí verður farin vin-
sæl og skemmtileg ganga en þá
mun Valdór Bóasson vera leið-
sögumaður í svokallaðari tálgun-
argöngu sem er sérstaklega sniðin
fyrir börn. Gengið er um skóginn
og efniviði safnað. Að því loknu
mun Valdór leiðbeina við að tálga
úr viði. Síðustu helgina í maí ætla
Erla Stefánsdóttir sjáandi og Frey-
steinn Sigurðsson jarðfræðingur
leiða þátttakendur um álfa- og
hulduheima Heiðmerkur.
Ókeypis er í allar ferðirnar og
þær opnar öllum. Ferðirnar hefj-
ast klukkan ellefu við gamla Ell-
iðavatnsbæinn.
Frétt fengin af www.utivera.is.
Ferðalag í náttúru-
perluna Heiðmörk
Framundan eru skemmtilegar gönguferðir
um Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags
Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORVALDUR
Golfbílar.... Golfbílar....
„Ný sending“
Lexa býður uppá golfbíla frá Bandaríkjunum,
Bílarnir eru uppgerðir af fagmönnum.
Lexa býður einnig uppá yfirbyggingar með
rennihurðum á allar tegundir Golfbíla, Kerrur
fyrir golfbílinn og mikið úrval aukahluta
Lexa veitir alla almenna þjónustu fyrir Golfbílinn
þinn,, s.s. Skipta um olíu, reimar, kerti,þrif og fl.
E-Z-GO.....Club Car…..Yamaha…..Melex…..City Car
Sími 897 1100
www.lexa.ws
Þann 1. júní verður nýtt 25 herbergja
hótel opnað á Dalvík.
- Hótel Sóley -
Rými fyrir 50 manns í 2ja manna
herbergjum, með baðherbergi og sturtu -
fallegt útsýni til sjávar og sveita. Dalvík
sem er í um 30 mínútna akstusfjarlægð
frá Akureyri, er m.a. þekkt er fyrir
Fiskidaginn mikla. Kjörinn staður til að
stunda hvers kyns útvist, svo sem;
hvalaskoðun, gönguferðir, hjólreiðaferðir,
kajaksiglingar á Svarfaðardalsá, golf,
fiskveiðar, hestamennsku o.fl. Sundlaug
og heilsurækt er við hliðina á hótelinu.
Láttu sjá þig fyrir norðan!
Verið velkomin til Dalvíkurbyggðar!
Kynningarverð í júní
Nánari upplýsingar í síma:4663395
með tölvupósti á info@hotel-soley.com
eða á heimasíðu www.hotel-soley.com
Laxá á Ásum
Tilboð óskast í veiðirétt í
Laxá á Ásum árin 2007-2009.
Nánari upplýsingar veitir Páll Þórðarson í
síma 452-4353 netfang: saudanes@simnet.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI