Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 87
Manchester-tónleikar verða
haldnir í Laugardalshöll á laugar-
daginn frá klukkan 17.30 til mið-
nættis og er búist við miklu stuði.
Fram koma Badly Drawn Boy,
Echo and the Bunnymen, Elbow,
Andy Rourke, Trabant, Benni
Hemm Hemm og Foreign Monk-
eys. Eftir tónleikana í Höllinni
heldur gleðin áfram á Nasa. Þar
munu Andy Rourke og Óli Palli
þeyta skífum en einnig mun gleði-
sveitin Rass troða upp. Ókeypis
verður inn á Nasa og munu
erlendu listamennirnir sem koma
fram í Höllinni sletta þar úr
klaufunum.
Miðasala er enn í fullum gangi
á tónleikana í Höllinni og má enn
fá sæti í stæði. Miðaverð í stæði
er 2.600 kr. Miðasala fer fram á
midi.is og í verslunum Skífunnar.
Kátt í Höllinni
BADLY DRAWN BOY Tónlistarmaðurinn
Badly Drawn Boy kemur fram í Laugardals-
höll annað kvöld. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
DAGSKRÁ MANCHESTER-TÓNLEIKA
17.30 Húsið opnar
18.00 Foreign Monkeys
18.30 Benni Hemm Hemm
19.30 Trabant
20.05 Andy Rourke DJ
20.30 Echo and the Bunnymen
21.45 Elbow
22.35 Andy Rourke DJ
23.00 Badly Drawn Boy
Hljómsveitin Hjálmar hefur bæst
í hóp þeirra sem koma fram á tón-
listarhátíðinni Reykjavík rokkar
sem verður haldin í Laugardals-
höll dagana 29. júní til 1. júlí.
Þær hljómsveitir sem höfðu
áður staðfest komu sína eru
Motörhead, The Darkness, David
Gray, Ham, Mínus, Trabant og
Ampop.
Forsala aðgöngumiða á Reykja-
vík rokkar hefst fimmtudaginn 18.
maí kl. 11.00 í verslunum Skífunn-
ar, BT Akureyri og Selfossi og á
midi.is. Miðaverð er á bilinu 4.900
til 12.900 krónur.
Hjálmar
bætast við
HJÁLMAR Reggísveitin Hjálmar spilar á
Reykjavík rokkar í Höllinni í sumar.
MYND/EGILL BJARNASON
Miðasala á viðhafnarforsýningu
kvikmyndarinnar A Prairie Home
Companion eftir leikstjórann
Robert Altman hefst á mánudag-
inn.
Hinn þekkti leikari John C.
Reilly, sem hefur m.a. leikið í
Magnolia og Chicago, verður við-
staddur sýninguna. Er hann einn
af fjölmörgum stórstjörnum sem
leika í myndinni, sem hefur hlotið
mjög góðar viðtökur.
Miðasalan hefst klukkan 10.00
á midi.is í Skífunni í Reykjavík og
verslunum BT úti á landi Miða-
verð er 800 krónur. Forsýningin
verður í Háskólabíói þann 14.
maí.
Miðasala að hefjast
JOHN C. REILLY Leikarinn þekkti verður
viðstaddur forsýningu á kvikmyndinni A
Praire Home Companion.