Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 16

Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 16
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Allt frá dögum frönsku byltingar- innar hefur verið hefð fyrir því að skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eða handbolta þar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hægri en hreyfingarleysið er á miðjunni. Þessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla. Mér finnst það t.d. veruleg- ur galli á henni að hún er ósögu- leg, tekur ekki tillit til hugmynda um þróun og framfarir. Af þeim sökum bætir það nokkru við skilning að líta einnig á stjórnmálin sem hreyfingu fram og aftur. Meginandstæðurnar eru þá á milli afturhaldsmanna, íhalds- manna og framfarasinna. Eftir sem áður eru sömu meginand- stæðurnar í stjórnmálum, en hafa nú sögulega vídd og hægt er að leggja á þær mælikvarða þróunar og jafnvel framfara. Samkvæmt þessu væru hægri- menn þá afturhaldsmenn og á það nokkuð vel við þegar litið er til pólítískrar orðræðu þeirra á hverj- um tíma. Á 19. öld litu hægrimenn í Frakklandi t.d. með söknuði til tímans fyrir frönsku byltinguna og vildu endurreisa konungsveld- ið. Á 20. öld horfðu hægrimenn hins vegar til 19. aldar sem gull- aldar borgarastéttarinnar en höfn- uðu sósíalískum hreyfingum sam- tímans. Hugmyndafræðingar þeirra voru karlar frá 17. og 18. öld, menn eins og John Locke, Edmund Burke og Adam Smith, en þeir höfðu óbeit á fremstu hugsuð- um samtímans. Fyrir nokkrum dögum mátti t.d. lesa pistil eftir klassískan afturhaldsmann í Blað- inu þar sem skammast var út í kanadíska hagfræðinginn John Kenneth Galbraith, en pistillinn hefði alveg eins getað snúist um Jean-Paul Sartre, Michel Foucault eða Noam Chomsky. Undanfarinn aldarfjórðungur hefur verið „endurreisnarskeið“ í augum afturhaldsmanna, ekki þó konungsveldisins heldur „alþjóða- væðingar“ í anda heimsvalda- stefnu 19. aldar. Hvað mun aftur- haldsmenn dreyma um á 21. öld? Það getum við auðvitað ekki séð fyrir en mér finnst líklegt að gull- öld þeirra verði þá 20. öldin með óheftri orkusóun, einkabílum og stórvirkjunum. Afturhaldsstefna framtíðarinnar er í mótun í þess- um orðum töluðum. Miðjumenn eru á hinn bóginn íhaldsmenn í klassískum skilningi. Stefna þeirra er þróuð með mark- aðsrannsóknum í þeim tilgangi að fanga tíðarandann og elta það sem er vinsælt hverju sinni. Þeir líta til samtíðar en ekki framtíðar, sem kemur m.a. fram í tilhneigingu til að kalla sig „nútímalega“. Miðjan hafnar valkostum, hvort sem stefnt er fram eða aftur, og heldur alltaf með sigurliðinu í ágrein- ingsmálum fortíðarinnar. Hættur miðjustefnunnar felast í því að miðjumönnum hættir til að líta á nútímann sem besta mögulega veruleikann að hætti meistara Altungu í skáldsögu Voltaires, en upplýsingarmaðurinn franski skapaði þá persónu sem paródíu á íhaldsmenn síns tíma. Vinstrimenn eru hins vegar framfarasinnar. Þeir trúa á betri heim og eru afar gagnrýnir á eigið samfélag, benda á aðra valkosti og lausnir sem eru umfram allt nýjar, jafnvel draumalönd og útópíur, en í augum íhaldsmanna eru þeir „fúlir á móti“. Vinstrimenn trúa á möguleika mannsins til að bæta sig og fullkomna og þeim er það eiginlegt að freistast til að hanna söguleg módel þar sem þróun í átt til framfara verður nánast óhjá- kvæmileg samfara breyttum þjóð- félagsháttum. Vinsældir marxism- ans meðal vinstrimanna eru engin tilviljun. Frjó hugsun og sprengikraftur einkennir framfarasinna umfram afturhalds- og íhaldsmenn en í framfarastefnunni felast líka ýmsir pyttir. Framfarahugtakið er erfitt viðureignar og engin ein skilgreining til á því hvað telst til framfara og hvað ekki. Þess vegna er hið alræmda sundurlyndi vinstrimanna eðlilegur fylgifisk- ur framfarahyggju þeirra, þar sem margir hópar geta boðið fram sína útgáfu af framtíðinni. Þá er eðlilegt að veruleiki hins óþekkta hræði marga sem kjósi frekar þekkta fortíð eða samtíð. Hér ætla ég ekki að leggja mat á það hvort sé í eðli sínu betra eða verra, afturhald, stöðugleiki eða framfarir. Það hlýtur að sumu leyti að ráðast af skapferli hvers og eins hvað honum finnst best: Kunnugleg fortíð, örugg samtíð eða óviss framtíð. Þá geta hags- munir fólks verið misjafnir eftir stöðu þess í samtíðinni. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að á Vesturlöndum sé íhaldssemi miðj- unnar nú allsráðandi, en í þriðja heiminum leiti fólk frekar í smiðju útópískra framfarasinna, eða þá afturhaldsmanna. Mistök Vestur- landa í stefnu sinni gagnvart þriðja heiminum felast ekki síst í þeirri trú að ef sósíalískum fram- farasinnum í Austurlöndum nær yrði útrýmt myndi fólk í þessum fátæku löndum upp til hópa gerast þægir íhaldsmenn. Þess í stað hefur það leitað í smiðju manna sem vilja endurreisa kalífaríki miðalda. Þegar ein leið úr óbæri- legum samtíma lokast þá opnast önnur í staðinn. Vinstri, hægri, fram og aftur Í DAG STJÓRNMÁLA- HUGTÖK SVERRIR JAKOBSSON Það ætti ekki að koma neinum á óvart að á Vesturlöndum sé íhaldssemi miðjunnar nú allsráðandi, en í þriðja heim- inum leiti fólk frekar í smiðju útópískra framfarasinna, eða þá afturhaldsmanna. Er okkur alveg sama? Nýlega sagði marókkósk kona sem vinnur á krabbameinsdeild Landspít- alans frá því í viðtali í Fréttablaðinu að hana tæki sárt að sjá menn deyja þar eina þar sem ættingjar kæmu stundum ekki fyrr enn sjúklingurinn væri allur. Einnig þótti henni sárt til þess að vita að aldraðir væru vistaðir á stofnunum. Þetta viðgengist ekki í hennar landi, sagði hún. Hér dvelja þeir jafnvel á spítölum þar sem ekki er pláss fyrir þá á dvalar- og hjúkr- unarheimilum. Er það svo, þegar öllu er botninn hvolft, að bæði almenningi og yfirvöldum hér á landi standi á sama um fólk þegar það er ekki lengur í blóma lífsins? Hinir jákvæðu skilja kerfið Erlendir fræðimenn og sérfræðingar hafa misgóðan skilning á efnahagslífi okkar Íslendinga. Sérfræðingar hjá Morgan Stanley og Danske Bank virð- ast ekkert botna í því ef marka má svör forsvarsmanna KB banka og annarra sem verjast harðri gagnrýni þeirra. Það hefur hins vegar enginn, svo vitað sé, sakað Frederic Mish- kin, prófessor frá Columbia- háskóla í Bandaríkjunum, um að hafa takmark- aðan skilning á því enda sagði hann íslenskt hagkerfi standa traust- um fótum. Sálfræðingar hagkerfisins Aðrir sem örugglega eiga í erfiðleikum með að átta sig á því hvernig íslenska hagkerfið virkar nú til dags eru eldri borgarar. Áður fyrr fór það meira og minna eftir því hvernig bar í veiði hvort vel áraði í efnahagslífinu eða ekki. Nú veltur þetta meira og minna á því orðspori sem fer af hagkerfinu. Það er engu líkara en kerfið hafi öðlast eigið líf og fjármálaspekingar og viðskiptajöfrar verði að peppa upp sjálfstraust þess og séu því smátt og smátt að verða að eins konar sálfræðingum. jse@frettabladid.is Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10 587-1000 - Bílasalan Skeifan Tilboð kr. 5.590.000,- Nýskráður 29.1.2003 Turbo Disel, 35” breyting, bakkskynjari, sóllúga, vindskeið, dráttarbeisli, leðuráklæði, 7 mann, o.fl o.fl. Ásett verð kr. 5.900.000,- Toyota Land Cruiser 100 Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitarstjórnarkosn-ingum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur. Þetta er nokkuð óvænt og ánægjuleg tillitssemi við kjósendur og ef til vill til marks um að íslenskt stjórnmálalíf sé að þroskast í rétta átt. Fátt er leiðinlegra en langdregin og staglkennd stjórn- málaumræða, sérstaklega þegar mönnum brennur ekki þeim mun meira á hjarta. Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góðmennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokk- anna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum. Hættan við að hefja baráttuna of snemma er að fólk fái leið á þeim boðskap sem á afla atkvæða og athyglin flökti annað. Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góð- mennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokkanna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af mögulegum athyglisbresti kjósenda, því flokk- urinn hóf massíva auglýsingaherferð í blöðum, sjónvarpi og á netinu fyrir allnokkru síðan. Andlitið á Birni Inga Hrafnssyni, efsta manni lista Framsóknar, er úti um allt og flokkurinn ætlar augsýnilega að freista þess að sama ofboðlega auglýsinga- mennska og skilaði þeim svo góðum árangri í síðustu alþingis- kosningum, virki jafn vel í vor. Ekki hefur þó betur tekist til en svo að eitt helsta kosningamál Framsóknar í Reykjavík, nýr innanlandsflugvöllur á Löngu- skerjum, er orðið að innanbúðardeilumáli þar sem meðlimir þingflokksins senda samherjum sínum í borgarstjórnarflokkn- um kaldar kveðjur. Það verður spennandi að sjá hvort Framsókn nái aftur vopnum sínum í höfuðborginni, en ekki er útlitið sér- lega bjart. Eins og staðan er núna benda skoðanakannanir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi örugga forystu á Samfylkinguna í borginni. Það er aftur á móti athyglisvert að kannanirnar sýna líka að Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, efstu menn listanna, njóta nánast sama stuðnings þegar spurt er um hvern fólk vilji sjá í stól borgarstjóra. Má því gera ráð fyrir að Samfylkingin telji sig eiga enn töluvert inni. Sú þokkalega stilla sem ríkir á milli stóru flokkanna í Reykja- vík er örugglega lognið á undan storminum. Lítil hætta er á öðru en að frambjóðendur séu að brýna stóru sverðin og framundan sé snörp og hressilega barátta. Hins vegar ber ekki svo mikið á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar þannig að stóra spurningin er við hvaða mál átakalínan verður dregin. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Fátt er leiðinlegra en langdregin og staglkennd stjórnmálaumræða. Ánægjuleg tillits- semi við kjósendur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.