Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 6. maí 2006 — 120. tölublað — 6. árgangur ������������� ������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������� ������������������� ��� ������� ������ ������������������������������������������� ������������������� ���������������������� ������ �������� ��������� ��������������� ������� ������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� � � �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� �� TRAUSTUR FERÐAFÉLAGIEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Á FERÐ OG FLUGI ‒ með ferðatösku frá FAXE KRAKKAR Á RÚLLANDI FERÐ Nú þegar vorið er gengið í garð hafa krakkarnir í Melaskóla tekið fram hjólin og línuskautana. Þeir þeystust um skólalóðina í gær og átti ljósmyndari fótum fjör að launa til að verða ekki fyrir hjálmbúnum línuskautadrengjum. Um helgina er spáð blíðskaparveðri og því líklegt að fleiri krakkar nýti tækifærið og þeysist um á einhverju sem rennur jafn létt og fararskjótar þessara pilta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA, AP Kínverskir veðurfræðing- ar deyja ekki ráðalausir þegar rigningin lætur á sér standa. Í gær gerðu þeir sér lítið fyrir og fram- kölluðu regn yfir höfuðborginni Peking. Borgarbúar voru orðnir langþreyttir á þurrkunum. Þeir skutu sjö eldflaugum upp í himininn. Í eldflaugunum voru 163 hylki með silfurjoðíni, sem áður hefur verið notað í Kína til þess að framkalla rigningu. Afraksturinn í gær var úrkoma sem nam 11,2 millimetrum, mesta úrkoma sem orðið hefur í borginni á þessu ári. - gb Kínverjar bregðast við þurrki: Bjuggu til regn yfir Peking HJÓLAÐ Í RIGNINGUNNI Kínverjar kunna ráð til að búa til regn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Lykillinn að sumarsmelli Ekkert nema guðleg íhlutun getur komið í veg fyrir að Da Vinci lykillinn slái í gegn í bíóhúsum í sumar. KVIKMYNDIR 44 Spáði í stöðugleikann Kunnur hagfræðiprófessor, Frederic Mishkin, vann skýrslu um fjármála- stöðugleika íslenska hagkerfisins. Niðurstaðan er að íslenskt efnahagslíf standi traustum fótum, þrátt fyrir tímabundið ójafnvægi. Mishkin telur einnig ólíklegt að neikvæð umræða ein og sér geti valdið fjármálakreppu á Íslandi. Til þess séu undirstöðurnar of góðar. VIÐSKIPTI 32 BUBBI MORTHENS Kóngurinn fimmtugur Þriggja tíma tónleikar í Höllinni FÓLK 62 Spáir sjálfri sér sigri Silvía Night er sigurviss fyrir Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún ætlar að láta fegurðina flæða um sálina á sér á sviðinu í Aþenu en hefur neyðst til að leggja íslenskuna á hilluna í bili. VIÐTAL 30 46% 63% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í janúar 2006. Konur 18-49 ára Meðallestur Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. 40 30 50 70 60 BYGGÐAMÁL Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni eru ósáttir við umsögn ASÍ um Nýsköpunarmið- stöð og staðsetningu hennar á Sauðárkróki og hafa sent Alþýðu- sambandi Íslands bréf og hringt og óskað eftir skýringum. Þórarni Sverrissyni, formanni Stéttarfé- lagsins Öldunnar á Sauðárkróki, er heitt í hamsi. „Ég er vonsvikinn og ósáttur við umsögn ASÍ. Ég er líka undr- andi á því að þeir sendi hana ekki til umsagnar hjá þeim aðilum úti á landi sem málið varðar áður en umsögnin er látin fjúka,“ segir hann. Þórarinn er hlynntur Nýsköp- unarmiðstöð á Sauðárkróki og telur að það hefði í för með sér atvinnusköpun á svæðinu. „ASÍ ályktar eins og þeim komi aðstaða okkar ekki við. Hagfræðilegir útreikningar mega ekki eingöngu ráða för, pólitíkin verður að ráða líka. Með þessari umsögn dregur ASÍ tennurnar úr mönnum.“ Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, hefur óskað skýringa hjá ASÍ. Hann segir að umsögnin hafi komið sér verulega á óvart. „Við trúum ekki öðru en að þetta hafi gerst fyrir klaufaskap og að þetta sé ekki stefna ASÍ því að hún er algjörlega á skjön við verkalýðsfélögin á landsbyggð- inni. Mér er fúlasta alvara,“ segir hann. „Þau eru nú orðin mörg málin sem ASÍ hefur afgreitt án nokkurs samráðs við sín aðildarfélög. Þetta eru óþolandi vinnubrögð. Örfáir einstaklingar stjórna öllu í hreyf- ingunni,“ segir Vilhjálmur E. Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir umsögn- ina byggjast á stefnumótunar- vinnu ASÍ og telur reynsluna sýna að Byggðasjóður hafi litlu skilað til að bæta stöðu félagsmanna eða tryggja atvinnuöryggi þeirra. „Við hjá ASÍ teljum að skyn- samlegra væri að leggja pening- ana í aukna endurmenntun og starfsmenntun íbúanna frekar en að sólunda þeim í mismunandi vel heppnuð verkefni,“ segir hann og telur málið ekki snúast um afstöðu til Sauðárkróks. - ghs Verkalýðsforingjar heimta skýringar Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni eru ósáttir við neikvæða umsögn ASÍ um Nýsköpunarmiðstöð á Sauðárkróki og skort á samráði við landsbyggðina. Þeir óska eftir skýringum. „Örfáir stjórna öllu,“ segir formaðurinn á Akranesi. RÚSSLAND, AP Hörð gagnrýni Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, á stjórnarfarið í Rússlandi, sem hann lét falla á ráðstefnu í Litháen á fimmtudaginn, hafa farið mjög fyrir brjóstið á fjöl- miðlum og stjórnmálaskýrendum í Rússlandi. Viðskiptablaðið Kommersant segir ummæli Cheneys marka „upphafið að nýju köldu stríði“ og rifjaði í því samhengi upp fræga ræðu Churchills um „Járntjaldið“. Cheney hafði í ræðu sinni sakað rússnesk stjórnvöld um að fótumtroða bæði trúarleg og pólitísk réttindi þegna sinna. Opinber viðbrögð stjórnvalda í Kreml hafa verið hófstillt. Sergei Lavrov utanríkisráðherra gagn- rýndi þó harðlega ráðstefnuna, þar sem saman voru komnir leið- togar nokkurra fyrrverandi Sov- étlýðvelda, sem eiga það sameig- inlegt að hallast frekar að Vesturlöndum en Rússlandi. Á fundinum gagnrýndu sumir þessara leiðtoga Rússa harkalega. Til dæmis sagði Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, að Rússar reyndu að grafa undan bæði fullveldi og hagvexti ungu lýðræðisríkjanna, sem enn eru að reyna að ná fótfestu eftir fall Sovétríkjanna. - gb Á RÁÐSTEFNUNNI Í LITHÁEN Dick Cheney var hugsi á fimmtudaginn áður en hann hélt ræðu sína, sem vakið hefur hörð viðbrögð í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rússneskir fjölmiðlar æfir vegna ummæla Dicks Cheney um Rússland: Segja nýtt kalt stríð hafið BLÍÐSKAPARVEÐUR Í dag verður yfirleitt góðviðri. Bjartviðri norðan og austan til og bjart með köflum vestan til. Stöku skúrir með suður-ströndinni, einkum síðdegis og gæti vætan þá náð til höfuðborgarinnar. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG Sverrir til Gummersbach Skammt er stórra högga á milli hjá Sverri Björnssyni. Hann varð Íslandsmeistari með Fram á dögunum en er nú á leiðinni til þýska stór- liðsins Gummersbach í atvinnumennskuna. ÍÞRÓTTIR 56 HÚS OG HEIMILI Gott athvarf Sérblað um húsgögn og húsbúnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VARNARLIÐIÐ Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, hefur boðað starfsfólk Varnarliðsins til fundar á mánudag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra mun einnig sækja fundinn. Árni segir að fundurinn sé til ræða starf ráðgjafarstofunnar sem var stofnuð. „Við ætlum að fjalla um námskeiðin sem haldin hafa verið, til dæmis þátttökuna í þeim. Einnig verður fjallað um störf sem bjóðast í gegnum ráð- gjafarstofuna.“ Árni segir að utan- ríkisráðherra mæti á fundinn til að fara yfir lögin um rekstur flug- vallarins og greina frá því hvernig hann sér framhaldið. - shá Starfsfólk Varnarliðsins á fund: Púlsinn tekinn og málin rædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.