Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 33
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ingi Þór Vöggsson er eigandi BMW 850 sem nýlega var valinn bíll ársins af meðlimum bílaklúbbsins BMW kraftur. Ingi eignaðist bílinn árið 2002 en þá var bíll- inn 10 ára gamall. „Ég ætlaði ekki að fá mér svona bíl en þegar ég sá hann varð ég að kaupa hann,“ segir Ingi. „Ég var heppinn og fékk hann á 14 hundruð þúsund krónur en á þessum tíma voru svona bílar á 3 til 4 millj- ónir.“ Bíllinn var ekki í góðu ástandi og þurfti Ingi að gera við ýmsa hluti. Önnur tölvan í vélinni þarfnaðist viðgerða og rafmagns- kerfið var illa laskað. „Þegar ég fékk hann eyddi hann meira en 40 lítrum á hundraðið áður en ég kippti öllu í lag,“ segir Ingi. Það kostar víst sitt að reka 5 lítra, 12 strokka, 131 hestafla vél sé hún illa stillt. Ingi er ekki mikill viðgerðamaður að eigin sögn. „Þetta eru svo flóknar viðgerðir að ég ræð ekki við þær. Ég skipti í mesta lagi um kerti og olíu,“ segir Ingi og hlær. „Ég ákvað hins vegar að taka bílinn algjör- lega í gegn eftir ferðalag sem ég fór í um Evrópu.“ Ingi fór þá með bílinn með Nor- rænu og keyrði, ásamt félaga sínum, vítt og breytt um Evrópu. Þegar hann var á heim- leið í gegnum Þýskaland ofhitnaði bíllinn skyndilega á miðri hraðbrautinni. „Hita- mælirinn toppaði allt í einu og við stoppuð- um á svona „rest-stoppi“ sem er alls staðar við hraðbrautina. Það voru nokkrir kíló- metrar í næstu bensínstöð svo við vorum í vondum málum.“ Það bullsauð á bílnum og þegar þeir athuguðu af hverju þetta hefði gerst kom í ljós að smá stykki, spoiler-skófla undir stuðaranum, hafði dottið af og því fékk vélin ekkert loft inn á sig til kælingar. „Við vorum á nokkur hundruð kílómetra hraða þegar stykkið brotnaði og bíllinn þoldi einfaldlega ekki álagið. Við skriðum inn á næstu bensínstöð og keyptum bensli og gátum bjargað þessu með því,“ segir Ingi. Ingi er eins og áður kom fram meðlimur í bílaklúbbnum BMW kraftur. Þar er á ferð félagsskapur eigenda BMW og áhugamanna og eru meðlimir nokkur hundruð. Árlega velja meðlimir klúbbsins bíl ársins og að þessu sinni varð bíll Inga fyrir valinu. „Þetta er skemmtilegur klúbbur og góður félagsskapur,“ segir Ingi en hann hvetur alla til að kynna sér starfsemina á www. bmwkraftur.is. BMW – bíll ársins Bíllinn er með 12 ventla vél og skilar 313 hestöflum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fræðsla um fugla og gróður verður í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal á sunnudaginn, klukk- an 11. Steinar Björgvinsson, garðyrkjufræðingur og fuglaáhuga- maður sér um fræðsluna og mun hann ræða um samspil fugla, skordýra og gróðurs og segja frá því hvernig hægt er að laða fugla að görðum með réttu plöntunum. Lögreglan víða um land hefur staðið fyrir sérstöku umferðar- átaki að undanförnu og hafa tugir ökumanna verið teknir fyrir of hraðan akstur eða önnur umferðarlagabrot. Vonandi verður þetta til þess að enn fleiri ökumenn hægi á sér. Meðlimir í Netklúbbi Icelandair geta nú tryggt sér flug til Mílanó og Manchester á sérstöku tilboðsverði. Í boði eru bæði flugsæti og pakkaferðir. Ferðirnar gefa allar vildarpunkta en um takmarkað sætaframboð er að ræða. ALLT HITT [BÍLAR, FERÐIR OG HEIMILI] Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.43 13.24 22.08 Akureyri 4.14 13.09 22.07 HYUNDAI SONATA Reynsluakstur á Hyundai Sonata leiðir í ljós að um góðan bíl er að ræða sem gaman er aka í bæ og sveit. BÍLAR. 2 SUMAR OG SÓL Í TÝRÓL Týról er töfraorð í eyrum þeirra sem til þekkja. Heimsferðir bjóða ferðir á þessar fallegu slóðir í sumar. FERÐIR 6 GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 6. maí, 126. dagur ársins 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.