Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 46
Gangskenkur með númerinu 84, frá einu sendiráðinu hérlendis. Númerið er tilkomið af því að sendiráðin halda alltaf tölu yfir öll sín húsgögn. Skenkurinn er frá um 1930 og kostar 30.000 kr. með afslætti. 4 Antíkbúð Jónasar Halldórssonar er um þessar mundir að flytja starfsemi sína úr Bæjarhrauni 10b í Hafnar- firði á neðri hæðina á Laugavegi 118, enda segist eigandinn Jónas hvergi annars staðar vilja vera en í miðbænum. Í Antíkbúðinni eru margir eigulegir gripir og inni á milli leynast sann- kallaðir fjársjóðir, sem hægt er að fá á góðu verði enda er þar útsala í fullum gangi. Jónas samþykkti að sýna lesendum nokkur falleg hús- gögn sem hann hefur dálæti á. Húsgögn með sögu Margar perlur leynast í Antíkbúðinni við Hlemm. Hér sést Jónas Halldórsson með handmál- aðan franskan skáp frá 1800, svokallaðan englaskáp. Skápurinn er m.a. sérstakur fyrir þær sakir að skrúfurnar í honum eru handgerðar og eru því með þeim fyrstu sem búnar voru til. Skápurinn er frátekinn en kostar mörg hundruð þúsund krónur. Borgúndarhólmsklukka frá miðri 19. öld, sem fannst í hlöðu á Vatnsleysuströnd. Í fyrstu stóð til að eyðileggja klukkuna, en þegar í ljós kom um hvers konar grip var að ræða var hætt við það. Klukkan kostar 80.000 kr. með afslætti. Þetta fallega borð, hlaðið diskum, er líka úr eigu sendiráðsins. Borðið kostar 60.000 kr. með afslætti. FRETTABLAÐIÐ/HEIÐA Þetta fallega skatthol var í eigu fyrsta þjóðminjavarðar Íslands, en sagan segir að hann hafi séð J.R.R. Tolkien fyrir íslenskum barnfóstrum. Jónas segir það vera eitt af sínum helstu dýgripunum. Skattholið er frá um 1840 og kostar 150.000 kr. með afslætti. ■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Brátt fara laufin að springa út á trjánum og áður en við vitum af verður allt grænt í kringum okkur. Margir rjúka til á þessum árstíma og klippa tré og runna niður. Mikið af þeim trjágreinum sem klipptar eru af eru þegar farnar að bruma. Í stað þess að skófla öllum trjá- greinunum í endurvinnsluna er tilvalið að nota þær til að skreyta heimilið. Bæði eru þær fallegar og einnig gefa þær góðan ilm. Vorið kemur því snemma innandyra og yndislegt að njóta þess til hins ýtr- asta. Smart er að hafa greinarnar í háum vösum og er jafnvel hægt að blanda þeim saman við afskorin blóm. Margt skemmtilegt er hægt að gera við trjágreinarnar og því um að gera að láta hugmyndaflugið bara ráða. Jafnvel er hægt að flétta þær saman á meðan þær eru enn mjúkar og búa til litlar körfur eða einhvers konar listaverk fyrir heim- trjágrein } NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ...af þessum klassíska og fallega stól eftir Hans Wegner. Stóllinn, sem var hannaður árið 1960, kallast „Ox-chair“ enda er hann sterkur og stæðilegur eins og naut. Hann þótti þó helst til framúrstefnulegur þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið og var framleiðslu hans hætt árið 1962. Rúmum tuttugu árum síðar var heimurinn tilbúinn að taka á móti uxanum og framleiðsla hófst á ný árið 1985. við fáum aldrei nóg... Fyrir þá sem vilja eignast fallegan matjurtagarð í sumar, eða hafa matjurtir í glugga eða úti á svölum, er þetta tilvalinn árstími til að skella fræjum í potta inn- anhús. Sumar matjurtir, til dæmis salöt, brokkólí og ýmsar kryddjurtir, vaxa nefnilega illa nema ákveðin veðurskilyrði séu fyrir hendi. Þá getur verið sniðugt að koma vexti af stað með forræktun áður en plantað er úti. Fræin eru sett í blómapotta, sem geta verið á stærð við eggjabikara eða jógúrtdollur, alveg háð því hvað verið er að rækta. Þeim er komið fyrir rétt undir yfirborði moldarinnar og þess gætt að hún sé passlega rök. Plast er sett yfir á meðan fræin spíra, en tekið af um leið og vöxtur verður sýnilegur. Plönt- unni er síðan komið fyrir á björtum stað, enda birta nauðsynleg í ræktun planta. Forræktun matjurta FR ET TA B LA D ID /N ET IÐ Brokkólí er ein þeirra matjurta sem gott getur verið að forrækta áður en plantað er úti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.